Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Síða 19

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Síða 19
10 ÁRA AFMÆLI LSH. Formaður í ræðustól. Landssamtök hjartasjúklinga héldu myndarlega og hátíðlega mjög upp á 10 ára afmæli sitt 10. okt. sl. Afmælishátíðin var haldin í Perl- unni og sóttu hana mörg hundruð manns. Það var Sigurður Helgason for- maður samtakanna sem setti hátíðina og flutti fróðlega og ágæta ræðu þar sem hann rifjaði upp tildrög stofnunar, helztu baráttumál og ávinninga sam- takanna og hvað helzt væri framundan. Hann greindi þar m.a. frá inngöngu samtakanna í S.I.B .S sem um leið hefði tryggt þeim aðild að Öryrkjabandalagi íslands, sem hann kvað samtökunum mjögþýðingarmikla. Hannfól svo Jóni Júlíussyni stjórn samkomunnar. Guð- mundur Árni Stefánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra flutti ávarp og árnaðaróskir til samtakanna og hét góðu samstarfi um úrlausn hinna ýmsu viðfangsefna sem framundan væm. Þá flutti ávarp Ingólfur Viktorsson skrifstofustjóri samtakanna sem færði Önnu J. Cronin alúðarþakkirallraþeirra mörgu sem hún hefði aðstoðað svo einstaklega vel liti í London, en Anna var heiðursgestur samtakanna á hátíðinni. Ingólfur færði henni gjöf og blóm vönd fagran frá samtökunum sem Anna þakkaði innilega. Var henni klappað lof í lófa og ljóst af öllu að fórnfúst og óeig- ingjarnt starf hennar hafði reynzt miklum fjölda fólks ómet- anlegt. Síðan þágu gestir góðar veitingar í boði samtakanna og undir borðum söng Bergþór Pálsson nokkur lög við und- irleik Jónasar Þóris og fékk verðskuldað lófatak að launum. Ljúf tónlist ÁrnaElfars mætti gestum við komuna og kvaddi þá við brottför. Eftir kaffidrykkju fluttu gestir ávörp og heillaóskir: Haukur Þórðar- sonform.S.Í.B.S.fluttikveðjurS.Í.B.S. sem fagnað hefði að fá þessi fjölmennu og öflugu samtök í sína fylkingu. Landlæknir flutti og heillaóskir og sömuleiðis Magnús Karl Pétursson yfirlæknir frá Hjartavernd. Ásgerður Ingimarsdóttir flutti ávarp af hálfu Örykjabandalagsins og er það birt hér í blaðinu. Sigurður Helgason sleit svo hófinu góða en grein eftir hann um hið þróttmikla starf samtakanna birtist hér í blaðinu síðar, en ræðukafli fylgir hér með. Geta má þess að á fyrstu hæð í Perlunni var haldin fjölbreytt sýning um þessar mundirþar sem ýmis félaga- samtök, fyrirtæki og stofnanir kynntu ýmsar vörur sínar eða starfsemi með miklum myndarbrag. Á meðal þeirra voru nokkur félög Öryrkjabanda- lagsins sem kynntu ýmislegt í marg- þættu starfi sínu. Héðan fylgja óskir um farsæld og lán til Landssamtaka hjartasjúklinga um framtíð alla. H.S. nema læknar leggi línurnar um forgangsröðun. Fyrirsjáanlegur er mikill spamaður í heilbrigðiskerfinu og má því gera ráð fyrir að ofangreind umræða sé aðeins á byrjunarstigi og margt fleira svipaðs eðlis komi fram síðar og ef til vill erum við aðeins að sjá toppinn á borgarísjakanum í þessum efnum. Við íslendingar stöndum ekki einir í umfjöllun um forgangsröðun, heldur fer hún fram hjáflestumöðrumþjóðum. Það erþví brýnt að hefja strax hreinskilnar umræður hér á landi og verða sjúklingasamtök að taka virkan þátt í þein'i stefnumótun. Annars fer hún fram án þeirra þátttöku. r Eg vil strax gera alvarlega athuga- semd við framangreind sjónar- mið. Rétt er að spurt sé, h vort umrædd forgangsröðun standist lýðræðislega hefð og hvort hún brjóti ekki gegn undirstöðum að kristilegu siðferðis- mati okkar. Það er eflaust umdeilan- legt, hvað sé kristilegt siðferðismat og gæti mér sem fleirum reynst erfitt að útskýra það, en vísa má beint til orða frelsarans um „að ekki þurfi heilbrigðir læknis við, heldur þeir sem sjúkir eru“. Hér má og nefna boðskap dæmisagnanna um miskunnsama Samverjann, bersyndugu konuna og týnda sauðinn. Ég tel brýna nauðsyn að sett verði lög um grundvallarréttindi sjúklinga og á þann hátt verði þeim tryggð rétt- arvernd í framtíðinni. Efni væntan- legra laga verða ekki rakin á þessu stigi málsins, enda þarf að fara fram rækileg undirbúningsvinna. Ég tel að ekki megi dragast, að sú vinna hefjist sem fyrst og vil hvetja öll sjúklinga- samtök, félög og einstaklinga, að veita þessu máli liðveislu. Sláum skjaldborg um velferðarkerfið og hefjum baráttu til sóknar, en ekki til skipulagslauss undanhalds, eins og áðurnefnd hel- stefna ber í skauti sér að minni hyggju. Stór hluti þjóðarinnar verður að sameinast í slíkri baráttu og sýna með því mikla samstöðu. Leggja þarf það síðan fyrir stjórnmálaflokkana, hvoit þeir vilja styðja framgang sliks Iaga- frumvarps á Alþingi fyrir næstu alþingiskosningar. Með framan- greindum aðgerðum er ekki verið að berjast gegn sparnaði í heilbrigðis- kerfinu og skipulagsbreytingum og því síður að krefjast þess að vonlausu lífi sé viðhaldið með tækjabúnaði. I þeim efnum treystum við læknum, sem bundnir eru af Hippokratesareiðn- um og hafa reynst traustsins verðir. Sigurður Helgason. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.