Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1992, Síða 35

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1992, Síða 35
EITT LÍTIÐ AÐSENT BRÉF UM ALVÖRU LÍFSINS Efni. Varðar áður senda tilkynningu um vinnuslys mitt 26. ágúst sl. og bréf þitt um sama efni dags. 8. sept. f Eg vil nú leyfa mér að reyna að svara fyrirspurnum þínum og óskum um nánari upplýsingar varð- andi lið 3 í tilkynningu minni um slysið. Ég gef upp lélega skipulagningu sem orsök slyssins. Þú segir í bréfi þínu að ég verði að skýra þetta nánar og ég vona að eftirfarandi lýsing á atburðarásinni verði talin fullnægj- andi. Ég er múrari að mennt og hef lengi haft þá atvinnu ásamt sjómennsku og kokkaríi. Daginn, sem slysið átti sér stað, vann ég aleinn á þakinu á nýju kirkjunni. Þegar ég hafði lokið við verkið komst ég að raun um að ég átti u.þ.b. 200 kg af sementi afgangs vegna þess að ég vil alltaf eiga frekar í afgang en verða uppiskroppa með hlutina. I staðinn fyrir að bera pokana niður sjálfur í höndunum ákvað ég að fíra þeim niður í tunnu með hjálp blakkar, sem fest var efst á kirkjuturninum, sem er 15 metra á hæð. Eftir að hafa fest bandið niðri á jörðinni gekk ég upp á þakið, sveiflaði tunnunni út fyrir brúnina og kom sementinu fyrir í henni. Að því loknu fór ég aftur niður á jörðina og losaði bandið um leið og ég hélt fast í það til að tryggja mjúka og rólega lendingu þessara fjögurra sementspoka, sem í tunnunni voru. Eins og þú munt sjá í lið 2 í tilkynningunni var ég einu sinni einungis 60 kíló að þyngd, þegar ég var yngri og það hefur nú breyzt voðalega mikið. Vegna þess hve hissa ég varð við að verða skyndilega kippt upp í loftið missti ég sjálfsstillinguna og gleymdi að sleppa bandinu. Að sjálfsögðu þaut ég því af skyndingu upp eftir byggingunni unz ég sá þúst nokkra þjóta á móti mér af ógnarhraða. Mættumst við tunnan allharkalega á miðri leið og er það skýringin á höfuðkúpu- og viðbeinsbrotinu ásamt minni háttar meiðslum öðrum, sem ég hef nefnt í 3ja hluta tilkynningar minnar um slysið. Eftir þessa seinkun á för minni upp á við hélt ég upprisu minni áfram með vaxandi hraða á nýjan leik og stoppaði ekki fyrr en 2 fyrstu liðir vísifingurs og löngutangar hægri handar minnar sátu fastir inni í blökk- inni, sem bandið gekk í gegnum. Til allrar hamingju hélt ég þó sjálfsstill- ingu minni og tókst að hanga fastur á bandinu, þrátt fyrir sársaukann, sem af öllum þessum hörmungum leiddi. En tunnan með sementinu skall til jarðar um leið og ég heilsaði upp á blökkina og losnaði þá botninn úr henni. Þegar ekkert var eftir, sem hélt pokunum innan borðs vóg tunnan aðeins 20 kíló. Ég minni aftur á þyngd mína sbr. 2. lið. Eins og þú sjálfsagt getur gert þér í hugarlund sagði nú þyngdaraflið til sín og lagði ég því af stað niður á við á nýjan leik með vaxandi hraða. A sömu slóðum og fyrr mætti ég tómri tunnunni sem varað sjálfsögðu í öfugri stefnu við mig eins og fyrri daginn. Það skýrir margar mölbrotnar tennur, öklabrotin tvö og allar aðrar skrámurnar á fótum og sitjanda mínum. Hér snerist þó lukkan loksins á mittband, því áreksturinn við tunnuna virðist hafa haft það í för með sér að ég hægði svo á mér að ég skall ekki nærri eins harkalega niður í sementshauginn og ella hefði orðið. Þess vegna brotnuðu aðeins 3 hryggjarliðir í lendingunni. Því miður verð ég að bæta við í lýsingu mína að þar sem ég lá þarna í haugnum í sárum mínum án þess að vera fær um að hreyfa mig og sá aðeins heiðan himininn og kirkjuturn- inn fyrir ofan mig, þá tapaði ég aðeins einbeitingunni og sleppti bandinu með þeim afleiðingum að tunnuskömmin kom nú niður á við með ógnarhraða og rakst að lokum á mig liggjandi innan um grjót og sement. Olli þetta brjóstsköðum þeim, er ég lýsi í 4. lið tilkynningarinnar þar sem hæst ber 10 rifbeinsbrot og afskræmingu á andliti mínu, einkum nefi og kjálkabeinum, sem fóru bæði úr liði, eins og ég nefndi í 4. kafla 2. tölulið í fyrri skýrslu minni. Eftir allt þetta ólukku stand er ég orðinn gjörsamlega óvinnufær og metinn sem 93% öryrki og verð því að reiða mig á að komast sem fyrst inn í greiðslukerfi Tryggingastofnun- arinnar. Því er þess óskað að umsókn mín um örorkubætur verði sem fyrst tekin fyrir og afgreidd í samræmi við núverandi ástand og þann rétt, sem það veitir. Virðingarfyllst. N.N. Þessi gamansama frásögn af alvarlegum áföllum er hin ágætasta til hirtingar hér, því engir kunna betur að taka gamni sé það grœskulaust, en einmitt þeir sem íýmislegt hafa ratað. Þetta mun vera þýtt og vona ég lesendur megi mœtavel njóta. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.