Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Blaðsíða 40

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Blaðsíða 40
kirkjunnar á sínu eigin máli, táknmáli og var það mjög gleðilegt að það skyldi takast. Þeir gátu því sótt sína fyrstu jólaguðsþjónustu, sem flutt var á táknmáli 26. desember á „Ári fatlaðra". Eins og sést á þessari upptalningu þá hafa mörg félög viljað gera eitthvað sérstakt í tilefni „Árs fatlaðra“ og eru þau miklu fleiri sem koma ekki við sögu hér í þessum annál. Eg get nefnt t.d. að sum blöð og félagasamtök höfðu þann hátt á, að skrifaðar voru greinar reglulega í blöð og tímarit og hinar ýmsu fatlanir kynntar, einnig voru birt viðtöl við fatlað fólk. Það var einnig mjög oft að formaður var beðinn um alls konar skriflegar upplýsingar um bandalagið eða efni í blaðagrein auk þess að koma fram á fundum, ráðstefnum og öðru þar sem rætt var um málefni fatlaðra en sem ég hef ekki tekið með íþessari upprifjun. Oft leið ekki sú vika að ekki væri einh vers staðar verið að kynna málefni fatlaðra af hálfu ÖBÍ. Eg er þeirrar skoðunar að öll þessi kynning hafi átt sinn þátt í að breyta viðhorfi fólks til fatlaðra almennt. Að lokum vil ég þakka öllu því góða samstarfsfólki mínu í stjóm ÖBL, framkvæmdastjóra og starfsfólki bandalagsins þann stuðning sem þau veittu mér þessi tvö ár, sem ég var formaður ÖBÍ. Það var ómetanlegt að njóta liðveislu þeirra og hjálpsemi. Ég veit að þessi ár sem formaður voru mér góður „félagsmálaskóli“ og efldu enn frekar áhuga minn á því að vinna að málefnumfatlaðra. Ég læt þá þessari upprifjun lokið um leið og ég óska Öryrkjabandalagi íslands allra heilla í stöðugri baráttu sinni fyrir bættum hag fatlaðra. Höfundur þessarar góðu greinar og glöggu er Jóna Sveinsdóttir fv. formaður bandalagsins og er í stjórn þess nú. Barnið í jötunni Nína Björk Árnadóttir skáld: Það verða að vera ilmvötn það verða að vera ilmsápur. Það verður að vera djúpnæring í hárið það verða að vera húðkrem það verður að vera glanskvoða í hárið það verður að vera vatnsekta farði. En jatan var svo smá jatan lyktaði af heyi. Jesúbarnið dafnaði og boðaði tólf ára jafnrétti frið bræðralag. Það verður að vera leður í sófanum í horninu minnst sæti fyrir sjö og svo þriggja sæta sófi tveggja sæta sófi og stór stóll með skemil fyrir þreytta fætur húsbóndans. En jatan var svo smá Fiska og brauð gerði Hann öllum. Og Ijósakrónan verður að vera úr krystal skórnir úr leðri. Hann hljóp berfættur um sandana og boðaði jafnrétti. Skelfdur og undrandi liggur hann nú í jötunni frelsarinn okkar allra. Hann stóð klæðlítill og boðaði bræðralag meðal okkar.

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.