Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1992, Side 30
Arnþór Helgason form.
Norræn
atvinnu
Dagana 5. og 6. maí var haldin
ráðstefna um atvinnumál fatl-
aðra. Ráðstefnan var haldin í Osló á
vegum norrænu nefndarinnar um
málefni fatlaðra og sóttu hana um 50
fulltrúar frá Norðurlöndunum. Mátti
þar sjá fulltrúa frá tryggingastofnun-
um, ráðuneytum, samtökum fatlaðra
og vinnuveitendum. Héðan frá íslandi
fóru 5 fulltrúar, Amþór Helgason,
fulltrúi Öryrkjabandalags íslands,
Birna Frímannsdóttir frá Sjálfsbjörg,
landssambandi fatlaðra, Björk Páls-
dóttir frá Tryggingastofnun ríkisins,
Elísabet Guttormsdóttir frá Vinnu-
miðlun Reykjavíkurborgar og Friðrik
Sigurðsson frá Landssamtökunum
Þroskahjálp.
Hlutverk ráðstefnunnar var að
veita mönnum yfirlit yfir stöðu mála á
Norðurlöndunum og ræða leiðir til
úrbóta. Dreift var skýrslum um þróun
í atvinnumálum fatlaðra og flutt yfir-
litserindi um þessi mál auk þess sem
nokkrir fyrirlesarar brýndu menn til
dáða á þessu sviði.
Ráðstafanir yfirvalda á Norður-
löndum og afstaða þeirra til atvinnu
fatlaðra byggja á þeirri kenningu að
hægt sé að leysa atvinnuvanda flestra
með almennum úrræðum. Þá taka
ráðstafanirnar nokkurt mið af þeirri
staðreynd að mikið atvinnuley si hefur
verið í þessum löndum og í Finnlandi
hefur það farið vaxandi.
A ráðstefnunni voru borin saman
ákvæði í lögum landanna við önnur
lönd svo sem Þýskaland og Banda-
ríkin. Þjóðverjar hafa um nokkurt
skeið búið við það fyrirkomulag að
stórfyrirtæki eru skylduð til að taka
ákveðinn fjölda fatlaðra í vinnu. Sé
þessum ákvæðum ekki fullnægt greiða
fyrirtækin sektir. Nokkur fyrirtæki
hafa fremur valið að greiða þessar
sektir en að taka fatlað fólk í vinnu.
Þeir semfjölluðu um þennan þátt máls-
ins lýstu allir andúð sinni á svoköll-
uðum þvingunarákvæðum í lögum.
ráðstefna um
fatlaðra
Arnþór Helgason.
Norðurlandabúar hafa valið þann
kost að styrkja atvinnufyrirtæki til
þess að hafafatlað fólk í vinnu. Styrkir
þessir eru með ýmsu móti. Vinnufram-
lag hins fatlaða er mælt og fyrirtækinu
greiddur styrkur til þess að hinn fatlaði
geti náð lágmarkslaunum. Þá hefur
aðstoð á vinnumarkaði verið tíðkuð. í
Danmörku nemur hún allt að 20 klst á
viku og hefur m.a. nýst mjög vel blindu
eða sjónskertu fólki sem þarf á
lesaðstoð að halda.
Fram kom að þeir sem helst eiga
undir högg að sækja á almennum
vinnumarkaði eru hinir þroskaheftu.
Þeim hefur hingað til verið vísað á
verndaða vinnustaði og hefur lítið
borið á þeim í vinnu hjá almennum
fyrirtækjum. Nú hefur verið hafist
handa við að finna þessu fólki störf á
almennum vinnumarkaði og hefur
víða komið í ljós að ýmis störf falla til
sem henta mikið fötluðu fólki ágætlega
vel. Fulltrúi danskra atvinnurekenda
taldi að vinnuveitendur væru yfirleitt
fúsir til að taka fatlaða einstaklinga í
vinnu en gera þyrfti þeim grein fyrir
þvf í hverju fötlunin væri fólgin og
hver starfsgeta þeirra væri. Jafnframt
taldi hann mikilvægt að hið opinbera
styrkti fyrirtækin til þess að ráða fólk
til starfa.
Atvinnuleysi meðal fatlaðra á
Norðurlöndunum hefur verið mikið.
Norðurlandabúar hafa talið sig leysa
þennan vanda með því að setja fjölda
fólks á fyrirfram eftirlaun sem þýðir
í raun að fjöldi ungs fólks er dæmdur
til atvinnuley sis ævilangt. I umræðum
á ráðstefnunni var þetta fyrirkomulag
gagnrýnt og bent á að með þessu móti
væru einstaklingarnir sviptir rétti sín-
um til þess að láta sinn skerf af hendi
rakna til hins almenna samfélags.
Jafnframt var á það bent að með
þessum hætti yrðu einstaklingarnir
baggi á samfélaginu í stað þess að
með vinnu sinni, hvort sem hún væri
vernduð eður ei, yrði lagður grunnur
að betri heilsu þessum einstaklingum
til handa og þegar upp væri staðið
hagnaðist samfélagið á vinnuframlagi
þeirra í einni eða annarri mynd.
Endurhæfing og menntun fatlaðra
skiptir sköpum þegar um atvinnu er
að ræða. Lögð var áhersla á að nauð-
synlegt væri að samþætta starf hinna
fjölmörgu sem að endurhæfingu
starfa. Þannig yrði læknisfræðileg og
félagsleg endurhæfing að haldast í
hendur og á einhverju stigi yrði ein-
hver að vera fær um að taka ákvörðun
um það hvert stefna sky ldi með endur-
hæfingu einstaklingsins. Aldrei yrði
þó nægilega brýnt fyrir fólki að endur-
hæfing mætti ekki miðast við þarfir
stofnana heldur óskir og vilja hinna
fötluðu.
Svíar greindu frá merkilegu
verkefni sem hrundið var af stað í
Norður-S víþjóð fyrir nokkru. Það var
kannað hvað hefði orðið um fólk sem
notið hefði læknisfræðilegrar
endurhæfingar eftir sjúkdóma eða
slys. í ljós kom að flestir sem höfðu
haldið til síns heima úti í strjálbýlinu
að lokinni dvöl á sjúkrastofnun áttu
að litlu að hverfa. Engar áætlanir
höfðu verið gerðar um frekara fram-
hald endurhæfingarinnar svo sem
starfsmenntun eða félagslega aðlög-