Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Side 28

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Side 28
Guðrún Hannesdóttir forstöðum.: Skýrsla Starfsþj álfunar fatlaðra Starfsþjálfun fatlaðra varð 5 ára í byrjun október á síðastliðnu ári og einkenndist árið nokkuð af því. Starfsárið hófst á því að haustið 1992 voru teknir inn 14 nemendur að vanda en þá voru fyrir 13 nemendur er fóru á 2. önn, alls voru því á haustönn 27 einstaklingar. Vegna veikinda gengu 3 úr skaftinu en 24 luku prófum í desember. I j anúar héldu þessir hópar áfram á 2. og 3. önn og í maí síðastliðn- um útskrifuðust 10 nemendur af 3. önn. Alls hafa þá frá upphafi útskrifast 67 einstaklingar frá Starfsþjálfuninni eftir eins og hálfs árs dvöl og um 80% nemenda þannig skilað sér í gegnum allar þrjár annirnar. I vor var tekið á móti umsóknum fyrir haustið 1993, þærreyndust verða liðlega fjörutíu um þau 14 sæti sem laus voru á fyrstu önn. Sá hópur eða reyndar 15 manns og þriðju annar hópur 13 manns hófu svo vetrarstarfið fyrsta september eða tuttugu og átta einstaklingar alls. Þetta er mjög blandaður hópur að vanda bæði hvað varðar fötlun og allan bakgrunn. Kenndir voru á síðasta ári 62 - 64 tímar á viku sem skiptust á tvo ti 1 fjóra hópa eftir greinum, hver nemandi var þá með 24 - 28 tíma á viku. Nokkrir sérkennslutímar hafa einnig verið veittir. Kennarar hafa ver- ið sex talsins fyrir utan forstöðumann með fjóra til tuttugu tíma hver. Öll hafa þau starfað hjá okkur í nokkur ár, reyndur og góður hópur. Náms- og starfsráðgjafi hefur síðastliðið ár verið til skrafs og ráðagerða fyrir fyrrverandi og núver- andi nemendur 4-6 tíma á viku. Þriðju annar nemendur fóru allir í starfskynningar og var hvarvetna vel tekið. Nú í vor fékkst styrkur úr sjóði til Starfsmenntunaríatvinnulífinuen sótt var í þann sjóð til að útbúa gögn, þýða handbók, undirbúa og standa fyrir Guðrún Hannesdóttir. námskeiði fyrir útskrifaða nemendur, nokkurs konar fjórðu önn þar sem þjálfuð yrði gerð atvinnuumsókna og annað er að atvinnuleit snýr og nem- endurfengju m.a. starfsþjálfunarpláss í fyrirtækjum til að spreyta sig og öðlast reynslu. Undirbúningur þessa tilraunanámskeiðs fór fram í vor og sumar en sjálft námskeiðið hófst í haust undir leiðsögn starfsráðgjafans og mun það standa fram í desember. Vonum við að framhald geti orðið af þessu starfi. Eins og áður sagði var síðastliðið starfsár afmælisár og haldið var uppá það með ýmsum hætti. 6. október, afmælisdaginn var opið hús fyrir nem- endur og kennara, gamla og nýja svo og aðra velunnara. Við það tækifæri færði stjórn Öryrkjabandalagsins Starfsþjálfuninni að gjöf málverk eftir Sól veigu Eggerz og kunnum við kærar þakkir fyrir. 8.-10. nóvember var í Starfsþjálf- un fatlaðra haldin sýning og námstefna um tölvur og fatlaða í samvinnu við Tölvumiðstöð fatlaðra. Bæði sýningin og námstefnan voru geysivel sótt. I mars var svo haldin árshátíð þar sem gömlum nemendum og kennur- um Skóla fatlaðra í Iðnskólanum, forvera okkar, var boðin þátttaka en í janúar voru 10 ár liðin frá því upphafi. Tyllidagar voru að vanda, þá var breytt útaf hefðbundinni dagskrá m.a. farið í heimsóknir t.d. útvarpshús- ið en fyrst og fremst boðin kynning á ýmsu semfólkhafðiáhugaáaðfræðast um t.d. framhaldsnám, starf ráðningar- stofa og svæðisskrifstofa, réttindamál og fl. og fengum við marga góða aðila í heimsókn. Ymislegt mætti tíunda úr félags- starfi nemenda, blaðaútgáfu, sem reyndar er einnig liður í kennslunni, ræðunámskeið, fjáröflun í ferðasjóð og utanlandsferð útskriftarhóps í vor svo eitthvað sé nefnt. Fyrir utan vetrarstarfið sem áður er lýst voru haldin grunnnámskeið í töl vunotkun, opin öllum fötluðum. Frá janúar fram í ágúst voru haldin 9 slfk námskeið alls um 60 þátttakendur. Styrkur fékkst hjá Starfsmenntasjóði félagsmálaráðuneytis til þessa nám- skeiðahalds. Eins og fram kemur f ársreikn- ingum Starfsþjálfunarinnar fyrir árið 1992 kostaði reksturinn það ár um 10.413.000, 8.500.000 fengust frá ríkissjóði auk um 150.000 kr. í námskeiðsgjöld. 2.000.000 vomveitt- ar úr Framkvæmdasjóði fatlaðra en stór hluti þess framlags er ekki nýttur fyrr en á þessu ári vegna endurnýj unar tækjakosts og annarsbúnaðar. 500.000 kr. fengust til tölvunámskeiðshalds úr Starfsmenntasjóði sem fyrr sagði en sá peningur kom þó ekki til ráðstöfunar fyrr en á þessu ári vegna þess hve seint hann var greiddur út. Öryrkjabandaiagið hefur enn sem fyrr brúað bilið í rekstrinum með því að greiða húsaleigu okkar. Aþessu ári eru 8.600.000 veittar á fjárlögumtil Starfsþjálfunarinnar auk 700.000 kr. úr Starfsmenntasjóði vegna atvinnulífsnámskeiðs sem áður var greint frá. Það er ljóst að enn sem fyrr munu endar vart ná saman en við unum þó þokkalega glöð við okkar hag, enda í góðri von um nýtt húsnæði

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.