Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Síða 45

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Síða 45
Halldór Gunnarsson fulltrúi ÖBÍ í Svæðisráði Reykjavíkur: FYLGIR HUGUR MÁLI? Hugleiðing um starfsskilyrði svæðisráða Eins og öllum sem þessar línur les ætti að vera kunnugt tóku ný lög um málefni fatlaðra gildi á síðasta ári. Ein af þeim breytingum sem þau kveða á um er að hlutverki gömlu svæðisstjórnanna skuli skipt á milli svæðisskrifstofa og svæðisráða. Svæðisskrifstofurnar sjái um framkvæmdahliðmála, en svæðisráð annist eftirlit með því að fólk sem er fatlað njóti þeirrar þjónustu sem því ber og réttindi þess séu að fullu virt. Flestir hljóta að kinka kolli yfir þessari skipan: Hvernig á sami aðili að geta staðið fyrirþjónustu og fram- kvæmdum í víðtækum málaflokki og í leiðinni að fylgjast með því að rétt sé að öllu staðið? I þessum línum vil ég í örstuttu máli greina nánar frá þeim skyldum sem löggjafinn leggur svæðisráðum á herðar, þá þörf sem fyrir hendi er og síðan hvaða tæki fram- kvæmdavaldið hefur lagt þeim í hendur til verksins. Tek ég einkum mið af reynslu minni sem fulltrúi Öryrkjabandalagsins í Svæðisráði Reykjavíkur undanfarið ár. Hlutverk svæðisráðs: Eftirlit með framkvæmd laga og réttindagæsla á heimilum fyrir fatlaða. í lögum um málefni fatlaðra frá 1992 segir orðrétt: „Svæðisráð í málefnum fatlaðra skulu standa vörð um rétt fatlaðra til þjónustu samkvæmt lögum þessum og öðrum eftir því sem við á.“ (36. gr. 15. kafli). Lögin kveða einnig svo á um að svæðisráð skuli skipa sérstakan trúnaðarmann í því skyni að treysta réttindi fatlaðra einstaklinga á heimilum fatlaðra (sambýlum, vistheimilum o.s.frv.) Eftirlitið Það er ljóst að árangursríkt eftirlit með því að fatlaðir njóti þeirra Halldór Gunnarsson. réttinda sem þeirn ber samkvæmt landslögum stendur og fellur með því að þeir sem málið snertir láti svæðisráð frá sér heyra. Árangur svæðisráðs er einnig kominn undir góðu sambandi viðhagsmunafélögin stór og smá því þar býr þekkingin á því hvar skórinn kreppir. Þetta eftir- litshlutverk verður ekki síst sérlega mikilvægt á næstu misserum þegar framkvæmdþjónustunnareraðflytj- ast yfir á hendur sveitarfélaganna. Sá tími sem liðinn er frá tilkomu þessarar nýju skipunar hefur leitt í ljós að svæðisráðinu er allt of þröngur stakkur skorinn af framkvæmda- valdinu (sem svæðisráðið á lögum samkvæmt að hafa eftirlit með!) Gert er ráð fyrir 9-12 fundum á ári, þess utan er ekki gert ráð fyrir að nokkur maður komi nálægt þessu víðtæka verkefni. í stuttu máli: Raunin hefur orðið sú að bunkinn af óafgreiddum málum hækkar óðfluga með hverri vikunni. Trúnaðarmaður 1 reglugerð um s væðisráð málefna fatlaðra segir m.a. svo uni starfssvið trúnaðarmanns: „Trúnaðarmaður fatlaðra skal gæta hags þeirra fötl uðu sem búa á sambýlum, vistheimilum, heimilum fyrir börn og áfanga- stöðum.... Hann skal fylgjast með högum fatlaðra á framangreindum heimilum fatlaðra að eigin frum- kvæði. Skal hann í því skyni heimsækja heimili fatlaðra reglubundið og kynna sér hagi hinna fötluðu á sviði einkalífs og fjármuna.“ Það er ljóst að hér er verið að tala um annað og meira en hjáverk. Sem dæmi má nefna að sambýli fatlaðra sem lög þessi taka til eru yfir 20 í Reykjavrk að ótöldum þeim sambýlisformum öðrum sem hér heyra undir. Nýráðnum trúnaðarmanni Svæðisráðsins í Reykjavrk eru ætlaðir 27 tímar á mánuði til að uppfy Ila framangreinda starfsskyldu sína og að taka á þeim málum sem komið er með til hans. Þetta er fáránlegt. Varanleg vonbrigði? Lög, hversu vel sem þau eru samin og af hve góðum hug þau eru sprottin, koma að litlum notum ef þeirn er ekki fylgt eftir í verki. Ef litið er til þess árs sem liðið er frá gildistöku laganna mætti ætla að lítill hugur fylgdi þessari réttarbót. Sé það afsökun stjómvalda að þörfin hefði verið óljós í upphafi er sú afsökun ekki lengur til staðar - þörfin á meira vinnuframlagi ogbættri starfsaðstöðu svæðisráða er nú öllum ljós sem það vilja sjá. Verði ekki tekið mið af reynslu þessa árs munu þær vænt- ingar sem fatlað fólk hefur bundið við svæðisráðin leysast upp í vonbrigði. Allt annaðen stóraukin fjárveiting til svæðisráða stríðir gegn þeim lögum sem svæðisráðunum erætlað að standa vörð um. Halldór Gunnarsson. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.