Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1992, Page 27

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1992, Page 27
Lárus heldur á nýja mótinu, sem steypt var í vélinni á myndinni. Gunnsteinn heldur á gamla trémótinu sem notað var um áratugi. Vísbending Vigfúsar Hjálpartæki Ferlimál Nú voru skómir mátaðir, hringt í Gunnstein og stefnumót ákveðið. Þegar ég mætti aftur, var þar mættur Lárus sonur Gunnsteins, sem tók gipsmót af fæti mínum. Liðu nú 10 dagar þar til Gunnsteinn hringdi og sagði: „Komdu,skómirerutilbúnir“. Þegar ég hitti hann á Skóstofunni Dunhaga 18, varð ég bæði undrandi og glaður. Gunnsteinn var búinn að smíða innriskó, svo að nú get ég notað venjulega skó sem ytriskó. Að geta skipt um skó er mikil hamingja. Hér eftir get ég notað inniskó, spariskó, sandala, íþróttaskó, skóhlífar eða gúmmískó í bleytu o.s.frv. Eg varð allt í einu frjáls. Innriskór geta komið fleirum að gagni. Kær kveðja, Vigfús Gunnarsson. Ef Fréttabréf Ö.B.Í. birti reglulega greinar um hjálpartæki, gæti það haft mikla þýðingu fyrir marga. Eg vona að þessi grein verði upphafið að öðru me i ra og upplýsingastreym i ð verði greiðara milli notenda og framleiðenda, því að nýjungar eru alltaf að koma fram. I fimmtíu og fimm ár hef ég notað sérsmíðaða yfirskó vegna afleiðinga lömunarveiki. Skömmu fyrir síðustu páska var ég á gangi innarlega á Hverfisgötu og nálgaðist gatnamótin við Snorrabraut, þegar ég tók allt í einu eftir húsi sem á stóð: „Alhliða stoðtækjaþjónusta — Sérsmíðaðir skór —Bamaskór — Innlegg — Iþróttaskór — V armahlífar—Spelkur—Láttu þér líða vel — Skóstofan Össur“. Allt í einu kviknaði á perunni. Inn í búðina snaraðist ég, hitti á framkvæmdastjórann, Örlyg Ó. Oddgeirsson og spurði: „Get ég notað íþróttaskó?“ „Örugglega“, svaraði hann, náði í eina og sagði: „Ef þeir passa ekki alveg, breytir hann Gunnsteinn á Dunhaganum þeim í hvelli. Hann er góður skóari og smíðar fyrir okkur“. „Ha! Hvað segirðu? Hann er líka skósmiðurinn minn, sem fékk gömlu mótin frá Steinari Waage til að smíða eftir,“ svaraði ég. Innri skórinn fellur vel að fætinum og smýgur greiðlega niður í aðra skó. Ðarn á vori Þú gengur svo hratt á gróandans vit með grænan ilmandi fald. Þú horfir á bjartast sólgeisla glit og gefur þig töfrum á vald. Blómskrúðið angar og blær um kinn blíðlega hvíslar: Vor. Þú gengur í leiðslu Ijúfur minn. Lyngið geymir þín spor. H.S. S FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.