Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1992, Page 36
Uthlutun Framkvæmdasjóðs fatlaðra
Úthlutun úr Framkvæmdasjóði fatlaðra fór fram í
kringum mánaðamótin marz—apríl af hálfu
Stjórnarnefndar um málefni fatlaðra. Til úthlutunar
voru samtals um 340 millj. kr. en til viðhaldsverkefna
var skilin eftir upphæð — rúmar 60 millj. Um
úthlutunina urðu miklar umræður eins og venjulega og
sýndist sitt hverjum um einstakar upphæðir, einstök
svæði og verkefni. Eitt mun nokkuð öruggt: Enginn
mun alánægður með sitt hlutskipti og heldur ekki
fulltrúar í Stjómarnefnd, sem ævinlega reyna að komast
að sameiginlegri niðurstöðu fremur en gera ágreining
um einstök atriði, vitandi vel að fenginni reynslu, að
ráðherrar eiga síðasta orðið og um leið ákaflega mikinn
íhlutunarrétt um úthlutun einkum auðvitað
félagsmálaráðherra. Úthlutun einkennist auðvitað
einnig mjög af því, hversu vel hefur til tekist um
stöðugildi til rekstrar og sjaldan meir en nú einmitt af
völdum þess mikla sparnaðar og niðurskurðar, sem nú
eru í hávegum hæstir. Ugglaust mun landsbyggðarfólki
þykja sinn hlutur rýr nú miðað við Reykjavík og
Reykjanes, en milli ára hljóta alltaf að vera mismunandi
áherzlur og litið til höfðatölureglunnar frægu mun
máske ekki halla eins á landsbyggðina og tölur segja til
um. En allar hugleiðingar nú þjóna litlum tilgangi og
ekki er ritstjóri frekar en aðrir að firra sig ábyrgð á
endanlegum tölum Hins vegar hefði hann viljað sjá
öllu úthlutað um leið og lét bóka sérvizku sína í þeim
efnum. Sömuleiðis er hann að sjálfsögðu misánægður
með einstakar tölur, en það munum við örugglega vera
öll sem að úthlutun stóðum.
Hér koma svo tölurnar — svart á hvítu.
1) Sérverkefni félagsmálaráðuneytisins:
Hólaberg 86.............................17.0 millj.
Greiningar- og ráðgj.st................. 0.8 —
Leikfangasöfn........................... 3.5 —
Eldvarnir............................... 2.0 —
Framlag í Glit.......................... 4.0 —
Kannanir................................ 2.5 —
19. greinin............................. 1.5 —
Starfsþjálfun fatlaðra.................. 2.0 —
Atvinnumál einhverfra................... 0.8 —
Úrræði fyrir geðfatlaða.................10.0 —
2) Sérverkefni menntamálaráðuneytis:
Búnaður og tæki......................... 6.0 —
3) Reykjavíkursvæði:
Sambýli Blindrafélags................... 4.5 —
íþróttafélag fatlaðra................... 0.5 —
Styrktarfél. vang. Lyngás............... 3.0 —
Styrktarfél. vang. Þykkvibær 1 ......... 3.2 —
Sambýlaskipti v. Njörvasund.............12.0 —
Sambýli fjölfatlaðra.................... 8.0 —
Sambýli óstaðsett.......................20.0 —
Sambýli óstaðsett.......................20.0 —
Heimili MS-félagsins.................... 5.0 —
Heimili heilaskaðaðra Grensás..........11.0 —
Safamýrarskóli: Lóð.................... 2.0 —
Safamýrarskóli búnaður................. 1.5 —
4) Reykjanessvæði:
Hæfingarstöð Suðumesjum................20.0 —
Skammtímavistun Kópavogi...............20.0 —
Sumardvalarheimili Þroskahj............ 2.0 —
Lyfta í Hamraborg...................... 1.5 —
Skálatún — hjálpartæki................. 0.3 —
Örvi búnaður........................... 0.5 —
Kópavogshæli — endurb.................. 9.5 —
Reykjalundur........................... 3.0 —
5) Vesturland:
Sambýli Borgarnesi.....................10.5 —
6) Vestfirðir:
Þjónustuíbúðir Bolungarvík............. 1.8 —
Húsnæði geðfatlaðra.................... 8.0 —
7) Norðurland vestra:
Sambýli fyrir fjölfatlaða..............10.0 —
Gauksmýri............................. 0.65 —
Dagvist Siglufirði..................... 0.5 —
Visth. f. fötluð börn:
Sauðárkróki............................ 2.0 —
Húnavöllum............................. 2.0 —ath.
Sérkennslubúnaður...................... 1.2 —
8) Norðurland eystra:
Framkvæmdir v. Sólborgar............... 8.5 —
Plastiðjan Bjarg....................... 5.5 —
Sambýli húsbún......................... 2.0 —
Sambýli fjölf.......................... 2.0 —
Húsb. f. atferlistrufl................. 0.3 —
9) Austurland:
Þjálfunar- og ráðgjafarmiðstöð......... 7.5 —
10) Suðurland:
Hús fyrir fjölfatl.....................10.0 —
Lóð hæfingarstöðvar.................... 3.0 —
......................................Alls: 272.050
Eftir standa því rúmar 69 millj. til viðhaldsverkefna, sem
úthlutað mun síðla í maí, ef að líkum lætur.
Um þetta skulu ekki fleiri orð höfð nú, en á það bent enn
einu sinni að allar þessar tölur eru fengnar með samkomulagi
í lokin, þó öll myndum við hafa kosið að hafa ýmsar þeirra á
annan veg. En þá hefðum við líka þurft að hafa ólfkt meira fé
handa á milli s.s. raunar lög standa til, en aldrei hafa verið að
fullu efnd. Það væri efni í aðra grein, sýnu lengri og ítarlegri.
Ath. Þessar þrjár fjárveitingar munu ekki vera staðfestar af
félagsmálaráðherra, enda óljóst um alla framkvæmd.
H.S.