Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1992, Page 40

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1992, Page 40
Gripið niður í glögga skýrslu Skýrslur og fréttabréf einstakra aðildarfélagaÖyrkjabandalagsins berast gjarnan á borð ritstjóra og fær hann af þeim fróðleik nokkum og oft umtalsverðan. Fyrirframan hann liggurnú skýrsla frá stjóm Styrktarfélags vangefinna og kennir þar margra mætra grasa. Þar er í upphafi greint frá stjórn félagsins, sem hélt 10 stjómarfundi á árinu en auk þess héltframkvæmdaráð félagsins 11 fundi, enda sízt vanþörf á þeirri fundartíðni þegar fram kemur að hve mörgu er hugað. Hins vegar kemur í ljós að starfsmenn á skrif- stofu félagsins eru áfram jafnmargir og undanfarin ár þrátt fy rir stóraukin umsvif árlega. Geri aðrir betur. En í stjóm nú eru: Formaður: Magnús Kristinsson, varafor- maður: Hafliði Hjart- arson, gjaldkeri: Gunnlaug Emilsdóttir, ritari: PéturHaraldsson og meðstjórnendur: Davíð Kr. Jensson, Hörður Sigþórsson og Magnús Lárusson. Augljóst er af skýrslunni að félagið nýtur mikillar velvildar margra, m.a. er það glöggt af mörgum góðum gjöfum til félagsins. Það kemur einnig fram að fjölmargir einstaklingar sem hópar hafa fengið styrki frá félaginu aðallega til að afla sér aukinnar þekk- ingar erlendis eða kynnast viðhorfum annarra þjóða og sams konar samtaka ytra á ýmsan veg. Meðal styrkþega eru Perlan — leikhópurinn og Ösp — íþróttafélagið, en hvoru tveggja félögin hafa gert garðinn frægan. í skýrslunni er ítarleg greinargerð um hinar einstöku stofnanir Styrkt- arfélagsins, en þar er af ærinni gnótt að taka. Fyrst skal telja vinnustofuna Ás, sem starfrækt hefur verið í 10 ár. Þar voru að jafnaði 38 einstaklingar í 27 heilum stöðum og námu launa- greiðslur til þeirra nálægt 6 millj. kr. Þá er það Bjarkarás þar sem vistaðir eru nú 48 einstaklingar. Bjarkarás átti einmitt 20 ára afmæli 18. nóv. sl. og varþessminnztmeðveglegriafmælis- hátíð, sem um 300 manns sóttu. Næst er svo um Lækjarás getið en þar eru nú 34einstaklingar. Greinterm.a. frá því að sjúkraþjálfun hafi færzt alfarið inn á stofnunina og ráðinn hafi verið endurhæfingarlæknir á staðinn. Lækjarás varð 10 ára á árinu og 100 manna afmælisveizla haldin. Þar bar hæst gjöf vistmanna og einna foreldra, en vistmenn gáfu heimilinu 34 tré, sem gróðursett voru af for- eldrum sunnan við húsið þar sem fjöldi annarra trjáa gefnum af Mörtu og Pétri í Mörk hefur verið valinn staður. Enn kemur svo afmælishátíð en Lyngásheimiliðátti 30áraafmælisem haldið var veglega upp á í sól og sum- aryl, þar sem gestir voru um 100. Bömin í Lyngási eru 46 á aldrinum tveggja til tuttugu ára og biðl isti er því miður þar á bæ. Aldrei hafa fleiri heimsóknir góðra gesta verið á heimilið en í fyrra. Barnaheimilið Lækur, sem nú heitir leikskólinn Lækur hefur starfað farsællega í tvö og hálft ár. Þar eru nú 16 börn, 9 stúlkur og 7 drengir. Svo eru sambýlin talin upp hvert af öðru: Víðhlíð 11, Háteigsvegur 6, Sigluvogur 5, Blesugróf 29, Auðarstræti 15, Víðhlíð 5 og 7 og svo skammtímavistanir í Blesugróf 31 og Víðihlíð 9. Alls staðar er á glöggan háttgreintfrástarfsemihversheimilis og helztu viðburðum þar á árinu. Umhyggja, hlýja og jafnréttiskennd einkenna alla þessa skýrslugerð mjög rækilega. í kafla um fbúðir segir svo orðrétt: „Við upphaf ársins 1992 eru 16 verndaðar íbúðir á vegum Styrktar- félags vangefinna og hefur þeim íbúð- um, sem eru í umsjá félagsins fjölgað um þrjár á árinu. Félagið á sjö íbúðir, sex eru í eigu íbúanna sjálfra og Öryrkjabandalagið á þrjár íbúðir. í þessum fbúðum búanúna27einstakl- ingar.“ Svo mörg voru þau orð og sýna þau ásamt öðrum tilvitnuðum hér að fr aman hversu öfl- ug starfsemin er. Glöggtmásjáum- fang starfsem- innar á fjárlaga- tölum, en 1992 er Styrktarfélag van- gefinna með 178,5 millj. undir málaflokknum: Málefni fatlaðra. Að lokum kemur svo bein tilvitnun í skýrsluna frá Bjarkarási þar sem að nýjum þætti í starfseminni er vikið svo: „Skömmu fyrir afmælishátíðina var tekin fyrsta skóflustunga að 200 ferm. gróðurhúsi við heimilið. Þeim tilmælum hafði verið beint til gesta að framlög til gróðurhússins væru vel þegin í sambandi við afmælishátíðina. Margar peningagjafir bárust þennan dag og hafa fjölmargir velunnarar heimilisins stutt þetta framtak. Undirstöður hússins hafa verið steypt- ar og búið er að semja við Límtré h.f. um uppsetningu hússins og glerjun, sem ljúka á nú í vor. Húsið er teiknað á Teiknistofunni Óðinstorg sf. Með tilkomu gróðurhúss við stofnunina hefst nýr þáttur í starfsþjálfun vist- manna, sem við hlökkum til að takast á við.“ Það er margt gróðurhúsið og fjölbreyttur gróðurinn sem hlúð er að hjá Styrktarfélagi vangefinna. Heill og farsæld fylgi þeim áfram í öllu starfi. H.S.

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.