Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1992, Qupperneq 26

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1992, Qupperneq 26
Kveðja Sverrir Karlsson Þess má geta að umræður milli Svæðisstjórnar og Félagsmálastofn- unar hafa farið fram um samræmda heimaþjónustu við fatlaða og eru viðkomandi aðilar sammála um að æskilegt væri að hafa sértæka og almennaheimaþjónustu áeinni hendi. Akveðið var samt að fresta frekari urnræðum um samræmdaheimaþjón- ustu í Reykjavík, þangað til frumvarp til Iaga um málefni fatlaðra, sem lagt var fram á yfirstandandi þingi, verður að lögum. Til fróðleiks má geta þess að í frumvarpinu eru ákvæði um liðveislu á vegum sveitarfélaga og „frekari liðveislu“ ríkisins við fatlaða. Hið síðarnefnda ákvæði í frumvarpinu mun trúlega ná til þess stuðnings sem nú er veittur á vegum Svæðisstjórnar Reykjavíkur. Aðilar hafa sammælst um verka- skiptingu á milli þessara stofnana á þessu stigi málins og bíða eftir sam- þykkt nýrra laga. Nú þegar njóta nokkrir íbúar nefndra íbúða þjónustu frá báðum þessum aðilum. Ibúðakaup Um þessarmundir hefurHússjóð- ur Öryrkjabandalagsins keypt fimm íbúðir fyrir skjólstæðinga Svæðis- stjórnar Reykjavíkur. Fyrsta fbúðin var keypt árið 1990, næsta í lok ársins 1991 og síðan hver af annarri. Þar búa nú 8 manns. Ibúar eru leigutakar og greiða leigu skv. gjaldskrá Hússjóðs Ö.B.Í. Verið er að undirbúa kaup tveggja fbúða til viðbótar þegar þetta er ritað. Samvinna Stuðningur og aðstoð við fatlað fólk í íbúðum á vegum S væðisstjórnar er ný tegund þjónustu á hennar vegum. Hér er um að ræða samvinnuverk- efni á milli ríkis (stuðningur á vegum svæðisstjórnar), borgarinnar (heima- þjónusta á vegum Félagsmálastofn- unarReykjavíkurborgar) ogHússjóðs Öryrkjabandalags íslands (íbúða- kaup). Nýlega hefur verið lagður grunnur að samvinnu við geðdeildir vegna væntanlegs stuðnings við geðfatlaða til sjálfstæðrar búsetu á vegum S væð- isstjórnar Reykjavíkur. Miklar vonir eru bundnar við Sverrir Karlsson, varaformaður Blindrafélagsins, lést þann 7. apríl sl. aðeins 55 ára að aldri. Það er sannarlega skarð fyrir skildi við fráfall þessa ágæta drengs, sem var mjög mikilvirkur í stjómar- og félagsmálastarfi Blindrafélagsins síðasta áratuginn. Sverrir leitaði sér þjónustu hjá Blindrafélaginu í atvinnu- og félags- málum fyrir um það bil hálfum öðrum áratug. Fljótlega naut hann mikils trausts félaga sinna enda hlóðust brátt á hann ýmis trúnaðarstörf fyrir sam- tökin. Hann var m.a. fulltrúi Blindra- félagsins í fulltrúaráði Öryrkjabanda- lags íslands um árabil. Fyrir um það bil 5 árum var S verrir beðinn að taka að sér starf aðstoðar- manns blindraráðgjafa. Starfið tók hann að sér með mikilli ánægju enda hafði hann einmitt þannig skapgerð að hafa ríka þörf á að aðstoða þá sem þess þurftu með. Starfið útheimti einnig forystu í félagsmálum blindra og sjónskertra og kynningarstarf á málefnum þeirra. Hann náði mjög góðum tökum á þessum verkefnum. framhald þessarar samvinnu til þess að geta komið á skilvirkri aðstoð við fleiri fatlaða einstaklinga. Framtíðin, fjárframlög og skipulag Félagslegar íbúðir eru góðar úr- lausnir í búsetumálum, sem hentafjöl- mennum hópi fatlaðs fólks, ef nauð- synlegur stuðningur starfsmanna vegna sértækrar og almennrar heima- þjónustu er tryggður. Fyrir þá sem þurfa stöðuga hjálp annarra við athafnir daglegs lífs þarf að koma á fót fleiri sambýlum, þar sem starfsmenn eru á vakt allan sólar- hringinn. Hvemig tekst til í næstu framtíð að mæta þörfum fatlaðra til að eignast sitt eigið heimili er m.a. háð fjár- framiagi opinberra aðila til íbúða- kaupa og skipulagi áhúsnæðismálum og heimaþjónustu. Sverrir Karlsson. S verrir satí stjóm Blindrafélagsins í ellefu ár og gegndi embætti vara- formanns lengst af þeim tíma. Hann var mjög virkur stjórnarmaður, jákvæður, úrræðagóður og virtur. Aðleiðarlokumvilégf.h. stjómar Blindrafélagsins og félagsmanna þakka Sverri fyrir ánægjuleg kynni og góð störf að málefnum blindra og sjónskertra. Stjórn Blindrafélagsins vottar eftirlifandi eiginkonu hans Kolbrúnu Gunnarsdóttur og fjölskyldunni allri fyllstu samúð. Ragnar R. Magnússon. Hjálp til sjálfshjálpar Ætla má að skilningur yfirvalda á nauðsyn þess að byggja upp þjónustu fyrir fatlaða sé fyrir hendi. Það sést m.a. á heildarstærð málaflokks fatl- aðra á fjárlögum ríkisins, sem hefur vaxið ár frá ári. Við samanburð við aðra málaflokka, t.d. vegamál og lög- gæslu sést að fjárframlög til þeirra á síðustufjárlögumeru sambærileg. Það erstórhlutiafþjóðarkökunni.ensamt standa fjölmargir fatlaðir einstakling- ar utan við opinbera þjónustu, eins og áður er sagt. Miklu máli skiptir að skipulag á opinberri þjónustu sé sniðið að þörfum þjónustuþega undir kjörorðunum „hjálp til sjálfshjálpar1', en það er skoðun mín að sú tegund hjálpar sé farsælust fyrir alla. Reykjavík 15. maí 1992, Ásta M. Eggertsdóttir, framkvæmdastjóri Svæðisstjómar um málefni fatlaðra.

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.