Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Qupperneq 25

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Qupperneq 25
Hólmfríður Gísladóttir varaform. Alnæmis s amtakanna: Alnæmissamtökin, samtök áhugafólks um alnæmisvandann Samtök áhugafólks um alnæmis- vandannvorustofnuðó.des. 1988 og verða því fimm ára á þessu ári. Þar sem nafnið er óþjált í munni kýs stjórnin að nefna félagið Alnæmis- samtökin en nafninu verður breytt á næsta aðalfundi sem haldinn verður í febrúar næstkomandi. Samtökin hafa það á stefnuskrá sinni að auka þekk- ingu og skilning á alnæmi og styðja smitaða og sjúka aðstandendur þeirra. Félagsmenn eru 196. Innan Alnæmissamtakanna starfar Jákvæði hópurinn en það er sjálf- styrktarhópur fólks sem hefur smitast af HIV veirunni. Það erdraumurokkar að ná til allra þeirra sem smitast hafa og hjáipa fólki með aðstoð sálfræðings til þess að vinna úr því áfalli sem það fær við greiningu. Félagi úr Jákvæða hópnum mun greina nánar frá starfi hópsins í næsta Fréttabréfi. Alnæmissamtökin gefaútfréttabréf um alnæmismál fjórum sinnum á ári og er það hið eina sinnar tegundar á landinu. Það kemur út í 1000 eintökum og er dreift til félaga og stuðningsmanna, fjölmiðla, á heilsugæslustöðvar, biðstofur sjúkrahúsa, ungl- ingaheimili og stofnanir, til SÁÁ, þingmanna og borg- arfulltrúa. Fréttabréfið ílytur fréttir beint til smitaðra og er það eini miðill lands- manna sem gerir slíkt og stundar það með því það sem nefnast annars stigs forvarnir. Alnæmissamtökin hafa gengistfyrirfræðslufundum fyriralmenningogskólafólk víðs vegar um landið og félagsmenn og fulltrúi Jákvæða hópsins náðu t.d. á sl. vetri til 1200 ungmenna á Akureyri. Þá hafa félagsmenn einnig stundað kynningar á höfuðborgarsvæðinu og í fjöl- miðlum. Hólmfríður Gísladóttir. Alnæmissamtökin hafa rekið félagsmiðstöð í leiguhúsnæði á Hverfisgötu í Reykjavík í nokkur ár. Þar eru haldnir almennir félagsfundir, stjómarfundir og hópstarf fer þar fram. Auk Jákvæða hópsins koma aðstand- endur þar saman regluiega yfir vetur- inn. Alnæmissamtökin, Landsnefnd um alnæmisvarnir og Rauði kross Islands héldu á þessu hausti fjórðu námstefnu sína um alnæmismál undir heitinu „Alnæmi mitt á meðal okkar“ en þær hafa yfirleitt verið mjög vel sóttar. Er stefnt að því að þetta verði árlegur viðburður. Igegnumsamtökinhafafjölmargir sjálfboðaliðar starfað og mun það starf áreiðanlega vaxa og þörfin fyrir það aukast á komandi árum með auknum fjölda þeirra sem smitast af HIV veir- unni. Félagsmenn dreymir um að koma upp sveitum sjálfboðaliða til þess að styðja þá sem komnir eru með alnæmi, lokastig sjúkdómsins, á ýmsan hátt, ekki síst þá sem deyjandi eru. Alnæmissamtökin hafa engan fastan tekjustofn nema félagsgjöld 70- 80 greiðandi félaga, 1500 kr. á mann. Ymsir aðilar hafa stutt samtökin dy ggi- lega og sá stærsti hefur verið Kletta- útgáfan sem tileinkaði félaginu hluta af ágóða af sölu Nýju söngbókarinnar. Nú er því söluátaki lokið. Einnig hefur Rauði kross Islands styrkt samtökin dyggilega. Sótt hefur verið um styrki til starfseminnar til ríkis og Reykjavikurborg- ar og vonast stjórn samtak- anna eftir góðum undir- tektum til þess að hægt sé að vinna áfram kröftuglega að málefnum alnæmis- sjúkra og þeirra sem smitast hafa af HIV veirunni. Stjóm Alnæmissamtak- anna vonast eftir góðu sam- starfi við Öryrkjabandalag Islands og aðildarfélög þess. Það er t.d. Alnæmis- samtökunum mikilvægt að kynning á starfi og baráttu- málum þeirra sem smitast hafa af HIV veirunni geti nú birst í Fréttabréfi Öryrkjabandalagsins sem dreift er í nær 15 þúsund eintökum um land allt. Megi hið nýjaár, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa helgað málefnum tjöl- skyldunnar, verða öryrkjum Islands og fjölskyidum þeirra heillaríkt. Hólmfríður Gísladóttir. Af vettvangi starfsins. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.