Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Side 34

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Side 34
Frá Reykhólum. Kristín Tómasdóttir forstöðukona afhendir Önnu Ingvarsdóttur blóm í tilefni afhendingar íbúðar. Ibúinn Gunnar Tryggvason horfir á með velþóknun. Af umsvifum Hússjóðs á landsbyggðinni Rætt við framkvæmdastjóra Hússjóðs Eins og lesendum Fréttabréfsins ætti að vera mætavel kunnugt hefur Hússj óður Öry rkj abandalagsins umsvif um allt land. Þegar tekjur fóru að koma frá Islenzkri getspá var sú ákvörðun tekin að reyna skyldi eftir föngum að mæta húsnæðisþörf öryrkj a hvarvetna á landinu í góðu og rökréttu samhengi við það, að tekjurnar koma hvaðanæva að. Við þessa ákvörðun hefur verið mjög vel staðið og nú á Hússjóður íbúðir, sem leigðar eru öryrkjum í öll- um kjördæmum nema á Vesturlandi, en vonandi verður sem fyrst ráðin bót á því, enda Hússjóður og forysta hans tilbúin til aðgerða, ef þaðan berast umsóknir. Ritstjóri hyggur hins vegar að lesendum þyki nokkur fróðleikur í því fólginn að fara yfir þessa íbúðaeign, svo fólk geti séð svart á hvítu, hvar unnið hefur verið í þessum efnum. Réttast þykir að taka Suðurnesin með í þessa mynd en sleppa höfuðborgar- svæðinu og næsta nágrenni þess, enda yrði það langur lestur til viðbótar. Ritstjóri fór því á fund fram- kvæmdastjóra Hússjóðs, Önnu Ingvarsdóttur enda hæg heimatökin og bað hana að gefa lesendum nokkrar talnalegar upplýsingar um íbúða- eignina á einstökum svæðum. Þess skal þá getið, að um heildareign Hússjóðs koma fram glöggar upp- lýsingar í skýrslu formanns stjómar sem hér er nú birt. Svör Önnu fara hér á eftir: Ef Suðumesin eru tekin fyrst fyrir þá eru íbúðirnar þar samtals 8, í Njarðvík 4, Keflavík 3 og í Sandgerði 1. Eins og áður var sagt er Vesturland enn ekki inni í myndinni. Þá eru það Vestfirðir næst. Þar eru 2 íbúðir á Isafirði og ein á Reykhólum eða samtals 3. Næst er Norðurland vestra og þar er aðeins Siglufjörður með og þar er ein íbúð. Akureyri er eina sveitarfélagið á Norðurlandi eystra þar sem Hússjóður á íbúðir, en þær eru líka 13 þar. Svo er það Austurlandið og þar eru íbúðirnar samtals 9 og skiptast þannig: Egilsstaðir 4, Höfn í Hornafirði 2, Eskifjörður, Seyðis- fjörður og V opnafjörður með eina íbúð hver staður. Að lokum er svo komið að Suður- landinu. Þar eru íbúðirnar alls 11 og þær skiptast milli Vestmannaeyja þar sem eru 5 íbúðir og Selfoss þar sem þær eru 6. Svo segist Önnu frá. Samtals eru þetta 45 íbúðir og er það dágóður árangur á 6 árum og sýnir þann einlæga ásetning stjórnar og framkvæmdastjóra Hússjóðs að koma til móts við óskir og þarfir fólks úti á landi s.s. frekasterkostur. Þó sjálfsagt kunni að sýnast er líka jafn sjálfsagt að upplýsa um þessa ágætu hluti sem hafa gagnast svo mörgum. Sem landsbyggðarmaður þykist ritstjóri því mega þakka þessum aðilum fyrir skilning og framsýni og það þó helzt að hafa komið orðum svo ágætlega í lýsandi verk. Önnu Ingvarsdóttur eru svo þakk- aðar hennar greinargóðu upplýsingar og um hennar góða vilja til að halda fram af fullri einurð vita þeir sem til þekkja og þörfin kallar hjá. H.S.

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.