Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Qupperneq 48

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Qupperneq 48
Séra Magnús Guðmundsson ritstjóri: Parkinsonsamtökin á Islandi tíu ára Greinarhöfundur með tveim forystukonum samtakanna, Kristjönu Millu og konu sinni, Aslaugu. Aárinu 1983, nánar til tekið 3. desember, var haldinn í Reykja- vík stofnfundur félags parkinsonsj úkl- inga og aðstandenda þeirra. Var þá félaginu valið nafnið Parkinsonsam- tökin á Islandi og kosin fyrsta stjóm samtakanna en hana skipuðu: Jón Óttar Ragnarsson formaður, Bryndís Tómasdóttir varaformaður og aðrir í stjórn: Hulda Guðmundsdóttir, Kristjana Milla Thorsteinsson og Magnús Bjömsson. Kristjana Milla Thorsteinsson hefur ein setið í stjórninni frá upphafi, fyrst sem ritari, en lengst af sem gjaldkeri. Stjórnina skipa nú auk Kristjönu Millu: Aslaug Sigurbjörnsdóttir formaður, Stein- grímur Thorsteinsson varaformaður, Guðríður Pétursdóttir ritari, Ólafur Sverrisson meðstjórnandi. I vara- stjórn: Lárus Þórarinsson og Pálmi A. Arason. Sl. 7 ár hefur Áslaug gegnt formannsstörfum og sl. 6 ár hefur Magnús Guðmundsson verið umsjón- armaður fréttabréfs samtakanna sem kemur út fjórum til fimm sinnum á ári. Segja má að einn helsti hvatamaður að stofnun Parkinsonsamtakanna hafi verið frú Lise Hoffmeyer þáver- andi formaður danska parkinsons- félagsins sem mætti ásamt manni sínum, Henrik Hoffmeyer lækni, á undirbúningsfund sem haldinn var í Lögbergi 20. júní 1983. Þar lýsti hún í stórum dráttum markmiði og starfsemi danska parkinsonsfélagsins: 1. Að nýta þá félagslegu þjónustu sem fyrirfinnst í þjóðfélaginu. 2. Að styðja og létta undir með aðstandendum í daglegum vanda- málum þeirra. 3. Að vísa á sérfræðiþjónustu og endurhæfingu, þ.e. sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, og talþjálfun og ráðgjöf af ýmsu tagi. 4. Að stuðla að sambandi milli sjúkl- inga annars vegar og aðstandenda þeirra hins vegar. 5. Að senda út fréttabréf og veita aðstoð og upplýsingar með síma- þjónustu. 6. Að veita fé til rannsókna á park- insonsveiki. Var kjörin undirbúningsnefnd á þessum fundi og voru í henni þeir sem síðan mynduðu fyrstu stjórn sam- takanna, svo og nokkrir aðrir. StarfParkinsonsamtakannasl. 10 ár hefur helst einkennst af fræðslu- og skemmtifundum á vetuma, ferðum á sumrin, útgáfu fréttabréfs og bæklinga um sjúkdóminn og er þar veigamestur bæklingurinn Parkin- sonsveiki eftir Göran Steg prófessor í Gautaborg sem svarar flestum spum- ingum sem bornar eru upp um sjúk- dóminn. Við þjálfun sjúklinga hafa samtökin átt athvarf hjá MS-félaginu að Álandi 13 og hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra á Háaleitisbraut 11-13. Á Akureyri er svo deild sam- takanna sem starfar sjálfstætt undir forystu Kristínar Jóhannsdóttur. Magnús Guðmundsson.

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.