Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1992, Page 20

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1992, Page 20
Guðrún Hannesdóttir forstöðumaður: VOR í BÚDAPEST ann 10. apríl síðastliðinn hélt undirrituð til Búdapest í Ung- verjalandi á ráðstefnu sem þar var haldin um ráðgjafarstarf með fötl- uðum. Þessi alþjóðlega ráðstefna var haldin á vegum IRTAC (Intemational Round Table for the Advancement of Counselling), sem er alþjóðlegt félag til að vinna að framgangi ráðgjafar og skapa vettvang þverfaglegrar umræðu, vísindalegra rannsókna og menntunar í ráðgjöf. IRTAC gegnir ráðgefandi hlutverki m.a. hjá Sameinuðu þjóð- unum, UNESCO, Alþjóðlegu vinnu- málastofnuninni og Evrópuráði. Eins og áður segir var viðfangsefni ráðstefnunnar í ár að vinna með fötl- uðum sérstaklega í félagslegu um- hverfi þeirra sjálfra. Þarsem égerí Félagi námsráðgjafa frétti ég af þessari ráðstefnu og þótti efni hennarmjögáhugavertog tengjast mínu starfi. Ö.B.Í. tók vel í málaleitan mína og kostaði mig til fararinnar og kann ég þeim bestu þakkir fyrir. Að koma til Búdapest var nokkuð sérstök reynsla og þar sem ég fór ein héðanfráíslandi hefége.t.v. upplifað hin framandi menningaráhrif sterkar en ella. Þarna mætast austræn og vestræn áhrif bæði hins gamla og nýja tíma. Búdapest var eitt sinn talin fegurst borga í Evrópu, byggð á Dónárbökkum beggja vegna. Blær Austur-Evrópu hefur sett svip sinn á borg og mannlíf, þó Ungverjaland hafi verið opnara fyrir öðrum utan- aðkomandi áhrifum en flest austan- tjaldslönd önnur. sér í lagi frá Þýska- landi. Ráðstefnan og þá einkum hóp- vinna og umræður mótuðust nokkuð af því andrúmslofti sem ríkti meðal heimamanna, þar bar hæst vilja til uppbyggingar og framfara en jafn- framt gætti kvíða og jafnvel minni- máttarkenndar þeirra sem halda að allt sé svo mikið betra og lengra komið annarsstaðar. Þarna voru þátttakendur frá 30 lönduin og öllum heimsálfum. Flestir voru náms- og starfsráðgjafar, félagsráðgjafar, sálfræðingar, kenn- arar eða aðrir sem starfa að endur- hæfingarmálum fatlaðra, en einnig komu fulltrúar opinberra embætta og stofnana. Þó nokkuð margir þessara þátttakenda voru sjálfir fatlaðir. Of langt mál væri að telja upp allt það sem fram fór á ráðstefnunni sem stóð í fimm daga, en mig langar að segja frá nokkrum erindum og atriðum sem fram komu. Ráðstefnan var tvíþætt; annars vegar voru sam- eiginlegir fundir þar sem flutt voru ávörp og fyrirlestrar og hins vegar var unnið í hópum sem héldust óbreyttir alla ráðstefnudagana. Þannig náði maður að kynnast nokkuð vel þátt- takendum í sínum hópi og því efni sem þar var fjallað um og enginn gat skorast undan að leggja eitthvað til málanna. Á meðal þeirra er fluttu ávörp á sameiginlegum fundi var forseti Ungverjalands, Dr. Arpád Göncz. Hann er þekktur baráttumaður fyrir ^nannréttindum, sat sjálfur 15 ár í fangelsi. Þarlærðihannenskum.a. og hefur hlotið viðurkenningu fyrir bókmenntaþýðingar. Orð hans hleyptu hug í áheyrendur og einkum held ég að landar hans hafi metið stuðning hans við málefnið mikils. Fulltrúar atvinnu- og félagsmála- ráðuneyta Ungverjalands töluðu og var tíðrætt um hversu atvinnuleysi væri mikið í Ungverjalandi en lýstu jafnframt yfir vilja stjórnvalda til að sinna atvinnumálum fatlaðra sérstak- lega. Atvinnuleysisgrýlan átti eftir að setja nokkurt mark á umræðuna alla, þar sem víða er þjóðfélagsástand erfið- ara en við þekkjum hér á íslandi og þykir okkur þó ýmissa úrbóta þörf. Fulltrúar framkvæmdastjóra Evrópuráðs og Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna gerðu grein fyrir stöðu málefna fatlaðra á sínum vett- vangi. Á vegum Evrópuráðs hefur margt verið unnið, stefnumótandi samþykktir, gerð framkvæmda- áætlana og álit sérfræðinefnda. Allt hugsað sem leiðbeiningar fyrir ríkis- stjórnir aðildarlandanna við setningu eigin laga og reglugerða er snerta málefni fatlaðra, þar með talið endur- hæfingu, ráðgjöf og atvinnuþátttöku.

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.