Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Qupperneq 29

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Qupperneq 29
því þröngt er orðið um okkur. Við setjum traust okkar á góða bakhjarla, Öryrkjabandalagið og félagsmála- ráðuneytið en í stjórn Starfsþjálfunar- innar sem skipuð er af félagsmálaráð- herra eru tveir fulltrúar tilnefndir af Öryrkjabandalagi Islands og einn fulltrúi félagsmálaráðuneytisins. Ég vil nota tækifærið og þakka þeim, svo og starfsfólki Öryrkjabanda- lagsins fyrir gott samstarf á liðnu starfsári. Guðrún Hannesdóttir forstöðumaður Starfsþjálfunar fatlaðra. HLERAÐ í HORNUM Bóndi nokkur gisti eitt sinn á nágrannabæ og var saltfiskur á borðum um kvöldið. Er bóndi hafði snætt all vel segir hann allt í einu: „Ég ætla ekki að éta meira af þessum fiski. Ég kæri mig ekki um að míga undir af þorsta“. * Það bar til hjá feðgum sem höfðu sauðfjárbú, að hrútarnir siuppu til ánna nokkru fyrirfengitíma. Faðirinn átti orðið fáar ær, en hjálpaði samt til við hirðinguna, m.a. passaði hann hrútana. Syninum þótti ekki gott að fá fyrirmálsær og varð honum að orði, erhann sagði frá óhappinu: „Ja, föður mínum átti nú flestar ærnar, sem hann lembgaði sjálfur“. * Áðurfyrr varþað jafn algengt að fólk ætti hesta til að ferðast á eins og menn eiga bíla nú. Eitt sinn réðst kaupakona um tíma á sveitabæ, var hún kölluð Bogga. Kont hún eitt sinn til næsta bæjar á reiðhryssu góðri, sem hún átti, er hét Flóra. Þegar kaupakonan fór fylgdi bóndi henni áleiðis á hestum, og fékk þá að prófa hryssuna góðu. Lýsti hann því á þessa leið: „Það er góð meri Flóra, ég fylgdi Boggu út hjá Biskupshól og reið henni alla leið“. Uthlutun F ramkvæmdasj óðs fatlaðra Rétt þykir að birta hér úthlutun sjóðsins s.s. hún kom frá ráðherra félagsmála, en tekið skal fram að hún er ekki að öllu eins og stjórnarnefnd gekk frá henni árla á vordögum. Enn er óráðstafað allhárri upphæð sem nauðsynlegt er að taka afstöðu til nú á haustdögum svo nýtast megi sem mest og bezt, því víða eru verkefni til að vinna. Viðfangsefni: Þús kr. 1. Til viðhalds á stofnunum fatlaðra.......................54.100 2. Leikfangasöfn.............................................3.500 3. Svæðisskrifstofur, öryggisbúnaður, brunavarnir............8.000 4. Atvinnumál fatlaðra.......................................2.500 5. Styrkur vegna félagslegra íbúða...........................5.045 6. Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.......................750 7. Til kannana og áætlana....................................4.500 8. Til hönnunar á húsi f. Starfsþjálfun fatlaðra............ 1.500 9. Kostnaður vegna aðgengismála............................ 13.060 10. Bygging (sambýli og vinnustofa) Hólabergi 86 ........... 11.000 11. Bygging heimilis f. fjölfötluð börn Árlandi............ 25.000 12. Styrkur til MS-félagsins v. byggingar dagstofnunar.......5.000 13. Styrkur til Blindrafélagsins v/viðbygg. Hamrahlíð........6.000 14. Stofnkostnaður vegna sambýla Fannafold og Tindaseli.....4.000 15. Hæfingarstöð Keflavík....................................7.000 16. Kaup á sambýli í Kópavogi.............................. 18.000 17. Verndaður vinnustaður Akranesi.......................... 1.320 18. Verndaður vinnustaður Borgarnesi.......................... 170 19. Bygging heimilis f. fjölfatlaða Sauðárkróki............ 28.000 20. Sambýli Blönduósi - útskrift af Sólborg................ 15.500 21. Sambýli Húsavík - útskrift af Sólborg.................. 15.500 22. Bygging sambýlis fyrir fjölfatlaða á Akureyri.......... 28.000 23. Bygging vistheimilis fyrir böm á Selfossi.............. 16.500 24. Heimili og vinnustaður fyrir geðfatlaða Skaftholti..... 20.000 25. Kaup á húsnæði fyrir svæðisskrifstofu Suðurlands.........9.420 26. Þroskahjálp á Suðurnesjum - styrkur v/Lyngsels og til brunavama........................................ 1.263 27. Sólborg - sérdeild fyrir atferlistruflaða................2.900 28. Óráðstafað - félagslegar íbúðir (Þroskahjálp-geðfatlaðir), sambýli..................... 62.540 Samtals.....................................................370.068 í þriðja tölublaði Fréttabréfsins urðu þau miklu mistök að ekki var birt rétt úthlutun, heldur lenti vinnsluplagg alveg óvart inn á síðurnar. Þetta er hér með leiðrétt um leið og innilega er beðizt afsökunar á þessu leiðu mistökum. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.