Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Page 6

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Page 6
staðið sig með stakri prýði. Nú væri að snúa sér að vinnustöðum banda- lagsins af fullum krafti, útvega þar ný verkefni og auka við önnur. í smíðum væri reglugerð fyrir vinnustaðina. Vænti þess í lokin að unnt yrði sem fyrst að flytja stjóm og framkvæmda- ráði góðar fréttir af rekstri vinnu- stofanna. Þá flutti Guðrún Hannesdóttir forstöðumaður skýrslu Starfsþjálfunar fatlaðra og er hún birt hér í heild fólki til fróðleiks um þessa farsælu starf- semi. á voru lagðir fram reikningar og fylgdi Eyjólfur Guðmundsson endurskoðandi þeim úr hlaði. Aðeins skal tæpt hér á örfáum tölum fólki til glöggvunar, en allir reikningar liggja frammi á skrifstofunni, ef fólk vill fræðast nánar. Fyrst varþað Starfsþjálfunfatlaðra en rekstrartekjur voru alls rúmar 8,6 milljónir kr. en rekstrargjöld rúmar 11.3 milljónir kr. Óreglulegar tekjur voru hins vegar 3,8 milljónir kr. og munaði þar mest um framlag Fram- kvæmdasjóð fatlaðra til tækjakaupa upp á 2 milljónir kr. og styrk frá Öryrkjabandalaginu að upphæð 1,1 milljón kr. Vinnustofur bandalagsins skiluðu samtals rekstrartekjum upp á tæpar 11.4 milljónir kr. Beinn launakostn- aður var upp á 13,8 milljónir kr. Rekstrartap varð samtals að upphæð um 12,1 milljón kr., en síðan kemur til styrkur frá Öryrkjabanda- laginu að upphæð 1 milljón kr. og svo framlag frá ríkinu upp á 5,6 milljónir kr. HjáHússjóði Öryrkjabandalagsins eru tölur eðlilega allmiklu hærri. Húsaleigutekjurerutæpar78milljónir kr. en gjöld, fyrningar og annar kostn- aður samtals um 75 milljónir kr. Hluti Hússjóðs af lottóhagnaði eru tæpar 111 milljónir kr. Til að sýna umfangið er svo rétt að geta þess að fasteignir í rekstri og smíðum námu um síðustu áramót tæplega 1,3 milljarði kr. Rétt er þá um leið að geta þess að skuldir vegna húsnæðislánanemaum615 milljónum kr. Þá var komið að reikningum Öryrkjabandalagsins en rétt að taka fram að allir þessir reikningar eru miðaðir við árið 1992. Gigtarfélagsmenn ásamt fleiru góðu Heildartekjur frá Islenzkri getspá námu tæpum 149 milljónum kr. og þar af var hlutur bandalagsins 48 milljónir kr. Helztu gjöld eru þessi: Rekstrargjöld námu samtals rúmum 14,3 milljónum kr., þar af eru laun og launatengd gjöld tæpar 7,3 milljónir kr. Styrkir til aðildarfélaga á árinu námu samtals 4,25 milljónum kr. og styrkir til annarra 6,8 milljónum kr., enhæstuliðirþareru:Framlög’91 og ’92 til Sjóðs Odds Ólafssonar 2 milljónir kr., framlag til Starfsþjálf- unarfatlaðra 1,1 milljón kr., framlag til vinnustofanna 1 milljón kr., til samstarf sins við Þroskahj álp fóru 960 þúsund kr., til íþróttasambands fatl- aðra400 þúsund kr. og til Bréfaskólans 300 þúsund kr. Þá er að Fréttabréfinu komið en það kostaði rúmar 4,2 milljónir kr. Þar nemurprentunrúmum2,l milljónum kr., pökkun og burðargjöld rúmum 1,2 milljónumkr., setning, umbrot og frágangur 440 þúsundum og hljóðsnældur fyrir blinda tæpum 330 þúsundum kr. Allir þessir reikningar voru svo bornir undir atkvæði fundarfólks og þeireinrómasamþykktir. Síðasti liður fyrir matarhlé var svo skýrsla sam- vinnunefndar ÖBÍ. og Þroskahjálpar sem Helgi Hróðmarsson flutti. Hann hefur í síðasta Fréttabréfi gert hina prýðilegustu grein fyrir þessu umfangsmikla starfi, en þess aðeins getið hér hverjir sátu í samvinnu- nefndinni: Frá Þroskahjálp: Asta B. Þorsteinsdóttir, Hörður Sigþórsson og Svanfríður Larsen. Frá ÖBÍ.: Arnþór Helgason, Hrafn Sæmundsson og Ólöf Ríkarðsdóttir. Starfsmaður með sóma og sann er Helgi Hróðmarsson. Að loknum góðum hádegisverði í boði bandalagsins var gengið til kosninga. Fundarstjóri kynnti tilnefningar aðildarfélagannaístjóm bandalagsins til næstu tveggja ára en skrá um nýja stjóm er birt hér í Fréttabréfinu nú. Þá gerði framsögumaður uppstill- ingarnefndar, Jóna S veinsdóttir, grein fyrir störfum nefndarinnar og tillögum um fólk í framkvæmdaráð. I framboði til formanns voru Ólöf Ríkarðsdóttir og Arnþór Helgason. Formaður var kjörinn: Ólöf Ríkarðs- dóttir. Aðrir í framkvæmdastj óm voru sjálfkjömir þar sem ekki komu aðrar uppástungurenfráuppstillingamefnd: Varaformaður: Haukur Þórðarson, ritari: Þórey J. Ólafsdóttir, gjaldkeri: Hafliði Hjartarson, meðstjómandi: Hafdís Hannesdóttir. Til vara í framkvæmdastjóm: Ólafur H. Sigur- jónsson, Elísabet A Möller og Hrefna Pétursdóttir. Endurskoðendur voru kjörin þau: Vigfús Gunnarsson og Helga Einarsdóttir. Að kosningum loknum kvöddu nokkrir sér hljóðs, árnuðu nýjum formanni allra heilla og þökkuðu fráfarandi formanni mikið og gott starf og ánægjulegt samstarf. Nýkjörinn formaður þakkaði sér sýnt traust og kvaðst hlakka til að starfa með nýrri stjórn svo og starfsfólki. Þá

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.