Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1992, Síða 32
Frosti F. Jóhannsson gigtlæknir
gigtarár 1992
Norrænt
Á sl. ári fól Norðurlandaráð nor-
rænu ráðherranefndinni að halda
norrænt gigtarár 1992. Gigtarfélag
íslands — sem eru samtök áhugafólks
um baráttu gegn gigtarsjúkdómum —
hefur umsjón með gigtarárinu hér-
lendis.
Markmið
Meginmarkmið norræna gigtar-
ársins er í fyrsta lagi að vekja athygli á
því hvað gigt er. hvaða áhrif hún hefur
á fólk og samfélag og hversu algengur
sjúkdómurinn er, en áætlað er að a.m.k.
50 þúsund Islendingar séu með gigt. I
öðru lagi er markmiðið að gera gigtar-
sjúklingum lífið bærilegra með því að
efla forvarnir eins og líkamsþjálfun og
rannsóknir. Það er álit vísindamanna
að það hilli undir lausn gigtargátunnar
ef gigtarrannsóknir verða verulega
efldar. Áætlað er að það myndi spara
þjóðarbúinu á bilinu 5 til 10 milljarða
ef gigt yrði fyrirbyggð. Auk þess myndi
stór hópur manna losna við ómældar
þjáningar.
Kynningarefni
Fyrra markmiði norræna gigtar-
ársins er ætlunin að ná með víðtækri
fræðslu um gigt og hversu mikið vanda-
mál gigtarsjúkdómar eru bæði heilsu-
farslega og félagslega og hvernig má
fyrirbyggjahana. Frá áramótum hefur
verið unnið að því að koma fræðsluefni
á framfæri og verður því haldið áfram
fram að norræna gigtardeginum 19.
september í haust. I stórum dráttum er
staðið að því sem hér segir:
V eggspj aldi (sj á mynd) hefur verið
dreift vítt og breitt um landið þar sem
kynntar eru ákveðnar staðreyndir um
gigt. Birtareru vikulegafræðslugreinar
í Morgunblaðinu og í Ríkisútvarpinu
eru í gangi þættir sem byggðir eru á
viðtölum við sjúklinga og fagfólk en
þettatvennt hóf göngu sína í janúarlok
og verður haldið áfram fram á sumarið.
Gefið verður út sérstakt fræðslurit urn
gigt í júní og í samvinnu við VISA
Island var í marsmánuði sl. dreift
kynningarbæklingi urn Gigtarfélagið.
Tilgangur bæklingsins er að fjölga
félögum og safna styrktaraðilum og
reynaþannig að tryggjafélaginu stærri
tekjustofn og trey sta betur rekstur þess.
Frosti F. Jóhannsson.
Lokið er gerð 20 mínútna fræðslu-
myndar en jafnframt hafa verið klipptar
þriggja mínútna myndir úr henni. Ætl-
unin er að fá stuttmyndimar sýndar
eins oft og kostur er í sjónvarpsstöðv-
unum. Myndin skiptist í fjóra kafla.
Fyrst er almenn kynning á gigt, þá eru
tveir gigtarsjúkdómar kynntir, bein-
þynning og iktsýki. Seinni hluti
myndarinnar fjallar svo um forvarnir,
annars vegar mikilvægi líkamsþjálf-
unar og hins vegar gildi rannsókna.
Það efni sem hingað til hefur verið
sagt frá er einkum ætlað að höfða til
hinna fullorðnu, bæði almennings og
fagmanna. En það er einnig ætlunin að
ná til yngri kynslóðarinnar. Þannig
varð það að samkomulagi við
Menntamálaráðuneytið að fram færi
myndgerðarsamkeppni meðal 11 og
12 ára barna í grunnskólum landsins í
mars og apríl og af því tilefni var tekið
saman fræðsluefni fyrir þennan
aldurshóp og sent til skólanna.
Að síðustu verður reynt eftir því
sem tími gefst til að senda ýmsum aðil-
um bréf — m.a. ýmsum félagasamtök-
um — um gigtarárið og halda málþing
sem víðast.
Forvarnir — hópþjálfun
og rannsóknir
Hitt meginmarkmiðið sem unnið
verður að á norræna gigtarárinu ent
forvarnir. Gigtarfélagið hefur í hyggju
að skipuleggja hópþjálfun fyrir
gigtarsjúklinga, m.a. leikfimi í sal sem
yrði sérsniðin fyrir þá svo og þjálfun í
upphitaðri sundlaug. Ætla má að stór
hópur gigtarsjúklinga geti verulega
bætt líðan sína ef þeim yrði boðið
reglulega, allan ársins hring, upp á
slíka þjálfun undir handleiðslu
fagfólks.
Hugmyndinumhópþjálfun erm.a.
tilkomin vegna þess að ekki má gleyma
líðandi stund. Rannsóknir, sem hafa
það markmið að leysa gigtargátuna,
eru vissulega verðugt verkefni og í
þeim felst mikil fyrirhyggja. Hins
vegar er ljóst að þó komið verði í veg
fyrir gigt í náinni framtíð þá koma þeir
sem nú þjást af henni sennilega ekki til
með að njóta þess nema að litlu leyti.
Hópþjálfun hefur lítinn kostnað í
för með sér en með henni má sennilega
spararíki og einkafyrirtækjum töluvert
fé. Gigtarrannsóknir sem hafa það
markmið að fyrirbyggja gigt eru hins
vegar kostnaðarsamar. Aðstæður eru
um margt taldar ákjósanlegar hérlendis
til að stunda slíkar rannsóknir og alls
ekki fráleitt að skerfur okkar til lausnar
þeirrar gátu geti orðið verulegur. Þess
vegna ætlar Gigtarfélagið að safna
fé í sérstakan vísindasjóð á vegum
félagsins á norræna gigtardaginn,
þann 19. september n.k. og er ætlun-
in að nota sjóðinn til að stórefla
rannsóknir á gigt.
Fjármögnun verkefna
Ofannefnt kynningarstarf hefur
töluverðan kostnað í för með sér og
því hefurGigtarfélagiðleitað til ýmissa
aðila sem hafa skilning á mikilvægi
þeirra verkefna sem félagið vinnur að.
Fyrst er þess að geta að fjárveitinga-
valdið veitti félaginu stuðning sem
einkum er ætlaður til að mæta launa-
kostnaði þeirra aðila sem vinna að
framkvæmdum á gigtarárinu. I öðru
lagi hefur félagið fengið ýmiss fyrir-
tæki í lið með sér til að standa straum
af kostnaði, þ.e. veggspjaldinu,
fræðsluritinu, kvikmyndunum og
dreifingu kynningarbæklings. Mest
hafa þar lagt af mörkum Mjólkurdags-
nefnd, Lýsi h.f., Sparisjóður Reykja-
víkur og nágrennis og VISA ísland.
Það fer ekki á milli mála að sá mál-
staður sem GÍ vinnur að, nýtur skiln-
ings og velvildar og er það þakkarvert.
Frosti F. Jóhannsson.