Fréttablaðið - 14.05.2020, Page 6
snýr fyrst og fremst að því að leysa
þau krefjandi verkefni sem blasa við
stjórnmálum dagsins og vinna fyrir
fólkið í landinu.“
Ekki bárust svör frá Katrínu Jak-
obsdóttur forsætisráðherra, Bjarna
Benediktssyni fjármálaráðherra,
Ásmundi Einari Daðasyni, félags-
og barnamálaráðherra, Kristjáni Þór
Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbún-
aðarráðherra, Sigurði Inga Jóhanns-
syni, samgöngu- og sveitarstjórnar-
ráðherra og Þórdísi Kolbrúnu
Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-,
iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, forseti
Alþingis og sá þingmaður sem setið
hefur lengst á þingi af núverandi
þingmönnum, svaraði svona: „Þeir
fyrstu sem fá að vita mitt svar við
þessari spurningu í fyllingu tímans
eru félagar mínir í Norðausturkjör-
dæmi.“ Steingrímur hefur setið á
þingi frá árinu 1983.
einarthor@frettabladid.is
Enn er langt til
kosninga og því
ekki tímabært að velta slíku
fyrir sér.
Gunnar Bragi
Sveinsson, þing-
flokksformaður
Miðflokksins
Meðal annars má nýta
hitann frá brennsluofninum
til rafmagnsframleiðslu.
Ævintýrið hefst
í Brimborg!
Kauptu eða leigðu ferðabílinn
fyrir sumarævintýrið
Kauptu nýjan eða notaðan ferðabíl
eða leigðu sumarbílinn í Brimborg.
Öll bílaþjónusta á einum stað.
Byrjaðu ævintýrið í Brimborg!
Brimborg Reykjavík
Bíldshöfða 6 og 8
Sími 515 7000
Brimborg Akureyri
Tryggvabraut 5
Sími 515 7050
STJÓRNMÁL Kosningar fara að
óbreyttu fram á næsta ári en sam-
kvæmt stjórnskipan lýkur kjör-
tímabilinu í október á næsta ári.
Rætt hefur verið um að halda kosn-
ingar fyrr en eftir því sem Frétta-
blaðið kemst næst hefur engin
ákvörðun verið tekin um það.
Fréttablaðið sendi eftirfarandi
spurningu þann 6. maí til allra 63
alþingismannanna: Ætlar þú að gefa
kost á þér áfram í næstu alþingis-
kosningum? Svarmöguleikar voru
já, nei og óákveðin/n.
Alls bárust svör frá 42 þing-
mönnum en 21 þingmaður svaraði
ekki þótt fyrirspurnin hefði verið
ítrekuð þann 12. maí. Sextán þing-
menn sögðust ekki vera búnir að
gera upp hug sinn en 26 sögðust
vera ákveðnir í að gefa kost á sér
aftur. Svör einstaka þingmanna má
sjá á frettabladid.is.
Margir þeirra sem sögðust vera
óákveðnir sögðu ótímabært að
velta mögulegu framboði fyrir sér.
Enn væri langt til næstu kosninga
og ýmislegt gæti breyst. „Fyrir hönd
þingf lokks Miðf lokksins var mér
falið að svara þessum pósti á þeim
nótum að enn er langt til kosninga
og því ekki tímabært að velta slíku
fyrir sér,“ segir í svari Gunnars
Braga Sveinssonar.
Af þeim tíu ráðherrum sem eiga
sæti á Alþingi bárust aðeins svör
frá fjórum: Áslaugu Örnu Sigur-
björnsdóttur dómsmálaráðherra,
Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanrík-
is- og þróunarsamvinnuráðherra,
Svandísi Svavarsdóttur heilbrigð-
isráðherra og Lilju Alfreðsdóttur,
mennta- og menningarmálaráð-
herra. Áslaug, Guðlaugur og Svan-
dís ætla að gefa kost á sér að nýju, en
í svari Lilju segir: „Ég hef ekki tekið
ákvörðun um framboð. Minn hugur
Fjórir af hverjum tíu ákveðnir
Enginn af þeim sitjandi þingmönnum sem svöruðu fyrirspurn Fréttablaðsins hyggst hætta á þingi eftir
kjörtímabilið. Fyrirspurn var send til allra þingmanna um hvort þeir hygðust gefa kost á sér áfram.
n Ætla að gefa kost á sér 26
n Óákveðnir 16
n Svöruðu ekki 21
41,3%
25
,4%
33,3%
✿ Margir ákveðnir
VIÐSKIPTI Mikil aukning hefur
orðið í sölu á heitum pottum síð-
ustu vikur og eru þeir víða uppseld-
ir á meðan beðið er eftir sendingum.
Sundlaugar landsins hafa verið lok-
aðar frá 23. mars síðastliðnum, en
verða opnaðar aftur á mánudaginn.
„Við bjuggumst við þessu og
eigum nóg af pottum. Það koma sex
gámar eftir helgina,“ segir Kristján
Berg Ásgeirsson, eigandi Heitra
potta.
Uppblásnir heitir pottar eru upp-
seldir í Hagkaupum. „Við höfum
sannarlega fundið fyrir auknum
áhuga landsmanna á Lay Z Spa pott-
unum okkar. Það varð algjör spreng-
ing í sölu og þeir seldust allir upp í
kringum páskana,“ segir Margrét
Björk Jónsdóttir, markaðsfulltrúi
Hagkaupa. „Við eigum von á nýrri
sendingu síðar í sumar ef allt gengur
eftir, og margir sem bíða. Fáum fjöl-
margar fyrirspurnir á hverjum degi.“
Kristján Berg telur sig vita hvers
vegna ásóknin er svo mikil.
„Fólk er að hugsa um sjálft sig og
fjölskylduna. COVID-faraldurinn
er búinn að breyta hugsunarhætti
fólks. Heitur pottur er ódýrasta
leiðin til að láta sér líða vel,“ segir
Kristján Berg. „Þú kaupir einn pott
sem dugar í tuttugu ár, svo er það
andvirði einnar pitsu að reka hann
á mánuði. Þetta kostar það sama
og að fara einu sinni í mánuði með
þriggja manna fjölskyldu í sund.“
– ab
Beðið eftir
sendingum af
heitum pottum
Fjölmargir hafa eignast heitan pott
síðustu vikur. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
UMHVERFISMÁL Sorpstöð Rangár-
vallasýslu hyg gst koma upp
brennsluofni á urðunarstaðnum
á Strönd í Rangárþingi ytra fyrir
dýrahræ og aðrar dýraleifar.
Í ofninum verður hægt að brenna
allt að fjögur þúsund tonn af dýra-
hræjum á ári að því er segir í tillögu
að matsáætlun fyrir framkvæmd-
ina.
„Með ákvörðun stjórnar Sorpu
bs. um að hætta að taka við úrgangi
frá Suðurlandi til urðunar í Álfsnesi
og með breyttum áherslum hjá
Kölku er ljóst að þessar förgunar-
leiðir eru ekki lengur til staðar. Auk
heldur uppfyllir urðun dýrahræja
ekki þær kröfur sem gerðar eru í
lögum og reglugerðum um förgun
dýraleifa,“ segir í matsáætluninni.
Þá segir að brennsluofninn á
Strönd verði liður í lausn á bráðum
vanda sem skapast hafi af þessum
sökum. Ofninn af kasti allt að sjö
hundruð kílóum á klukkustund.
„Brennslan í brennsluofninum
á sér stað við allt að 850°C hita og
við það breytist lífræna efnið í ösku,
útblástur og hita. Askan sem mynd-
ast er að mestu gerð úr ólífrænum
hluta úrgangsins og endar annað-
hvort sem harðir kögglar eða duft,“
segir í matsáætluninni. Meðal ann-
ars megi nýta hitann frá ofninum
til rafmagnsframleiðslu.
Strönd á Rangárvöllum er norðan
Suðurlandsvegar, miðja vega milli
Hellu og Hvolsvallar og er jörðin
nú í eigu Sorpstöðvar Rangárvalla-
sýslu.
Á svæðinu eru þegar gámar fyrir
mismunandi úrgangsflokka, stórt
aðstöðuhús og minna móttökuhús,
auk annarra mannvirkja.
„Ekki er gert ráð fyrir að umrædd
starfsemi hafi í för með sér veruleg
áhrif á umhverfið umfram það sem
fylgir þeirri starfsemi sem fyrir er,“
segir í matsáætluninni. – gar
Nýr brennsluofn annar fjögur þúsund tonnum af dýrahræjum
Brennsluofn leysir bráðan vanda.
Enginn þeirra þingmanna sem svöruðu hyggst hætta á þingi að yfirstandandi kjörtímabili loknu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Nánar á frettabladid.is
1 4 . M A Í 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð