Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1992, Blaðsíða 23

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1992, Blaðsíða 23
stjórnvöld og almenning, ef breytingarnar komast ekki til skila. Sjálfsagt er að beita hagkvæmni í öllum rekstri, hvort sem það er í ríkisrekstri eða öðrum rekstri. Sérstaklega þegar farið er með almannafé. En almenningur á rétt á að honum séu veittar góðar og ítarlegar upplýsingar um það sem hann á rétt á samkvæmt landslögum, það má sparnaður ekki koma í veg fyrir. Við hjá upplýsingadeild Tryggingastofnunar höfum gert okkur far um að kynna réttinn til bóta sem víðast. Með námskeiðahaldi, blaðaskrifum og fyrirlestrum. í dagskrárþáttum í útvarpi og sjónvarpi höfum við notað hvert tækifæri til að koma upplýsingum á framfæri. Verkalýðsfélögin hafa verið dugleg við að fá okkur til að kynna almannatryggingarnar fyrir trúnaðarmönnum sínum. Fagfélög heilbrigðisstétta og félög aldraðra, sjúkra og fatlaðra, skólar og ýmis félagasamtök hafa fengið okkur til fræðslufunda. En betur má ef duga skal. Draumur um upplýsta framtíð Ég á mér draum í þessum efnum. Draum um öfluga upplýsingadeild með nægu starfsfólki til að rækja hlutverk sitt. Draum um nýja heildstæðaalmannatryggingalöggjöf, þar sem enginn sem á henni þarf að halda, verður útundan. Löggjöf sem kynnt er í skólakerfinu, svo menn þekki þann rétt sem lögin veita. Kynningar við allra hæfi, þar sem hinir fjölbreyttu möguleikar tækninnar eru nýttir. Kynningar á myndböndum, í sjónvarpi og útvarpi, með fyrirlestrum og fræðsluefni svo fatlaðir, hver svo sem fötlun þeirra er, fái þær upplýsingar sem þeim ber og geti notið þess réttar sem lög landsins kveða á um í velferðarkerfi okkar allra. Ásta R. Jóhannesdóttir. Um leið ogÁstu Ragnheiði erþakkað framlagið er öllum sem á þurfa að halda hent á að leita sér sem heztra upplýsinga um rétt sinn refjalaust. Útvarpsráð í önnum. Árni Salomonsson nemi: ÖRBYLGJAN í vetur var bryddað upp á þeirri nýbreytni á tyllidögum Starfsþjálfunar fatlaðra að opna útvarpsstöð. Þetta var útvarpsstöðin Örbylgjan FM 105,9 og var hún starfrækt í þrjá daga. Tilgangur þessarar stöðvar var fyrst og fremst að hafa gagn og gaman af en einnig að kynna skólann okkar, Öryrkjabandalag íslands og fleiri málefni tengd okkur fötluðum. Hugmyndina að rekstri stöðvarinnar átti Sigvaldi Búi Þórarinsson, nemandi á fyrstu önn við skólann, og var hann einnig aðalhvatamaður þess að hugmyndin varð að veruleika. Sigvaldi Búi var síðan skipaður útvarpsstjóri stöðvarinnar. Hugmyndina að nafninu Örbylgjan átti Arnþór Helgason formaður Öryrkjabandalags íslands. Við „Örbylgjumenn“ þökkum honum kærlega fyrir frumlegt og gott nafn. Arnþór kom einnig í skemmtilegt og fróðlegt viðtal sem var öllum til gagns og gleði sem á hlýddu. Útvarpsstöðin var staðsett í húsakynnum Starfsþjálfunar fatlaðra á níundu hæð í Hátúni 10A og er ekki annað hægt að segja en að þau hafi verið kjörin til útvarpssendinga. Því miður höfum við heyrt þær raddir að sendir okkar hafi truflað útvarps- og sjónvarpssendingar í húsunum lítillega og biðjum við þá íbúa í Hátúni 10, 10A og 10B sem urðu fyrir óþægindum, afsökunar og þökkum þá þolinmæði, sem þeir sýndu okkur. Ýmislegt gekk á og mörg skemmtileg atvik áttu sér stað þessa þrjá daga. Þrátt fyrir það voru þeir bæði lærdómsríkir og skemmtilegir. Til dæmis má segja frá því atviki þegar einn af dagskrárgerðarmönnum stöðvarinnar tók viðtal við fyiTverandi nemanda um ágæti danslistarinnar. Þegar viðtalinu var að ljúka fór tæknidraugurinn að segja t il sín og kom í veg fyrir að tónlist færi í loftið. Á meðan tæknimaður stöðvarinnar gerði sitt besta til að kveða niður tæknidrauginn, urðu dagskrárgerðarmaðurinn og viðmælandi hans að blaðra frá sér allt vit svo það var næstum því fyndið. Allt fór vel að lokum. Einnig gerðist það í beinni útsendingu í viðtali við Helga Seljan að annar dagskrárgerðarmaður stöðvarinnar „fraus“ og kom ekki upp orði (við nefnum engin nöfn). Helgi Seljan er eins og allir vita gamall þingmaður og bjargaði þessu listilega fyrir horn með mælsku sinni. Þegar við sem stóðum í þessum útvarpsrekstri lítum til baka, stendur upp úr sú virka þátttaka sem náðist meðal nemenda skólans meðan á rekstrinum stóð. Allir stóðu saman um að gera þetta vel og skemmtilega. Okkur fannst útvarpsreksturinn tengja skólann okkar við aðra starfsemi sem fram fer í húsinu. Bæði kynntum við okkur í útvarpinu og tókum viðtöl til dæmis við fólk á vinnustofunum. Við vonum að þetta fyrsta útvarp úr Hátúnsblokkunum verði ekki það síðasta. Við í Starfsþjálfun fatlaðra höfum fullan hug á að taka upp þráðinn að nýju síðar. Einnig viljum við benda öðrum á þennan skemmtilega möguleika til að koma málefnum sínum á framfæri. Fyrir hönd Örbylgjunnar Árni Salomonsson. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.