Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Síða 32

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Síða 32
2. Stjórnar- og aðalfundur FEPEDA: Báðir fundirnir fóru fram í félagsmálaráðuneytinu þann 27. júlí, stjórnarfundurinn fyrir hádegi og aðalfundurinn eftir hádegi. Unnið var í vinnuhópum dagana 28. og 29. júlí og setið bæði á formlegum og óformlegum fundum þess á milli. 3. Fjölskylduhátíð: Spönsku foreldrasamtökin FIAPAS buðu upp á ýmiss konar dagskrá fyrir börn/unglinga og fullorðna. Farið var m.a. í dagsferð til EI Escorial og skoðuð konungshöll Phillips II frá 16. öld og grafhýsi konunganna og einnig var farið til Valle de los Caídos en þar er stór- kostlegt neðanjarðarmusteri (Brasilica), þá fóru þeir sem ekki áttu erindi á stjórnar- og aðalfund FEPEDA í ferð til Segovia sem er borg frá miðöldum og til La Granja sem var sumarhöll spænsku konungsfjölskyld- unnar. Þar er garður sem er eftirlíking af Versölum og þar voru skoðuð söfn með málverkum og öðrum fallegum hlutum. Akvöldin varalltaf skemmti- dagskrá og síðasta kvöldið sýndu börnin og unglingarnir leikrit og dansatriði sem þau höfðu æft þessa viku. Þá var okkur boðið að sjá óperu og borgarstjórinn í Madrid bauð svo fulltrúum landanna í „cocktail" síðasta daginn. „International symposium“ Eins og áður segir fór ráðstefnan fram í félagsmálaráðuneytinu sem er mjög glæsileg bygging og aðstaðan öll til fyrirmyndar. Þarna hafa líklega verið um 350 manns. Drottning Spán- ar, H.M. Queen Sofia, setti ráðstefn- una. I ræðu hennar kom m.a. fram að þekking og skilningur á heymarleysi hafi sem betur fer aukist í heiminum og þar af leiðandi áhugi manna til að draga úr þeim hindrunum sem stöðugt mæta heymarlausum í hinu daglega lífi. A þessari námstefnu væru saman komnir fagmenn og áhugamenn sem vilja bæta hér úr og miðla þekkingu sinni. Sérfræðingar í málefnum heyrnar- lausra, læknar, prófessorar og tækni- menn komu víða að og fluttu áhuga- verða fyrirlestra og umræður fylgdu í kjölfarið. Þarna varm.a. rætt umtákn- málstúlkaþjónustu,kuðungsígræðslu, textasíma, aðgang heymarlausra að opinberum byggingum og að ýmiss konar þjónustu. Kynnt voru ný kennslutæki fyrir skóla s.s. tölvur með raddþjálfunarforriti svo og ýmiss konarhjálpartækifyrirheimilið.BBC sjónvarpsstöðin var með kynningu á textuðu efni og sérstökum fréttaþáttum átáknmálio.fl.fyrirheymarlausasem sú stöð flytur. I þessu sambandi er rétt að hafa í huga það sem stendur í mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna: „Þjóðimareru ábyrgarfyrir miðlun upplýsinga, enginn má einangrast frá samfélaginu“. Á ráðstefnunni var túlkað á þrem tungumálum auk táknmálsins. Sýn- ingarbásar voru frammi í anddyri og þar gaf á að líta allt það helsta hvað varðar tæknimál, t.d. nýjustu heyrn- artæki, textasíma, tölvur, tæknibúnað fyrir heimilið o.fl. Spönsku foreldra- samtökin höfðu látið framleiða tvö myndbönd um heymarleysi til að auka vitund almennings um stöðu heym- arlausra og þeirra daglegu hindranir. Hvert land sem sótti fundinn fékk að gjöf myndböndin og mun foreldra- félagið hér heima reyna að koma því á framfæri við fjölmiðla. Á Spáni hefur ráðstefna sem þessi óneitanlega vakið athygli ráðamanna þar í landi á málefnum heyrnarlausra. Helstu ráðherrar stj ómarinnar skipuðu heiðursnefnd og greindu frá stefnu stjórnvalda í málefnum heyrnarlausra og svöruðu fyrirspurnum. Námstefnan var mjög áhugaverð og þama skiptust foreldrar og fagfólk á upplýsingum og reynslu. Stjórnar- og aðalfundur FEPEDA Fundurinn fékk inni í félags- málaráðuneytinu og fór fram á þrem tungumálum. Kosin var ný stjórn, sem samkvæmt lögum FEPEDA skyldi endurnýjast að 1/3 hluta. Hin nýja stjórn er þannig skipuð að forseti er John Butscher frá Englandi, vara- forsetar eru nú þrír í stað eins áður (talið nauðsynlegt til að tryggja að a.m.k. einn sitji stjórnarfundi sem haldnir eru í hinum ýmsu löndum), þeir eru Silvana Baroni (ftalíu), Jan Stevens (Belgíu) og Doris Nelson (írlandi). Gjaldkeri er Klaus Löning frá Luxemburg og ritari Jean-Benoit Ballé frá Frakklandi. Þá voru kosnir fimm fulltrúar í fulltrúaráð til 3ja ára og er undirrituð meðal þeirra. Staða samtakanna var tekin til umfjöllunarogerfjárhagsstaðanmjög veik enn sem komið er. Aðalatriðið er að afla FEPED A viðurkenningar innan Evrópubandalagsins til að styrkja samtökin og gera þau fjárhagslega sjálfstæð. Frönsku foreldrasamtökin ANPEDA hafa gefið alla sína þjónustu og skrifstofuaðstöðu og ensku sam- tökin NDCS veita FEPEDA stuðning með því að vinna ákveðin verk FEPEDA að kostnaðarlausu. Fulltrúar þeir sem kosnir voru á fyrsta fundinum í Lissabon til að stýra vinnuhópum gerðu grein fyrir störfum sínum. Þama er um að ræða vinnuhópa í eftirfarandi málaflokkum: mennta- málum, tæknimálum, menningarmál- um, læknisfræðilegum málum,

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.