Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Qupperneq 33

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Qupperneq 33
fjármálum, og skiptinemasambandi. Island hefur verið með menntamálin og sendum við út spurningalista til allra aðildarríkjanna á þrem tungu- málum. S vörin hafa verið að tínast inn og mun Island taka saman lauslegar niðurstöður og senda til aðalskrifstofu samtakanna í París þar sem þær verða tölvuskráðar. Akveðið var að gefa út fréttablað til að koma upplýsingum á milli landa, þannig að við verðum öll betur meðvituð um h vað er að gerast í hverju landi fyrir sig. I fyrsta tölublaði á að birtast skýrsla frá h verju landi þar sem greint er frá menntastefnu heymar- lausra og hvernig þeim málum er háttað í hverju aðildarríki. Skrifaði ég stutta greinargerð um menntamál heyrnarlausra á Islandi; - hvaða möguleikaþeirhafatilnámsídago.fl. Hvað varðar aðra vinnuhópa þá hefur töluvert starf verið unnið í tæknihópnum og margt í undirbúningi. Langur listi af verkefnum var kynntur og þeim raðað í forgangsröð eftir að könnun hafði farið fram meðal fund- armanna um uppröðun á listanum. Skiptinemavinnuhópurinn hefur sent út umsóknareyðublað til allra aðildarríkjannaogeigaforeldrafélögin í hverju landi að þýða hann á sitt tungumál og láta liggja frammi á skrifstofu félagsins fyrir þá sem áhuga hafa á að senda eða fá skiptinema. Nú þegar er ein tékknesk stúlka í Belgíu á vegum samtakanna. Á fundinum var farið yfir þær helstu lagasetningar í Evrópulöndun- um sem snerta hey rnarlausa og hvernig þeim er framfylgt. 4. aðalfundur FEPEDA með fjöl- skylduhátíð verður haldinn í South- ampton í Englandi dagana 24. - 30. júlí næsta ár. The National Deaf Chil- dren’s Society mun skipuleggja hátíðina en það félag heldur upp á 50 ára afmæli sitt á því ári. Eg vil hvetja allaforeldraheyrnarskertratil að sækja fjölskylduhátíðina í Englandi og sjá og sannfærast. Englendingar hafa undirbúið þessa viku af mikilli kost- gæfni og verður ýmislegt gert bæði til skemmtunar og fróðleiks, mikið af tækninýjungum verður kynnt sem gera heyrnarlausum auðveldara að lifa sjálfstæðu lífi. Tékkar hafa síðan boðist til að halda 5. aðalfundinn í Prag og sá 6. verður að öllum líkindum í Vín í Austurríki. Ekki er nokkur vafi á að nauðsyn- legt er að hafa slík heildarsamtök sem FEPEDA, þar sem fjallað er um hin ýmsu mál sem foreldrafélögin í öllum Evrópulöndunum hafa á stefnu- skrá sinni. Heildarsamtök sem þessi geta orðið mjög sterk og munu berjast fyrir hagsmunamálum heyrnarlausra og fjölskyldna þeirra á evrópskum vettvangi. Foreldrar heyrnarlausra barna sem tilheyra FEPED A eru betur meðvitaðir um hlutverk og stöðu fjöl- skyldunnar í menntunarmálum barna sinna. Eg vil undirstrika mikilvægi þess að við reynum eftir fremsta megni að taka þátt í þessu samstarfi. Foreldra- og styrktarfélag heyrnardaufra er fámennt félag sem hefur engan veginn þá fjárhagsstöðu að geta sent fulltrúa sinn á fundi víðs vegar um Evrópu einu sinni eða oftar á ári. Mikilvægast er þó að við séum með og fáum þar af leiðandi að njóta þess sem FEPEDA hefur að fly tj a okkur. Við sem foreldrar berum mikla ábyrgð á menntun barna okkar og með því að taka þátt í fjöl- þjóðasamtökum sem þessum hvetur það okkur til að mynda okkar sjálf- stæðu skoðanir. Þannig getum við betur metið hlutina sjálf, orðið víðsýnni og réttsýnni. Eg vil nota tækifærið og þakka félagsmálaráðuneytinu fyrir að gefa okkur tækifæri þetta árið til að sitja þennan þriðja ársfund samtakanna. Sigurveig Alexandersdóttir, varaformaður Foreldra- og styrktarfélags heyrnardaufra. HLERAÐ í HORNUM Flámæli Austfirðinga hefur lengi verið haft á orði. Það bar við í sveit á Austurlandi að nágrannakona kom í heimsókn til vinkonu sinnar. Er hún var sezt í eldhúsið fór hún að dást að því hve eldhúsgólfið væri hvítskúrað og spurði hvernig hin færi að halda gólfinu svona hreinu. „Það er nú ekki vandi“, sagði vinkonan, „ég þvæ það alltaf upp úr bleki“. „Upp úr bleki og hvernig ferðu að ná því af?“, spurði sú gestkomandi. Kom þá misskilningurinn í Ijós. Þvottaefnið sem konan notaði var Blik. * Mjög fín tiú þurfti að hafa ungan son sinn með sér í veizlu. Bað hún drenginn, ef hann þyrfti að pissa á nieðan á borðhaldinu stæði að gefa sér merki með því að rétta upp einn fingur. S vo þegar borðhaldið stóð sem hæst rétti sonurinn upp tvo fingur. Konan hristi höfuðið og leit undrandi á hann. „Kúka líka“, sagði þá sá litli. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.