Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1992, Blaðsíða 29

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1992, Blaðsíða 29
Hrynjandilist hreyfinganna. munur verður á tjáningu og þeim sem tjáir. Þannig er hægt að segja að hrynjandilist sé algjörlega fædd af hreyfingum líkamans. Hrynjandilist er ætlað að sýna allt það sem tilheyrir mannlegum skapnaði og samhengi þess við alheiminn í kringum okkur.Hrynjandi grundvallast á þeirn skilningi, að tungumál sé tjáningarmáti sálarinnar, að í sérhverju hljóði sem kemur úr talfærum okkar sé falin sálræn tjáning hugsana, tilfinningaog vilja. Sá sem leggur stund á hrynjandilist verður að læra nákvæmlega eðli og merkingu hvers hljóðs, sem fyrir okkur flestum eru ómeðvituð, til að geta gert það sýnilegt. Hann verður að skilja innri grind málsins, og þau innri lögmál, sem stjórna öllum tungumálum, verða að vera honum meðvituð. í þessum tilgangi hefur Rudolf Steiner ákvarðað hverjum bókstaf ákveðna hreyfingu, sem er í raun sú hreyfing sem verður í talfærum okkar við myndun stafa og orða. Einnig hefur sérhvert hljóð ákveðna eiginleika spennu og tilfinninga. Eins og áður var sagt, er ákveðin hreyfing fyrir hvern hljóðstaf, sem svarar til þeirra hreyfinga sem myndast í barkakýli og talfærum. Því má með öðrum orðum segja, að hrynjandinsé í raun eins og eitt stórt barkakýli og hreyfing talfæra. Samhljóðar og sérhljóðar hafa ekki sama hlutverk því án sérhljóða myndaðistengin hljómur. (I stafrófinu er falin öll manneskjan). Dæmi: A undrun B umlykjandi C léttleiki D að benda, útgeislun E að verða fyrir einh verju og standa það af sér T mikill straumur að ofan og niður F þú veist að ég veit I er ítrekun sjálfsins L yfirbugun efnis með formi M að vera samþykkur H blásandi andardráttarhljóð U kalt og stíft R rúllandi hringsnúandi Æ hangandi eiginleiki En af hverju er verið að rekja þetta allt í einmitt þessu blaði. í örstuttu máli skal komið inn á ástæðuna. Hrynjandilist til lækninga Víðs vegar um Evrópu eru þorp og heimili fyrir þroskahefta þar sem hrynjandilist er hluti af daglegri meðferð. Út frá listforminu hrynj- andilist þróaði Rudolf Steiner lækn- ingameðferð sem hefur áhrif á andlega líðan og einnig á líkamlega sjúkdóma. Hrynjandilisterbeitt við lækningu krabbameinssjúkra, annað hvort við beina lækningu eða til að bæta andlega líðan. Þróuð hefur verið meðferð við augnsjúkdómum og sífellt er unnið að áframhaldandi tilraunum til að bæta heilsufar. Hrynjandilist er tilvalinn lækningarmáti fyrir þá sem eiga erfitt með að tjá sig með tali og einnig fyrir þá sem eiga við líkamlega hömlun að stríða. Hægt er að styrkja t.d. vinstri spastíska hlið einstaklingsins með því að æfa og styrkja hægri hliðina. Með reglulegri æfingu er hægt að efla og styrkja þroskahefta einstakl- inga bæði andlega og líkamlega. Þeir læra að umgangast og upplifa líkama sinn á nýjan hátt og þeim eykst sjálfs- traust við síendurteknar samræmandi æfingar. Reykjavík 30.4 1992, Rósa Björg Helgadóttir. Þögul tákn segja sitt. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.