Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Side 7

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Side 7
urðu nokkur skoðanaskipti um hversu æskileg stjórnunaraðild fagfólks væri í samtökum fatlaðra og sýndist sitt hverjum. Undir liðnum: Önnur mál kynnti Guðríður Ólafsdóttir nokkrar tillögur frá framkvæmdastjórn Sjálfsbjargar til stjórnar bandalagsins og verður annars staðar greint frá afgreiðslu þeima. Hafdís Hannesdóttir greindi frá undirbúningnum að norrænni kvennaráðstefnu á næsta ári og hvatti til sem virkastrar þátttöku sem flestra í þeim undirbúningi. Halldór S. Rafnar bar upp svo- hljóðandi tillögu sem samþykkt var einróma, en meðflutningsmaður hans var Aðalsteinn Steinþórsson. „Aðalfundur Öryrkjabandalags íslands mótmælir harðlega þeirri síendurteknu tilhneigingu stjómvalda, einstakra ráðherra og embættismanna, að taka ákvarðanir í mikilvægum málefnum fatlaðra án þess að hafa samráð eða samstarf við forystumenn öryrkja í viðkomandi málum, sam- anber fyrirhugaðan flutning Blindra- bókasafns Islands úr félags- og þjón- ustumiðstöð blindra og sjónskertra“. Að loknum þessum lið hófst málþing um þjálfun fatlaðra barna og verður nánar frá því greint annars staðar. í lok málþingsins kvaddi Karl S teinar Guðnason nýskipaður forstj óri Tryggingastofnunarríkisinssérhljóðs, þakkaði boðið á málþingið og óskaði eftir sem nánustu samstarfi við samtök fatlaðra. Á erfiðum tímum yrði að vera enn betur vakandi um réttindamál fatlaðra og tryggja það að málefni þeirra yrðu ekki útundan. Árnaði bandalaginu allra heilla. Nýkjörinn formaður, Ólöf Ríkarðsdóttir, sleit svo fundi og málþingi um leið með stuttu ávarpi, þakkaði starfsmönnum fundarins svo og fyrirlesurum, bauð Karl Steinar velkominn til starfa og vænti góðs samstarfs við hann. Þakkaði fólki góða fundarsetu og lauk svo þessum aðalfundi um kl. 16.30. H.S. Námssjóður Sigríðar Jónsdóttur Nú hefur verið staðfest í dómsmálaráðuneytinu skipulagsskrá fyrir Námssjóð Sigríðar Jóns- dóttur, sem er í eigu og vörzlu Öryrkjabandalags Islands. Svo sem getið var í 2. tbl. 5. árg. Fréttabréfs ÖryrkjabandaIagsi ns lét frú Sigríður Jónsdóttir Melhaga 6 hér í borg eftir sig erfðaskrá, þar sem hún arfleiddi Öryrkjabandalag íslands að húseign sinni, sem reyndist að söluandvirði um 6,5 millj. kr. Þessari höfðinglegu gjöf fylgdu allnáin fyrirmæli um hversu nýta skyldi og er þeim fyrirmælumfylgtnákvæmlegaískipulagsskránni. Verður hér gerð stuttlega grein fyrir helztu atriðum skipulagsskrárinnar: Námssjóðurinn er að stofnfé 6,5 millj. kr. og skal ávaxtast með hagkvæmasta hætti. Til úthlutunar styrkja má aðeins verja vaxtatekjum, öllurn eða að hluta, því höfuðstóll skal óskertur standa. Sjóðurinn er eign Öryrkjabandalagsins. Tilgangurinn er að veita styrki til öryrkja til hagnýts náms, verklegs eða bóklegs, svo og til náms í hvers konar listgreinum. Einnig er heimilt að styrkja þá sem sérhæfa vilja sig til starfa í þágu þroskaheftra. Fyrstu stjórn skipa 3 menn til þriggja ára: Tveir tilnefndirafÖryrkjabandalagi íslands ogeinn af félagsmálaráðuneyti. Að þremur árum liðnum skipar stjórn ÖBÍ. sjóðsstjórn. Úthluta skal úr sjóðnum einu sinni á ári og skal miða við að úthlutunardagur sé 11. júní, sem er fæðingardagur Sigríðar. f fyrsta skipti skal úthluta úr sjóðnum árið 1995. Þetta eru höfuðatriði skipulagsskrárinnar og af henni ljóst að í framtíðinni getur sjóðurinn að verulegu gagni komið fyrir þá sem þar eiga umsóknarrétt. Oft getur slíkur styrkur haft úrslitaáhrif um það, hvort viðkomandi getur ráðist í tiltekið nám. Af hálfu Öryrkjabandalags íslands eru enn og aftur færðar einlægar þakkir fyrir rausn hinnar látnu sómakonu, sem einmitt lét sér svo annt um málefni þessi. Megi gjöf hennar verða mörgum giftugjafi í framtíðinni, því þá er hennar markmiði fyllilega náð. H.S. Eftirmáli: Formaður Öryrkjabandalagsins gat rækilega um sjóð þennan og hina rausnarlegu gjöf Sigríðar í ársskýrslu sinni. Færði þar fram alúðarþakkir bandalagsins. Stjórn sjóðsins skipa: Hafliði Hjartarson form., Helgi Seljan og Margrét Margeirsdóttir, sem er fulltrúi félagsmálaráðuneytis í stjóminni. n FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.