Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Side 27

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Side 27
Grundvallarorsök þess ástands verður ekki rædd hér, enda nægar skýringar á lofti um þau efni á vettvangi stjórnmálanna, þótt æði misvísandi séu. Það, að mér hefur hér orðið svo tíðrætt um hin margnefndu frjálsu líknar- og styrktarfélög, á sér því einkum tvær höfuðástæður. 1) Hefðbundnar fjáröflunarleiðir hafa verið ýmiss konar merkja- og happadrættismiðasölur, sem eru mjög starfsfrekar og í versnandi efna- hag almennings ekki alltaf vel séðar. Maður getur þó vart annað en fyllst aðdáun yfir þolinmæði og þrautseigju þessa fólks, sem til okkar leitar, jafnvel þótt of lftinn árangur beri hverju sinni. Mun betri og oft árangursíkari hefur reynst sú aðferð að efna til fjáröflunarskemmtana og stöðugt þyrfti að huga að aukinni fjölbreytni íþeimefnum. Þörfinfyrir auknar framkvæmdir blasir hvar- vetna við. 2) í upphafi þessara orða minna minntist ég á hina almennu félagslegu deyfð. Um þá hlið mála má skrifa langt mál, um orsakir og afleiðingar. Frá verkalýðshreyfingunni heyrast áður óhugsandi tillögur um skipu- lagsbreytingar á öllu innra starfi m.a. til að mæta þeim vanda sem af deyfðinni og áhugaleysi einstaklinga óhjákvæmilega leiðir. Já, mun einhver vilja segja, en hér er ólíku saman að jafna. íverka- lýðsfélögunum er að stærstum hluta fullfnskt fólk sem daglega geturtekist á við sín vandamál, þegar meðlimir öryrkjafélaganna og styrktarfélaga þeirra eru með margvíslegum og oft ólíkum hætti hindraðir í þátttöku eðlilegs félagsstarfs. Þeir fy rrnefndu hafa sér til stuðn- ings, að undangenginni oft harðri baráttu, undirritaða kjarasamninga, þegar öryrkjar og velunnarar þeirra verða að sækja rétt sinn í umdeild laga- og reglugerðarákvæði. Hér verður ekki lagt mat á, hvort hefur gefið raunbetri og áþreifanlegri árangur. Þar verður hver, sem huga leiðir að málum þessara áhrifamiklu samtaka, að meta sjálfur íljósi reynsl- unnar. Oþarft er að bæta við þá afreka- skrá framangreindra samtaka til að leggja áherslu á þá þjóðfélagslegu nauðsyn hvað öryrkja- og styrkt- arfélögin áhrærir og að raunhæft mat fari fram á þegar unnum störfum þeirra og frjálsu framtaki. Hvers vegna ekki að koma þarna á fót föstu og skipulögðu samstarfi öryrkja og verkalýðssamtaka? Hvaða óyfir- stíganlegar hindranir ættu að geta komið í veg fyrir markvisst samstarf um að tryggja framhald þess, sem í dag er að unnið og til að tryggja framtíð umbjóðenda sinna, svo sem í mannlegu valdi stendur? Fullvirkja það afl, sem þegarerfyrirhendi inn- an samtakanna og beina því inn á þær brautir, sem liggja til sigurs í bar- áttumálum hvers tíma. Eggert G. Þorsteinsson fv. ráðherra og forstjóri T.R. BÓKARFREGN Lf omin er út á vegum ísafoldar- I ^prentsmiðju bókin: Þegar hugsjónir rætast með undirtitl- Bókin sem er prýdd 80 mynd- um er um 330 síður og allur frá- gangur til fyrirmyndar. inum: Ævi Odds á Reykjalundi. Höfundur og umsjónarmaður þessarar tímabæru bókar um Odd heitinn Ólafsson er svili hans Gils Guðmundsson rithöfundur og fyrrv. alþm. Guðrún Guðlaugs- dóttir blaðamaður á í bókinni allmörg viðtöl við samferðafólk Odds, en höfundur tók svo viðtöl við aðra. í bókinni er komið inn á fjöl- marga þætti í farsælli og árang- ursríkri baráttusögu Odds heitins, sagaReykjalundarfyrstu áratugina rakin náið og einnig er rækilega komið inn á hans rnikla starf fyrir Öryrkjabandalag íslands og Hús- sjóð þess svo og þingstörf hans, auk margs annars. Hér er um verðugan minnis- varða hins mikilhæfa forystu- manns að ræða sem öllum ætti að vera dýrmæt lesning, ekki síst þeim er láta sig mál öryrkja einhverju varða, enda rekur bókin helstu þætti þeirrar baráttusögu. Höfundurinn er nákunnugur persónunni og um leið snjall og vandvirkur rithöfundur og er það góð trygging fyrir glöggri heimild og afar læsilegri um leið. Það er okkur mikil ánægja að mega vekj a athygli á þessari merku bók um leið og við gleðjumst einlægiega yfirþví hversu vel mætri minningu Odds Ólafssonar eru gerð skil með bók þessari. Síðar mun Fréttabréfið gera bókinni greinarbetri skil svo sem verðugt er. H.S. Þegar hugsjónir rœtast Ævi Odds á Reykjalundi Gils Guðmundsson FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.