Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Síða 18

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Síða 18
AVARP Asgerðar Ingimarsdóttur á afmælis- hátíð Landssamtaka hjartasjúklinga Eg fly t hér kveðjur og ámaðaróskir frá Öryrkjabandalagi íslands og formanni þess Amþóri Helgasyni, sem því miður gat ekki verið hér í dag. Gamalt máltæki segir að gott hj arta sé gulli betra og einhvernveginn er það svo að hjartað eryfirleitt tákn þess sem er gott og elskulegt. Hver man ekki eftir að hafa í skóla skrifað upphafsstafi þess útvalda og dregið hjarta í kringum það. Og það var talað um að þessi eða hinn hefði svo stórt hjarta að hann eða hún mætti ekkert aumt sjá. Þá var hjartað ekki einungis gott heldur stórt líka. I ævintýrunum var svo stundum talað um þá sem hefðu hjartað úr steini eða jafnvel ís en þau bráðnuðu nú ansi oft í lokin þegar þeir góðhjörtuðu komu til skjalanna. Og þá komum við aftur að því að gott hjarta sé gulli betra, en stundum er eins og það séu ekki allir sammála því og þá er ég nú svona dulítið að hugsa um skömmtun og sparnað t.d. á hjartadeildum sjúkrahúsanna. Mér finnst stundum að þá sé búið að snúa máltækinu okkar við og gullið orðið betra. Landssamtökhjartasjúklingaeru 10 ára um þessar mundir. Það er kannski ekki langur aldur í sögu eins félags en samtökin hafa afrekað miklu síðan þau geystust fram á völlinn. Samtakamáttur sjúklingahópa og styrktarmeðlima þeirra er mjög sterkur. Það hefur svo oft sýnt sig í tímans rás. Verður manni þá hugsað til Samtaka berkla- og brjósthols- sjúklinga, sem er eitt af stofnfélögum Öryrkjabandalagsins og Landssamtök hjartasjúklinga eru nú aðilar að. Það fjölgaði umtalsvert í Öryrkja- bandalagi Islands þegar þessi stóru samtök genguíSÍBSogviðfögnuðum því að þessi hópur gekk til liðs við okkur. í Öryrkjabandalaginu eru nú nítján félög með um 15 þúsund félagsmönnum. Anæstaaðalfundi 16. þ.m. bætast að öllum líkindum tvö Ásgerður Ingimarsdóttir. félög í hópinn og þá fjölgar enn félagsmönnum bandalagsins. Þetta er því orðinn umtalsverður hópur þjóðfélagsins, sterkt afl sem vissara er fyrir landsyfirvöld að taka með í reikninginn þegar samið er um kaup og kjör. Eg er ekki beinlínis að hóta framboði en bara svona að minna á að þessi hópur er stór og öflugur þegar allir standa saman. Sný ég mér þá að öðru nokkuð óskyldu máli. I nefndri ferð minni til Skotlands á dögunum var mikið rætt í öllum fjölmiðlum um 57 ára mann, semléztúrkransæðasjúkdómi. Komið hafði í ljós að læknar höfðu neitað honum um aðgerð, þar sem hann reykti og mikill biðlisti hafði myndast. Mér virtust skoðanir í fjölmiðlum skiptast nokkuð um aðeraðalsmerki hvers þjóðfélags að sjá til þess að þeir sem minnst hafa séu ekki settir hjá þegar verið er að skipta hinni landsfrægu þjóðarköku. Það verða allir að standa vörð um velferðina og ekki eingöngu hugsa um sjálfa sig og hvað þeir beri úr býtum. En til þess þarf víðsýni og framtak allra dugandi manna og kvenna. Við íslendingar erum fræg fyrir að hjálpa öðrum þjóðum í neyð en við megum ekki gleyma okkar eigin ranni og ekki hugsa sem svo að hinir geti leyst þennan vanda. Ég minntist áður á samtakamáttinn og hversu miklu er hægt að áorka með honum. Það er verðugt verkefni Samtaka hjartasjúklinga að halda áfram á þeirri braut sem þeir þegar hafa markað að taka höndum saman við aðra öryrkja og þrýsta á að það velferðarkerfi sem við höfum búið við verði ekki minningin ein. Að svo mæltu flyt ég enn á ný árnaðaróskir til ykkar dugmiklu samtaka og óska ykkur alls hins besta á ókomnum árum. Á. I. réttmæti slíkra ráðstafana. Á málþingi um forgangsröðun í heilbrigðiskerf- inu, haldið á vegum siðfræðiráðs Læknafélags Islands, koma fram í aðalframsöguerindi svipuð sjónarmið og var þar gefið skýrt í skyn að sjúklingar verði útilokaðir frá hjartaaðgerðum, þegar þeir verði komnir yfir vissan aldur. Þá er talið útilokað að veita hátæknilega þj ónustu Sigurður Helgason form. Landssamtaka hjartasjúklinga: Kafli úr hátíðarræðu

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.