Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Side 50

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1993, Side 50
í BRENNIDEPLI Fjárlagaafgeiðsla stendur fyrir dyrum. Hún skiptir miklu fyrir alla samfélagshópa, en ekki sízt ræður hún miklu um hag og heill fatlaðra í landinu. Farið verður næst yfir helztu þætti fjárlaganna sem varða fatlaða mestu, en endanleg afgreiðsla bíður nú Alþingis og vonandi verður hún til góðs. Ljóst er þó að ýmsar alvarlegar blikur eru á lofti fyrir þá sem minnst hafa handa á milli, þó á orði sé haft að þeim skuli helzt hlíft. Senn liðið ár hefur greinilega ekki fært fötluðum of marga ávinninga, þó þá megi finna, en ýmsar kárínur í þess stað s.s. var í upphafi árs með breyting- um í skattamálum svo og ýmsum end- urgreiðsluþáttum trygginganna og á ýmsan veg auknum tilkostnaði, þó ákvæði vorsins um þá sem harðast yrðu úti þar kæmi ýmsum til góða. Umræða haustsins um heilsukort eða tekjutengd iðgjöld eða einhverja aðra skattainnheimtu til heilbrigðis- kerfisins hefur öll verið hin undarleg- asta og sveiflur verið miklar. Okkur hér á bæ er ljóst að öll viðbótarskatt- heimta sem kemur á einhvern hátt við okkar fólk er því mörgu hverju alger- lega ofviða. Nóg er að gert nú þegar. Við skulum vona að sú fjáröflunarleið sem farin verður að endingu hitti þá eina fyrir sem eiga gott með að greiða meira til samfélagsins. Af þeim er býsna mikið á landi hér og til þeirra þarf að ná, einkum þó þeirra sem falið getatekjur sínarog svíkjaþannig sam- félagið um réttmæta þátttöku í kostnaði þess. Umræðan um húsaleigubæturnar og lægri uppbót um leið úr trygginga- kerfinu til öryrkj a hefur líka á villigöt- um lent, því fjarri fer því að uppbót trygginganna sé einvörðungu við húsaleigu miðuð heldur ýmiss konar aukakostnað sem fötlun fylgir. Mörgum tekjulágum öryrkjanum bregður í brún við álagningarseð- ilinn sinn þegar hann er allt í einu kominn í skuld vegna Framkvæmda- sj óðs aldraðra, því þar munar um þe ssa upphæð, þó engan hafi ég heyrt sjá eftir fjármununum í þágu aldraðra. Sama gerist þegar ljóst verður að aðstoð frá félagsmálastofnunum, oft sértæk neyðaraðstoð, kemur til frá- dráttar á sérstakri heimilisuppbót næstu mánaða og fólk þar með komið í vissan vítahring sem það hafði ekki hugmynd um. Það væri hollt hverjum og einum sem hefur með málefni fatl- aðra að gera, allt upp í æðstu valdastóla og þó einkum þar, að virða fyrir sér aðstæður fatlaðra og við hvaða kjör þeir búa og gera sér þess um leið ljósa grein að þar munar um hvert þúsund. Vonandi fæst þó á þessu ranglæti ein- hver leiðrétting sem allra fyrst. Bótaþegar trygginga slysatryggja sig t.d. með merkingu á skattaskýrslu gagnvart slysum við heimilisstörf og greiða þar fyrir smáa upphæð að vísu, en ef slys hendir er engar bætur að hafa, vegna lagaákvæðis um að ekki megi saman fara almennar trygginga- bætur og bætur slysatrygginga. Blessunarlega fá fatlaðir bifreiða- eigendur benzínpeninga, en hin- ir sem ekki eiga, en þurfa þó oft á bifreið að halda, fá ekki neitt. Eingreiðslumar sem umræða hefur verið um að fella niður, en ekki er að óreyndu trúað að verði, enda samningsrof af lakasta tagi, þær greiðslur koma mjög misjafnt til fatl- aðra, sakir þess að ekki er við tekju- tryggingu miðað. Eins og í svo mörgu öðru eru þetta aðgerðir í skerðingarátt. I óteljandi horn er því að líta í ótal greinum og er þó fátt eitt talið hér. Þau vandamál fólkssemhérábæerfengist við daglega eru ótrúlega fjölbreytt en fyrst og síðast afar alvarleg og illleys- anleg um leið. Á þau vandamál má í engu bæta og vonandi vísar endanleg afgreiðsla fjárlaganna í aðra átt og heilladrýgri til lausnar og léttis. * Hér hjá Öryrkjabandalagi íslands hafa þau tíðindi helzt verið í brennidepli að formannsskipti hafa orðið í bandalaginu. Amþór Helgason hefur gegnt starfi formanns bandalagsins síðustu sjö ár og farizt það starf farsællega úr hendi, hann hefur verið óþreytandi við að vekja athygli á baráttumálum bandalagsins og leitanýrra sóknarleiða í málefnum fatlaðra. Glögg yfirsýn mála og ríkur skilningur á því sem máli skiptir hafa verið einkenni hans. Hann hefur verið ágætur fulltrúi bandalagsins út á við, ötull merkisberi í mörgu þörfu máli, einarður og ódeig- ur. Honum eru einlæglega þökkuð vel unnin störf hingað til, því enn eigum við Arnþór að sem stjómarmann í bandalaginu og í öðrum trúnaðar- störfum fyrir það. Sömuleiðis væntir ritstjóri Fréttabréfsins þess að það megi njóta hans góðu rithæfileika hér eftir sem áður. Nýjan formann bjóðum við vel- kominn til starfa. Ólöf Ríkarðsdóttir er reynd félagsmálakona sem hvar-

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.