Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Síða 20

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Síða 20
Ólafur Ólafsson landlæknir: AÐ SYNDA OG SÖKKVA EKKI Svar landlæknis við grein „Að synda eða sökkva“, sem birtist í Fréttabréfi Öryrkjabandalags íslands 3. tbl. 1993. Hr. ritstjóri. Sú sjálfsagða regla ritstjóra, að gefa aðila þeim sem veist er að, tækifæri til að s vara í sama tölublaði og ásakanir birtast virðist ekki í heiðri höfð í blaði yðar. Mál það er Erna F. Baldvinsdóttir skýrði frá í síðasta blaði yðar þarf að leiðrétta. Rétt er að um var að ræða mjög erfitt mál ekki síst fyrir sjúklinga og aðstandendur. Hér var um að ræða eitt erfiðasta tilfelli sem rekið hefur á fjörur embættisins. Siðamáladeild Læknaráðstaldi aðeðlilegahafi verið staðið að rannsókn en vinnureglum hafi ekki verið fylgt. Meiri hluti Læknaráðs féllst á fyrri hluta ályktunar Siðamáladeildar en ekki á síðari hlutann, þ.e. taldi að venjulegum vinnureglum hefði verið fylgt. Landlæknir tók ekki þátt í afgreiðslu málsins í Læknaráði þar eð hann hafði fjallað um málið áður. í svari landlæknis kom fram að venjulegum vinnureglum hafi ekki verið fylgt og þess vegna hefði sjúklingur ekki verið vistaður á sjúkrahúsi til nánari rannsóknar. Þessi niðurstaða var aðal forsenda þess að sjúklingur fékk síðan bætur vegna meints tjóns. I bókum landlæknis kemur einnig fram að sjúklingi var ráðlagt að leita lögfræðiaðstoðar. Oneitanlega fannst mér því hallað réttu máli og að ósekju vegið að embættinu. I greininni er mjög dregið í efa hlutleysi Landlæknisembættisins varðandi málarekstur sjúklinga. Engin haldbær rök eru þó færð fyrir þessum ásökunum og vegna þessa óska ég eftir að eftirfarandi skýrsla um afgreiðslu embættisins sé birt. Fjöldi kvörtunarmála er berast embættinu eru milli 170-200 á ári. Það eru 70 mál á 100.000 íbúa en t.d. í S víþjóð eru þau 80 á 100.000 íbúa. Ef litið er á alvarleg mál þar sem kært er vegna meints líkamstjóns er fjöldi mála um 10 á 100.000 íbúa en í Svíþjóð eru þau um 14 á 100.000 íbúa og í Danmörku 8 á 100.000 íbúa. Gangur mála Allflest mál eru afgreidd af Landlæknisembættinu, oft eftir að embættið hefur leitað umsagna sérfræðinga. Af og til er leitað til erlendra sérfræðinga og í vaxandi mæli til íslenskra sérfræðinga er lokið hafa sérfræðinámi erlendis og búsettir eru þar. Ef málum sem Landlæknisembættið hefur afgreitt er vísað til Læknaráðs (Siðadeildarmál) víkur landlæknir sæti sem formaður ráðsins og tekur ekki þátt í afgreiðslu málsins. Slík málatilvísun er nú sjaldgæf eða um 1 -2 mál á ári. Aður fy rr var fleiri málum vísað til Læknaráðs, en eftir að Land-læknisembættið fékk starfsmann í 1/4 stöðu hefur embættið ráðið betur við þessi mál. Mál sem vísað er til Réttarmáladeildar Læknaráðs er aldrei fjallað um hjá embættinu en vísað óskoðað áfram til deildarinnar. Umsögn deildarinnar er síðan borin undir meðlimi Læknaráðs og afgreidd af ráðinu í heild. Rannsókn mála er tímafrek og er nauðsynlegt að embættið fái aukna stöðuheimild fyrir sérfræðing þ.e. í 50% stöðu, til þess að sinna þessum málum. Þess skal getið að Svíar telja að eitt Lex Maria mál (al varlegt mál) taki viku vinnu (40 klst.) en meðalafgreiðslutími er 18 mánuðir (SOU: 1989:80, Stock- holm). Afgreiðslutími Læknaráðs og landlæknis hefur styst mjög, t.d. eru öll mál frá 1991 nú afgreidd. Samantekt yfir aðgerðir Landlæknisembættisins frá 1981-1990: Flest mál eftir 1985 Læknamistök 71 Vafi 5 „Slysni“ 15 Sum mál urðu tilefni til að gerðar voru tillögur um reglugerðar-/lagabreytingu, meðal annars Slysatrygg- ingasjóð sjúklinga árið 1983 og innsýn sjúklinga í eigin sjúkál (brey ting á læknalögum). Enn fremur hefur embættið sett fram fjölmörg tilmæli um úrbætur um bætta þjónustu við sjúklinga sem séð hafa dagsins ljós, s.s.: Urbætur á fæðingarhjálp, slysa-, tannlækna- og augnlæknaþjónustu, bæklunarlækningum, þjónustu lýtalækna, skipulagi á biðlistum og innköllun sjúklinga, blóðþynningu og eftirlit með lyfjaávísunum lækna á eftirritunarskyld og róandi lyf og vaktþjónustu, t.d. í Reykjavík. Bætt þjónusta við áfengissjúka, erfiða fíkniefna- neytendur, geðfatlaða og stutt að betra þjónustuformi við geðsjúka fanga meðal annars með stofnun meðferðar- heimilis á Sogni. Embættið hóf baráttu fyrir stóraukinni Ólafur Ólafsson.

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.