Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1992, Page 25

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1992, Page 25
Ragnhildur Sigurðardóttir þroskaþjálfi fyrsti umsjónarmaður stuðn- ingsíbúða á vegum Svæðisstjórnar Reykjavíkur. tveggja nýrra sambýla á vegum Svæðisstjórnar Reykjavíkur. Annað þeirra mun taka til starfa síðar á árinu, en til þeirrar starfsemi var nýlega keypt fokhelt hús í Grafarvoginum. Þar munu búa 7 íbúar í tveimur fbúðum. Hitt sambýlið á að byggja á næstu mánuðum í Tindaseli, í Breiðholti, en þegar þetta er ritað er verið að teikna húsið. Þar munu búa 6 íbúar einnig í tveimur íbúðum. Vonir standa til að síðarnefnda sambýlið taki til starfa fljótlega á næsta ári. Heimili fyrir fötluð börn í Reykjavík eru tvö, í Akurgerði og við Holtaveg. Þriðja heimilið er nú í augsýn, en lóð var úthlutað nýlega við Árland í Fossvogi og er verið að teikna húsið um þessar mundir. Framkvæmdasjóður fatlaðra fjármagnar framkvæmdir vegna stofnkostnaðar sambýla en Hússjóður Öryrkjabandalagsins hefur keypt tvö húsogleigirSvæðisstjómReykjavíkur þau fyrir starfrækslu sambýla. Á sambýlum í Reykjavík eru að meðaltali 6,30 stöðugildi á hverjum stað og vinna starfsmenn á vöktum. Um þessar mundir eru greidd laun rúmlega 107 stöðugilda samtals, en algengt er að starfsmenn vinni hlutavinnu. Þrátt fyrir fjölgun sambýla fyrir fatlaða í Reykjavík á síðustu árum lengjast biðlistar stöðugt. Urn 200 manns bíða eftir að fá aðstoð við búsetu eða vistun, en hluti þeirra gæti búið í íbúðum með stuðningi. Stuðningsíbúðir Undanfarna mánuði hefur Svæð- isstjórn Reykjavíkur unnið að nýju búsetuformi fyrir fatlaða, — búsetu í íbúðum með stuðningi og leiðbein- ingum, en ekki viðveru starfsmanna eins og tíðkast hefur á sambýlum. Markmið með stuðningi sérhæfðs starfsfólks á vegum S væðisstjómar er að styrkja félagslega stöðu hinna fötluðu í samfélaginu og gera þeim kleift að búa í fbúðum eins sjálfstætt og fötlun þeirra leyfir. Þó stuttur tími sé liðinn frá því að fyrstu íbúarnirfluttu í stuðningsíbúðir ávegumSvæðisstjórnar, ermikilvægi þess að starfsmenn búi yfir fagþekk- ingu og færni komið i ljós. Vinnutími starfsmannaþarf í senn að vera sveigjanlegur og afmarkaður, vegna þess að verið er að sty ðja fólk til sjálfshjálpar á heimilum sínum, með „hjálp“, sem hvorki má vera of lítil eða of mikil. Geðfatlaðir Fagþekkingu geðheilbrigðisstétta þarf til að styðja geðfatlaða til búsetu í íbúðum og nú er verið að leggja fyrstu drög að því verkefni hjá Svæðisstjórn Reykjavíkur. Það ergert t.d. með beiðni um stöðugildi til félagsmálaráðuneytisins til að undirbúa þjónustuna, og einnig hefur verið gert samkomulag við geðdeildir um ráðgjafar- og geðlæknisþjónustu. Starfsmenn þurfa að vera sérfróðir á sviði fötlunar viðkomandi íbúa til að geta sinnt þessu verkefni. Fagþekking þroskaþjálfa nýtist t.d. vel í stuðningi við þroskahefta, en mál geðfatlaðra eru af öðrum toga. Hingað til hafa mál geðfatlaðra fallið undir heilbrigðismál eins og kunnugt er. Stjórnvöld hafa nýlega ákveðið að búsetumál þeirra heyri undir svæðisstjómir. Þroskaheftir Svæðisstjórn Reykjavíkur hefur ráðið tvo sjúkraþjálfa til þess að aðstoða þroskahefta einstaklinga í íbúðum. Þroskaþjálfarnir veita nú þegar nokkrum fyrrverandi íbúum af sam- býlum stuðning í íbúðum og einnig þeim sem flutt hafa beint úr heima- húsum. Aðstoð þessi er mjög fjölþætt. Nefna má sem dæmi að stuðningur vegna matarinnkaupa og meðferðar fjármuna er mikilvægur. Sama má segja um félagslega þætti, fræðslu og beina aðstoð vegna samskipta við ýmsar þjónustustofn- anir, s.s. banka, Tryggingastofnun ríkisins o.fL Síminn er mikið notaður í þessu nýbyrjaða starfi. Þörf íbúanna fyrir aðstoð og stuðning við sjálfstæða búsetu er að sjálfsögðu rnest í byrjun. Eftir ákveðinn aðlögunartíma er þjón- ustuþörf endurmetin og heimsóknir skipulagðar að nýju í samvinnu við íbúana. Launagjöld starfsmanna íbúða eru greidd af ríkinu, en heimilisrekstur greiða fbúar af lífeyristekjum sfnum. Ekki erreiknað með að starfsmenn hafi viðveru í þessum íbúðum, en komi í reglubundnar heimsóknir. Stuðningur til búsetu og heimaþjónusta Margir hafa velt fyrir sér hver sé munurinn á stuðningi starfsmanna á vegum Svæðisstjórnar Reykjavíkur annars vegar og heimaþjónustu Félagsmálastofnunar Reykjavikur- borgar hins vegar. Því er til að svara að stuðningur starfsmanna á vegum Svæðisstjórnar er viðbótarþjónusta við almenna heimaþjónustu á vegum borgarinnar. Stuðningurinn er veittur vegna sérþarfa fólks vegna fötlunar og er þessi aðstoð veitt í náinni samvinnu við Félagsmálastofnun Reykjavík- urborgar, sem annast almenna heimaþjónustu við fatlaða. FRÉTTABRÉF ÖR YRKJABANDALA GSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.