Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Blaðsíða 39

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Blaðsíða 39
formenn Sjálfsbjargar, Blindrafélags- ins og Þroskahjálpar auk formanns Öryrkjabandalagsins. Þessi þáttur var klukkutíma langur og var útvarpað 14. janúar. Það næsta var að meðlimir úr stjóm ÖBÍ. ásamt framkvæmdastjóra ÖBI. tóku þátt í ráðstefnu hjá Bandalagi kvenna þann 24. janúar, en þar var Öryrkjabandalagið kynnt og síðan set- ið fyrir svörum. Daginn eftir eða 25. janúar var afhending höfðinglegrar gjafar til Öryrkjabandalagsins frá Versl- unarmannafélagi Reykjavíkur á 90 ára afmæli þess félags. f tilefni af Alþjóðaári fatlaðra ákvað stjóm V.R. að gefa Öryrkjabandalaginu 30 millj- ónir gamalla króna eða 300 þúsund nýkrónur. Þessari rausnarlegu gjöf veitti Oddur Ólafsson viðtöku. 8. mars var haldin ráðstefna um „Umferðar- og öryggismál blindra og heymarlausra“. Þeir sem stóðu að ráð- stefnunni voru Junior Chamber Reykjavík og var formanni boðið að taka þátt í henni. Þann 29. mars var sérstök kynning á málefnum fatlaðra á vegum SjálfstæðisflokksinsíValhöll.Þarvar haft „opið hús“, þar sem félög fatlaðra kynntu starfsemi sína. Formaður Öryrkjabandalagsins hélt hálftíma ræðu, þarsem starfsemi ÖBÍ. varkynnt og aðildarfélög þess, einnig nokkur önnur félög. Áður höfðu félögin látið formanni í té margs konar upplýsingar um félögin og voru þær fróðlegar og gagnlegar. Þessi ræða er ennþá til og þar er hægt að leitaupplýsinga á einum stað um þau aðildarfélög, sem voru í bandalaginu 1981. Boð barst frá 1. maí nefnd til ÖBÍ. um að senda áheymarfulltrúa á fundi hjá nefndinni til að fylgjast með undir- búningi að 1. maí hátíðahöldum með það í huga að koma fötluðum að í um- ræðu dagsins. Það varð svo að ráði að formaður Öryrkjabandalagsins var beðinn um að flytja ávarp á Lækjar- torgi á 1. maf hátíðahöldum og er mér það mjög minnisstætt. 5.maí 1981 áttiÖryrkjabandalagið 20 ára afmæli og var það skemmtileg til viljun að þetta merkisafmæli skyldi bera upp á „Ár fatlaðra“. I tilefni þess varhaldinn blaðamannafundur4. maí, þar sem bandalagið var kynnt og síðan á afmælisdaginn var afmælisins Norman Acton aðalframkvæmdastjóri Alþ jóðlegu endurhæfingarsamtak- anna ásamt nokkrum ágætum fulltrúum Islands. minnst á myndarlegan hátt með veislu á efstu hæð í Hátúni 10, þar sem m.a. formönnum allraaðildarfélaganna var boðið ásamt fjölmörgum velunnurum bandalagsins. Um kvöldið var svo veisla fyrir íbúana í húsum ÖBÍ. ásamt stjórninni og varþarfjölmenni mikið. ann 11. júní var opnuð sýning er nefndist „Þróun í málum heym- arlausra í 114 ár“ á vegum Félags heymarlausra og var hún framlag fé- lagsins til „Árs fatlaðra“. Formanni var boðið að vera við opnun sýningar- innar. Tveimur dögum síðar eða 13. júní var útifundur á vegum Sjálfsbjarg- ar um málefni fatlaðra og var þar túlk- að fyrir heymarlausa, en það var ekki vanalegt á þessum árum. Formaður ÖBÍ. var viðstaddur þennan fund. 16. september 1981 kom góður gestur í heimsókn hingað til lands, en það var Norman Acton framkvæmda- stjóri Rehabilition International eða Alþjóða- endurhæfingarsamtakanna, sem ÖBI. er aðili að. Hann dvaldi hér í boði ÖBÍ., en Alfanefndin aðstoðaði við móttökurnar og sáu ÖBI. og Alfa- nefndin um skipulagningu heimsókn- arinnar. Norman Acton kom hingað til að afhenda forseta Islands stefnu- skrá Alþjóða-endurhæfingarasamtak- anna fyrir níunda áratuginn. 16. september flutti Norman Acton opinn fyrirlestur í Norræna húsinu og 17. september var blaðamannafundur í Hátúni 10 í tilefni af komu hans. Síðar þann sama dag var móttaka á Bessastöðum í boði forseta Islands, þar sem Norman Acton afhenti forseta stefnuskrána. Um kvöldið var svo kvöldverðarboð til heiðurs Norman Acton í boði Alfanefndar og ÖBI. 9. október var sett landsþing Þroskahjálpar og var formanni ÖBÍ. boðið að flytja ávarp við þingsetn- inguna. Alfanefndin stóð fyrirráðstefnu um ferlimál dagana 11.-12. nóvem- ber og var formaður þátttakandi í henni. Nokkrum dögum síðar eða 19. nóvember var kynning á námsefni fyrir fatlaða og var formaður við- staddur þá kynningu. Þetta námsefni var sett upp í formi brúðuleikhúss og flutt síðan í skólum og tel ég að þar hafi vel til tekist með kynningu á hinum ýmsu fötlunum. Það var nú farið að líða á árið, en tveir viðburðir eru enn eftir, sem ég vil nefna í þessum annál. Sá fyrri er Menningarvaka haldin 28.11. - 4.12. ’81 á vegum Alfanefndar. Hún baryfirskriftina „Líf og list fatlaðra“. Við setningu menn- ingarvökunnar flutti formaður ÖBI. ávarp ásamt fleirum. Þetta var mjög lifandi menningarvaka haldin að Hótel Borg og hófst að jafnaði kl. 15.30 á daginn og stóð til kl. 18.30 og svo voru al ltaf einh ver atriði flutt á kvöldin. Þarna kom fram fólk með hinar ýmsu fatlanir ásamt ófötluðum og einnig kynntu félög fatlaðra starfsemi sína með bæklingum sem lágu frammi. Síðari viðburðurinn semég nefndi er vígsla fyrsta heyrnleysingjaprests- ins á Islandi, en þann 13. desember ’81 var séra Miyako Þórðarson vígð. Það var búið að vera baráttumál hey rn- arlausra að fá að njóta þjónustu FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.