Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1992, Qupperneq 31

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1992, Qupperneq 31
Hreyfihamlaður stjórnar tölvu með aðstoð vélmennis. un. Þá var ákveðið að bjóða þessum einstaklingum nám á vegum lýðhá- skólanna. Þegar allir lausir endar höfðu verið hnýttir og allir vissu hvað hver átti að greiða voru námskeið sniðin að þörfum þessara einstaklinga. Komið hefur í ljós að flestir þeirra sem tóku þátt í þessu verkefni höfðu að einhverju að hverfa eftir að námi lauk, annaðhvort að starfi við sitt hæfi, framhaldsnámi eða einhverri tóm- stundaiðju sem fullnægði starfslöngun þeirra. Hvað geta íslendingar gert? Hér á landi hefur atvinnuástand á meðal fatlaðra verið sæmilegt miðað við það sem gengur og gerist á Norð- urlöndum. Á meðal nokkurra hópa fatlaðra hefur atvinnuleysi verið nær óþekkt og byggir það m.a. á rekstri verndaðra vinnustaða og ákveðnum störfum sem þessir hópar hafa helgað sér úti á hinum almenna vinnumark- aði. Þá hafa verið í gildi hér á landi lög sem heimila Tryggingastofnun ríkis- ins að gera samninga við fyrirtæki um starfsþjálfun fatlaðra einstaklinga. Skulu samningarnir gerðir til þriggja ára þannig að Tryggingastofnun greiði 3/4 hluta launa hins fatlaða fyrsta árið, helming annað árið og fjórðung hið þriðja. Fáir hafa nýtt sér þessa möguleika enda falla bætur til ein- staklings niður á meðan á þjálfun stendur án tillits til þeirra launa sem hann nýtur. Með nýsamþykktum lögum um málefni fatlaðra opnast leiðir til breytinga á þessu fyrirkomulagi. Nú er félagsmálaráðuneytinu heimilt að veita fötluðum einstaklingum stuðn- ing á almennum vinnumarkaði. Þótt ákvæði laganna séu ekki mjög ná- kvæm verður hægt að vinna úr þeim með sérstakri reglugerð. Hún gæti sem best tekið mið af því sem vel hef- ur til tekist á Norðurlöndum og víðar. íslendingar eru um þessar mundir á þeim krossgötum að nú er tækifæri til að móta nýja stefnu í atvinnumálum fatlaðra hér á landi þar sem fara saman almenn úrræði og sértæk eins og verndaðir vinnustaðir og þar með ættu að opnast fleiri leiðir til þess að skapa ýmsum hópum fatlaðra atvinnu- tækifæri. Ef marka má orð íslenskra atvinnurekenda á ráðstefnu þeirri um atvinnumál sem Öryrkjabandalagið efndi til haustið 1990 viljaþeirgjaman taka þátt í nýsköpun í atvinnumálum fatlaðra fái þeir til þess stuðning frá hinu opinbera. í sænskum lögum er atvinnurekanda gert skylt að leggja fram tillögur um endurhæfingu ein- staklings sem hlýtur skerta starfsorku af völdum sjúkdóma eða slysa. Slík ákvæði í íslenskri vinnulöggjöf gætu stuðlað að því að fólk héldi störfum innan fyrirtækja sem það hefur starfað við og stuðlað þannig að meiri stöðug- leika og öryggi á íslenskum vinnu- markaði. Hér verður reyndar til að koma samstarf vinnuveitenda, sam- taka fatlaðra og félaga launþega í landinu. Jafnframt því sem nýju lögin um málefni fatlaðra opna fleiri dyr er ástæða til að nýta sér þær lagaheimildir sem áður var getið og fjalla um starfs- samninga milli fyrirtækja og Trygg- ingastofnunar. Vænta má þess að tekið verði áþessum málum við endurskoð- un tryggingalöggjafar enda lágu fyrir tillögur um þessi mál frá þeirri nefnd sem síðast vann að samningu frum- varps til nýrra tryggingalaga. Því meiri sveigjanleika sem um verður að ræða í þessum efnum þeim mun betri verður árangurinn. Ráðstefna um atvinnumál fatlaðra á Norðurlöndum sýndi svo að ekki verður um villst að menn eru á réttri leið í þessum efnum. Að vísu eru menn helst til oft að spjalla við sjálfa sig á slíkum fundum því að þeir sem helst þyrftu að heyra boðskap þann sem þar er birtur láta ekki sjá sig. Til dæmis voru engir fulltrúar íslenskrar verkalýðshreyfingar eða atvinnu- rekenda á ráðstefnunni, en án sam- starfs við þá verður víst lítið um fram- farir. En ráðstefnan varð þeim sem sóttu hana mikil uppörvun til frekari sóknar. Verður væntanlega myndaður samstarfshópur þeirra er ráðstefnuna sóttu til þess að þrýsta frekar á um framfarir í þessum málum hér á landi. Arnþór Helgason. Formaður í þungum þönkum. Björk og Birna líka. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.