Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Síða 31

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Síða 31
Sigurveig Alexandersdóttir varaform. FOSH: Ráðstefna á vegum FEPEDA Evrópusamtaka foreldrafélaga heyrnarskertra barna Hér á eftir verður sagt frá ráðstefnu og þriðj a aðalfundi FEPEDA-samtak- anna ásamt fj ölsky lduhátíð sem haldin var í Madrid á Spáni dagana 23. til 30. júlí sl. Félagsmálaráðuneytið styrkti For- eldra- og styrktarfélag heyrnardaufra til að senda fulltrúa á aðalfundinn og fór undirrituð fyrir hönd félagsins, auk þess sótti fundinn Eybjörg Ein- arsdóttir frá félaginu Heyrnarhjálp en húnereinnigístjómforeldrafélagsins. Hvað er FEPEDA? FEPEDA, sem er skammstöfun úr frönsku, eru Evrópusamtök foreldra barna með alvarlega heyrnarskerð- ingu. Samtökin myndaforeldrafélögin í Evrópu. í mörgum tilfellum er um að ræðafleiri en eittforeldrafélag íhverju landi, sem þá í flestum tilfellum sam- einast í eitt heildarlandssamband sem síðan tilnefnir fulltrúa sinn í Evrópu- samtökin FEPEDA. FEPEDA-samtökin eru ung eða þriggja ára, stofnuð í Luxe mburg sum- arið 1990. Stjórnarfundir eru haldnir fjórum sinnum á ári og aðalfundur í lok júlímánaðar ár hvert og stefnt að því að í tengslum við hann sé vikulöng fjölskylduhátíð. Þessar fjölskyldu- hátíðir, sem hafa verið haldnar í Lissabon í Portúgal, Metz í Frakklandi og þetta árið í Madrid á Spáni, hafa gefið óvenjulegt tækifæri bæði fyrir foreldra og börn frá allri Evrópu til að hittast, fræðast, skiptast á skoðunum og miðla hvert öðru upplýsingum. Rétt er að rifja upp helstu markmið samtakanna: - að gera heyrnarskertum bömum/ unglingum og fjölskyldum þeirra kleift að lifa betra lífi, án tillits til þjóðfélagsstöðu þeirra, menningar eða efnahags. - að stuðla að rannsóknum og leggja til þeirra fé. Tryggja það að upplýsingum og þekkingu sé miðlað í þeim tilgangi að foreldrar hafi um fleiri kosti að velja og meiri áhrif á menntun barna sinna. - að greiða götu heymarskertra barna Sigurveig Alexandersdóttir. og unglinga hvað snertir menntun, atvinnu og menningu og sjá til þess að þau njóti fullra borgaralegra réttinda hvar sem er í Evrópu. - að setja á fót stofnun til hagsbóta heymarskertum börnum/unglingum og fjölskyldum þeirra. - að upplýsa og fræða almenning um heyrnarleysi og hvaða hindranir fötlunin hefur í för með sér. - að stuðla að samvinnu, vináttu og gagnkvæmum skilningi. Standafyrir skemmtisamkomum og heimsókn- um milli heyrnarskertra barna/ unglinga og fjölskyldna þeirra í öllum löndum Evrópu. í samtökunum í dag eru 24 þjóðir. Madrid 23. - 30. júlí 1993. Spönsku foreldrasamtökin FIAPAS sem höfðu veg og vanda af undirbúningi þessa móts, höfðu fengið inni fyrir hópinn í klaustri í útjaðri Madridborgar, sem heitir P.P. Dominico Fathers. Þarna voru saman- komnir rúmlega 300 manns. Það verður nú að segjast eins og er, að þegar við Islendingarnir sáum aðstöðuna lá við að við fengjum áfall. Eins og allir vita er júlímánuður heitasti tíminn í Madrid og þessa viku var óvenju heitt eða frá 38-45 gráður á Celsíus. í klaustrinu var engin loftkæling og vistarverur afskaplega nöturlegar svo ekki sé meira sagt. I stórum samtökum sem þessum sést best hvað þjóðirnar gera misjafnar kröfur. Við sem komum frá Norður- Evrópu vorum í hálfgerðu „sjokki“ yfiröllu saman. Drykkjarvatn varekki að hafa nema það sem kom úr kran- anum og sem Spánverjarnir fullyrtu að væri mjög „gott vatn“, en enginn kælir til að geyma í, ef svo færi að maður kæmist í verslun til að kaupa vatn, en klaustrið var eins og áður sagði í útjaðri Madrid og engar versl- anir í næsta nágrenni. Eftir að við sáum svo hvemig morgunverðurinn var uppbyggður vorum við alveg viss um að við myndum að öllum líkindum ekki lifa af þessa viku. Kaffið var svo sterkt að það þurfti hníf til að skera á bununa úrkönnunni og flóuð sjóðheit mjólk út í. Meðlætið var franskbrauð skorið í litla bita með smjöri og sultu. Matsalurinn var ca 300 m- á stærð, ber steinn í hólf og gólf þannig að bergmál var óumflýjanlegt og þegar ca 300 manns eru í einum slíkum matsal með jámstólum og borðum ærast þeir nánast sem eitthvað heyra. Nunnurnar sem báru svo fram þennan „yndislega" morgunmat voru svo ekki beint þjón-ustufúsar og mátti maður varasigáaðyrðaáþær. Spánverjamir fengu að vonum mikið af kvörtunum vegna alls þessa, sem varð til þess að seinni hluta vikunnar lagaðist ástandið og fengum við meira að segja djús og jógurt. Dagskrá vikunnar: Flokka má dagskrána í þrjá megin- þætti: 1. Námstefna: I tengslum við FEPEDA fundinn var okkur boðið að taka þátt í nám- stefnu - „INTERNATIONAL SYM- POSIUM" sem bar yfirskriftina „Utrýmum hindrunum í samskiptum“ og fór fram dagana 24., 25. og 26. júlf í félagsmálaráðuneytinu. „The Na- tional Institute of Social Services" (INSERSO) og spönsku foreldrasam- tökin höfðu veg og vanda af undir- búningnum. Sjá næstu síðu i: FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.