Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Page 10

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Page 10
brautir víðs vegar um borgina. Þessir hljóðvitar hjálpa sjónskertu fólki að átta sig á því hvar gangbrautir eru og flýta umferð þess ótrúlega mikið. Þá skapa hljóðvitamir mikið öryggi. Þrátt fyrir þau orð sem ég hef látið falla um Islendinga í greinarkomi þessu verður að segjast sem er að sumir þessara hljóðvita hafa ekki fengið að vera í friði fyrir skemmdarvörgum og á þetta einkum við um hljóðvitann á horni Stakkahlíðar og Miklubrautar sem er í námunda við Blindraheimilið að Hamrahlíð 17. Þessi hljóðviti hefur verið eyðilagður hvað eftir annað og veldur það sjónskertu fólki sem á leið um óendanlegum erfiðleikum. Eitt mikilvægasta hagsmunamál blindra er áreiðanlegt strætis- vagnakerfi. Liður í þjálfun blindra er að kenna þeim að nýta sér strætis- vagna. Áður fyrr kölluðu bifreiðar- stjórar upp biðstöðvar en um miðjan 8. áratuginn var því hætt. Þrátt fyrir mótbárur blindra og eindregin tilmæli hefur þessi þjónusta ekki verið tekin upp. Blindur maður sem ferðast með strætisvagni biður bílstjóra oftsinnis að gera sér viðvart þegar ákveðnum áfangastað er náð. Hann situr hins vegar í stöðugri spennu yfir því hvort bílstjórinn muni eftir þessu. Einfald- asta lausnin á þessu vandamáli og sú sem engan skaðar, væri sú að strætis- vagnastjórar kynntu biðstöð skömmu áður en vagninn kemur að henni. Þannig væri miklu álagi létt af mörgum farþegum. Vafalaust hefur nokkuð dregið úr því að blint fólk noti strætisvagna vegna þess hvað ferðirnar eru strjálar. Eitt af helstu hagsmunamálum not- enda hvíta stafsins eru því tíðari ferðir Dagur hvíta stafsins var haldinn hátíðlegur föstudaginn 15. október sl. Blindrafélagið stóð fyrir hópgöngu þennan dag frá Hlemmi niður á Aust- urvöl 1 til að vekj a athy gli á hvíta stafn- um og þýðingu hans fyrir blinda. Þátttaka í göngunni var hin ágætasta - nokkur hundruð manns gengu alla leið. Hinn góðkunni fjölmiðlamaður, Hermann Gunnarsson, gekk „blindur“ með hvíta stafinn alla leið og lýsti svo reynslu sinni af því í fjölmiðlum og vakti þannig enn meiri athygli á málefninu. Göngufólk safnaðist svo saman áHótel Borg að aflokinni góðri gönguferð og fékk sér hressingu. Var þar mikil þröng á þingi. í tilefni dagsins var vel gerður og vandaður þáttur í sjónvarpinu auk strætisvagna. I greinarkomi þessu hefur verið drepið á nokkur atriði sem snerta not- endur hvíta stafsins. Vonandi verða þessi skrif til þess að opna augu ein- hverra fyrir þörfum þeirra vegfarenda sem eru sjónskertir eða blindir. Aukin tillitssemi skaðar engan en getur aukið frelsi margra. Arnþór Helgason allrarannarrarumfjöllunarummálefni blindra s.s. greinaskrif í blöðum bám bezt vitni um. B lindrafélagið gaf út sitt glæsilega ársrit, Blindrasýn og dreifði því víða m.a. í þeim tilgangi að leita fleiri styrktarfélaga fyrir Blindrafélagið. Mun sú söfnun hafa skilað félaginu allgóðum árangri. I þessu blaði hér er einmitt nú að finna bæði fróðlega og skemmtilega grein um hvíta stafinn og notagildi hans eftir Arnþór Helgason fv. formann Öryrkjabandalagsins. Blindrafélaginu er árnað allra heilla með sitt ötula starf og árang- ursríkan dag. H.S. Dagur hvíta stafsins Opið hús hjá MS-félaginu Veglegt afmælisrit Eins og greinilega var getið um í síðasta tölublaði Fréttabréfsins þá er MS félag íslands 25 ára á þessu senn liðna ári. Mánudaginn 20. sept. sl. bauð svo félagið til hinnar herlegustu veizlu, hafði opið hús í dagvist sinni að Álandi 13. Þangað kom mikill fjöldi félaga og gesta með forseta Islands frú Vigdísi Finnbogadóttur í fararbroddi. Formaður félagsins Gyða J. Ólafsdóttir bauð gesti velkomna, minnti á aldarfjórðungssögu farsældar hjá félaginu og hvað framundan væri, þar sem nýja MS húsið bæri hæst. Arnþór Helgason, formaður ÖBI flutti ámaðaróskir bandalagsins og færði félaginu peningagjöf í tilefni afmælisins. Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri flutti heillaóskir og þakkaði félaginu vel unnin störf og hét áframhaldandi liðsinni ráðuneytisins við félagið. Jóhann Pétur Sveinsson færði hamingjuóskir frá Sjálfsbjörg - landssambandi fatlaðra — minnti á tengsl þessara tveggja félagasamtaka og fagnaði framtakinu nýja. Fullskipað var og vel það í Álandinu þennan dag og fólk horfði til fram- tíðar björtum augum. í tilefni afmælisins gaf MS félagið út ljómandi gott afmælisrit þar sem saman fóm fróðleikur um félagið, starf þess og áform, svo og læknisfræðilegar upplýsingar um sjúkdóminn, orsakir hans og afleiðingar. Um leið og við hér hjá ÖBÍ. árnum félaginu allra heilla og samfögnum þeim með árangursríkabaráttu viljum við líka þakka ánægjulegt samstarf áranna sem við vonum að félaginu hafi verið eitthvert hald í. H.S. 10

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.