Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1992, Page 24

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1992, Page 24
Asta M. Eggertsdóttir frkvstj.: Svæðisstjórn málefna fatlaðra í Reykjavík — Fréttapistill Sambýli fatlaðra og stuðningsíbúðir Svæðisstjórnir málefna fatlaðra starfa í hverju kjördæmi og hafa þær víðfeðmt hlutverk sbr. lög um málefni fatlaðra nr. 41/1983. Eitt af þeim verkefnum sem liggur á verksviði svæðisstjórna eru búsetu- og vistunarmál fatlaðra. í því felst m.a. að taka á móti umsækjendum sem þurfa aðstoð við að eignast sitt eigið heimili. Umsækjendur eru skráðir á búsetubiðlista. Svæðisstjóm safnar m.a. upplýsingum um þörf á aðstoð, þjónustu og vistun og gerir síðan tillögur til féiagsmálaráðuneytis- ins um ný úrræði, þar á meðal sambýli. S væðisstjórn leggur mikla áherslu á uppbyggingu á sambýlum fatlaðra vegna þess að grundvallaratriði í lífi hvers manns er að eiga sitt eigið heimili. Oft hefur verið sagt að þörf manneskjunnar fyrir öryggi sé ein af frumþörfum hennar og að það sé undirstaða m.a. til að hægt sé að byggja upp aðra þætti í mannlegri tilveru. Vinna, skóli, félagslíf og allt það sem gefur lífinu gildi komi til þegar maðurinn hefur öðlast öryggi. Heimilið er hvers manns skjól, þar öðlast menn öryggi. Þess vegna verða heimili að koma á undan öðrum úrræðum, sem þó eru einnig mikilvæg. Ekki er hægt aðgera svo viðamiklu máli sem búseta fatlaðra er, full skil hér í þessum pistli, en vonandi tekst mér að skila til ykkar fróðleikskornum um hluta þess sem við erum að gera hjá Svæðisstjórn Reykjavíkur. Hagsmunasamtök fatlaðra hafa eins og kunnugt er verið braut- ryðjendur í þróun nýrra hugmynda og aðferða til úrbóta í húsnæðismálum fatlaðra. Fjáröflun Öryrkjabandalags íslands, lottóið hefur t.d. gert það mögulegt að útvega fötluðu fólki húsnæði. Margar íbúðir hafa verið keyptar og hús byggð í þágu fatlaðra um land allt, síðan það kom til sögunnar. Ásta M. Eggertsdóttir. Með þessu móti hefur mörgum verið gert kleift að búa í (leigu)- fbúðum á eigin vegum. Allir vita að fatlað fólk skipar fjölbreytilegan hóp manna á öllum aldri. Þess vegna liggur í augum uppi að lausnir á búsetumálum verða að vera fjölbreyttar og valkostir þurfa að vera í boði til þess að geta mætt mismunandi þörfum þeirra. Húsnæði eitt sér dugar oft ekki, íbúarnir þurfa að eiga kost á nauð- synlegri aðstoð á heimilunum vegna fötlunar sinnar. Sambýli fatlaðra í Reykjavík Sambýli eru fámenn heimili fatlaðs fólks, en algengt er að á þeim búi 5 til 6 manns. Þeim hefur verið komið á fót á vegum ríkisins fyrir fatlaða sem þurfa aðstoð við athafnir daglegs lífs. Lagaákvæði um sambýli márekja til ársins 1980. Hugtakið „sambýli“ er heiti á heimilum fatlaðra, sem hafa ákveðið rekstrarform. Ríkið greiðir launagjöld starfsmanna, en þeir sem búa á sambýlum greiða heimilis- rekstur af hluta lífeyristekna sinna. Lífeyristekjur hafa 16 ára og eldri og þess vegna eru þessi aldursskilyrði sett fyrir búsetu á sambýlum. Böm hafa ekki lífeyristekjur og þess vegna greiðir ríkið allan kostnað á heimilunt fatlaðra barna. Greinar- munur er því gerður á heimilum barna og fullorðinna vegna mismunandi rekstrarforms, en ekki að öðru leyti. Sambýli hafa þróast þannig að þau hafa í raun tekið að hluta til við því hlutverki sem fjölmennar dvalarstofnanir höfðu áður fyrr. Um þessar mundir eru starfrækt 17 sambýli fyrir fatlaða í Reykjavík og búa þar 97 íbúar. Verið erað vinnaað stofnsemingu „Eldhúsdagar“ eru vinsælir hjá krökkunum á Holtavegi. Svandís matráðskona fær aðstoð við matseldina.

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.