Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1992, Page 21

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1992, Page 21
Má segja að fulltrúi Flótta- mannahjálparinnar hafi ákallað viðstadda í ræðu sinni og beðið um hjálp. Lýsingar á ástandi flóttamanna voru átakanlegar og hlutskipti sjúkra eða fatlaðra flóttamanna hörmulegt. Það leiddi huga viðstaddra að viður- styggð stríðsátaka en þau voru ekki svo langt undan í Júgóslavíu þar sem innanlandsátök stigmögnuðust þá stundina. Af öðrum flytjendum erinda má nefna Mahan, prófessor frá Bandaríkj- unum, en efni máls hans var í hnot- skum hugrekki til að láta sig dreyma en jafnframt nauðsyn þess að gera sér grein fyrir þeim takmörkunum sem maðurbýrvið. Það erþversagnakennt hlutverk ráðgjafans að stuðla að báðum þessum þáttum hjá skjól- stæðingi sínum, draumnum og raun- sæinu. Mahan var fyrst og fremst maður draumsins og gerði efninu svo ljós skil að jafnvel jarðbundnustu menn komu auga á mikilvægi draums- ins í tilveru jafnt fatlaðra sem ófatlaðra. Ronne Jevne, sálfræðingur frá Kanada, gerði grein fyrir athyglis- verðri rannsókn sem hún gerði á ýmsum þáttum í högum kennara er horfið höfðu frá störfum vegna sjúk- dóma eða fötlunar. Hún nefndi fyrir- lestur sinn: „Að búa við brostinn draum. Imynd og veruleiki hins fatlaða kennara". í þessum fyrirlestri kom margt athyglisvert fram m.a. um mikilvægi v iðbragða á vinnustað við alvarlegum veikindum eða fötlun vinnufélaga og hlutverk yfirboðara. Fram kom að viðbrögð og viðhorf yfirmanna í þessum tilfellum skólastjóra, virtust skipta mestu máli í því hvernig einstaklingnum gekk við að aðlagast breyttum aðstæðum. Sinikka Peltonen frá Finnlandi, yfirsálfræðingur ráðningarstofu í Imatra, fjallaði um starfsráðgjaf- arþjónustu við fatiaða í Finnlandi. Hún gerði mjög lifandi grein fyrir finnska stuðningskerfinu og sínu starfi, meðal annars lagði hún áherslu á mikilvægi góðs samstarfs allra aðila er að hverju máli koma og benti á lykilaðstöðu ráðgjafans íþví sambandi. Þeirri stöðu líkti hún við hlutverk móður sem þarf að sjátil þess að grunnþörfum barnsins sé fullnægt, að samskiptin innan fjölskyldunnar séu góð og stuðla að því að barnið verði sjálfstæður og óháður einstaklingur úti í hinum harða heimi fjarri móðurumhyggjunni. Sinikka gerði góðlátlegt grín að læknum og kvað þá oft erfiða í samstarfi. Þeim hætti til að líta á sig sem alvitra, jafnvel á málum utan starfssviðs síns. Til samstarfs við þá marga þyrfti stjórnlipurð og ekki síst gott skopskyn. Undir þessum fyrirlestri sáust ýmsir brosa við og kinka kolli er menn (þá einkum konur) könnuðust við þá reynslu er Sinikka lýsti. r Istarfshópi mínum var sérstaklega fjallað um ráðgjöf við upphaf og lok starfsþjáifunar. Okkur var m.a. sagt frá vinnu með blindum nemendum í tölvufræðum við háskólann í Karlsruhe. EROTMIS matskerfi var kynnt en það er próf eða kerfi til að meta starfshæfni einstaklingsins og kröfur vinnustaðar með það fyrir augum að finna hverjum fötluðum einstaklingi starf við hæfi. Lýst var tilraun með umræðuhóp heyrnarskertra nemenda í Búdapest, þar sem reynt var að meta félagslega færni þeirra og stöðu í hópnum. Þetta var liður í að undirbúa þessa nemendur, er verið höfðu í sérskólum, fyrir þátttöku í blönduðum framhaldsskóla. Ég hef nú reynt að gefa ykkur lesendum nokkra hugmynd um þessa ráðstefnu með nokkrum dæmum um það sem þarfórfram. Mikilvægast að mínu mati við að taka þátt í starfi af þessu tagi er að hitta fólk sem er að fást við svipaða hluti og maður sjálfur og mynda jafnvel varanleg tengsl. Sækja nýjar hugmyndir og hvatningu til fólks alls staðar að úr heiminum sem þrátt fyrir hugsanlegan ágreining um ýmis mál nær saman eins og ein fjölskylda til að ræða þetta sameiginlega hagsmunamál okkar allra, hvernig við vinnum störf okkar í þágu fatlaðra best. Ráðstefnan var haldin m.a. í tilefni af lokum áratugar fatlaðra, en ekki var annað að sjá á því sem þama kom fram en að sá áratugur hafi skilað okkur nokkuð á leið. Frá B údapest fór ég með nokkrum trega, hefði viljað kynnast landi og fólki betur en hægt er á svo stuttum tíma. I huganum geymi ég mynd af fallegu landi og borg með mörgum einstaklega fallegum byggingum og fremur alvarlegu en vingjamlegu fólki sem nú er að takast á við mörg erfið vandamál sem það er staðráðið í að leysa. Ekki ætti okkur hér heima í allsnægtunum að farnast verr. Guðrún Hannesdóttir forstöðumaður Starfsþjálfunar fatlaðra. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.