Fréttablaðið - 14.05.2020, Page 8

Fréttablaðið - 14.05.2020, Page 8
BRETLAND Á sunnudag tilkynnti Boris Johnson afléttingu sóttvarna- takmarkana í þremur skrefum. Slagorði baráttunnar var breytt úr „Vertu heima“ í „Vertu á verði.“ Þetta lagðist hins vegar illa í Skota, Walesverja og Norður-Íra og nú er svo komið að munurinn á milli Eng- lands og annarra landa Stóra-Bret- lands hefur ekki verið meiri í 300 ár. Árið 1998 var ákveðið að hinar fjórar þjóðir Stóra-Bretlands hefðu allar sjálfstæði í mótun heilbrigðis- stefnu. Þetta gerir leiðtogum í Edin- borg, Cardiff og Belfast kleift að stýra hvernig að afléttingu verður staðið. Munurinn er margvíslegur. Eng- lendingar hafa ákveðið dagsetningu fyrir opnun skóla en ekkert hinna landanna. Það sama á við hvatn- ingu fyrir ýmsa atvinnustarfsemi. Englendingar og Norður-Írar leyfa ferðalög til líkamsræktar en hin löndin ekki. Walesverjar einir hafa ekki tekið afstöðu um hvort fólk eigi að hylja vit sín í fjölmenni. Löndin eru öll að fara sínar eigin leiðir og Walesverjar meira að segja búið til sitt eigið slagorð, „Vinsam- legast haldið áfram að vera heima“. Leiðtogar Skotlands, Wales og Norður-Írlands hafa allir hafnað boðskap Johnsons. „Fyrir Skot- land væri það glapræði að hætta með „Vertu heima“ slagorðið núna, miðað við hversu viðkvæm staðan er,“ sagði Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands. Um 230 þúsund tilfelli hafa greinst í Bretlandi, og undanfarið um þrjú þúsund á dag. Dánartíðnin er óvenju há, 33 þúsund, og aðeins í Bandaríkjunum hafa f leiri fallið í valinn. Í gær var tilkynnt um tæp- lega 500 ný dauðsföll. Stjórnmálaskýrendur eru farnir að tala um að þessar ólíku aðferðir landanna raungeri muninn á hinum fjórum löndum Stóra-Bretlands fyrir almenningi. Það sem er löglegt í einu landi er ólöglegt í öðru. Einnig að þetta gæti skipt miklu máli fyrir sjálfstæðissinna. – khg Bretland gliðnar í afléttingu takmarkana Launasjóður listamanna auglýsir 600 mánaða aukaúthlutun vegna sérstakra aðgerða ríkisstjórnar Íslands Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Launasjóð listamanna vegna aukaúthlutunar sem byggir á aðgerðum ríkisstjórnar til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Listamenn geta sótt um 1-6 mánuði til að sinna afmörkuðum verkefnum, skv. 12. gr. laga um listamannalaun, 2. mgr. Samkvæmt ákvörðun stjórnar er að þessu sinni ekki tekið á móti umsóknum frá listamönnum sem þegið hafa 12 mánaða úthlutun eða meira á árinu 2020. Umsóknum skal skilað fyrir miðnætti 25. maí 2020. Skrifstofa Rannís lokar kl. 16. Samanlögð starfslaun árið 2020 miðast við 2.200 mánaðarlaun: Starfslaun hönnuða verða 69 mánaðarlaun - aukaúthlutun 19 mánuðir Starfslaun myndlistarmanna verða 598 mánaðarlaun - aukaúthlutun 163 mánuðir Starfslaun rithöfunda verða 763 mánaðarlaun - aukaúthlutun 208 mánuðir Starfslaun sviðslistafólks verða 261 mánaðarlaun - aukaúthlutun 71 mánuður Starfslaun tónlistarflytjenda verða 248 mánaðarlaun - aukaúthlutun 68 mánuðir Starfslaun tónskálda verða 261 mánaðarlaun - aukaúthlutun 71 mánuður Umsóknareyðublað er á vefslóðinni www.listamannalaun.is Nota þarf rafræn skilríki við innskráningu. Eingöngu verður tekið við rafrænum fylgigögnum. Fyrirspurnum er svarað á listamannalaun@rannis.is Nánari upplýsingar: listamannalaun@rannis.is STJÓRNSÝSLA Ríkisútvarpið náði ekki lágmarksviðmiðum um kaup af innlendum sjálfstæðum fram- leiðendum árið 2019 sem miðað er við í þjónustusamningi RÚV við mennta- og menningarmálaráðu- neytið. Þetta kemur fram í gögnum sem Fréttablaðið fékk afhent eftir úrskurð úrskurðarnefndar um upp- lýsingamál. Samkvæmt þjónustusamningn- um bar RÚV að verja að lágmarki 11 prósentum af heildartekjum sínum til kaupa á utanaðkomandi fram- leiðslu. Í ársreikningi RÚV segir að heildartekjur hafi numið 6,87 milljörðum. Námu kaupin af sjálf- stæðum framleiðendum 722 millj- ónum króna í fyrra og er það undir viðmiðinu. Fram kemur í ársskýrslu RÚV að upphæðin sé 766 milljónir króna, sem er yfir viðmiðinu. Talan sem gefin er upp í ársskýrslunni er 44 milljónum króna hærri upp á krónutölu. Engar skýringar hafa fengist hjá RÚV á þessu misræmi þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir. Samningaviðræður standa nú yfir milli ráðuneytisins og RÚV um nýjan þjónustusamning til næstu fjögurra ára. Fréttablaðið hefur fengið yfirlit af öllum greiðslum til sjálfstæðra framleiðenda á árunum 2016 til 2019. Greiðslur fyrir árin 2016 og 2017 hafa verið aðgengilegar á vef Alþingis frá því síðasta haust. Ríkisútvarpið lagðist gegn því að afhenda yfirlitin fyrir árin 2018 og 2019 og bar fyrir sig að í gögnunum kæmu fram upplýsingar um mikil- væga fjárhags- og viðskiptahags- muni viðsemjenda félagsins. Þeim rökum hafnaði úrskurðarnefndin og voru gögnin því afhent nú í maí. Samkvæmt upplýsingum frá fjöl- miðlanefnd þarf sjálfstæður fram- leiðandi að vera fyrirtæki til að falla undir skilgreininguna. Í gögnunum er að finna fjölmarga einstaklinga sem skilgreindir eru sem sjálfstæðir framleiðendur. Fjölmiðlanefnd hefur fjórum sinnum gert mat á starfsemi Ríkisútvarpsins. Í nýjasta matinu, fyrir árið 2017, sem kom út í lok síðasta árs, eru birtar sömu tölur og í ársskýrslu RÚV. Segir í svari nefndarinnar að nefndin byggi matið á ársskýrslunni og greinar- gerð frá RÚV en geri ekki sjálfstæða útreikninga. Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs Samtaka Iðnaðar- ins, segir að vinnubrögð RÚV orki tvímælis. „Yfirlitin benda til þess að verið sé að fella almenn viðskipta- sambönd og aðkeypta þjónustu frá hinum ýmsu aðilum undir kaup á efni frá sjálfstæðum framleið- endum. Við höfum efasemdir um að þetta samræmist upprunalegu markmiði ríkisins um að efla sjálf- stæða framleiðslu,“ segir Sigríður. Meðal þess sem er f lokkað sem sjálfstæð framleiðsla eru greiðslur til þáttastjórnenda í þáttum sem framleiddir eru af RÚV. Sigríður segir að hún voni að nýr þjónustusamningur ríkisins við RÚV taki á þessu. „RÚV teygir sig mjög langt í skilgreiningu á því hvað telst sjálfstæður kvikmyndafram- leiðandi. Við teljum að með því sé vegið að hagsmunum greinarinnar.“ Yfirlit yfir alla sjálfstæða fram- leiðendur RÚV og greiðslur til þeirra á árunum 2016 til 2019 má nálgast í heild sinni á vef Fréttablaðsins, frettabladid.is. arib@frettabladid.is Tugmilljóna misræmi ársskýrslu og gagna Ríkisútvarpið náði ekki lágmarksviðmiðum ráðuneytis um kaup af sjálfstæð- um framleiðendum. Tugmilljóna misræmi er milli ársskýrslu og gagna. Sam- tök iðnaðarins segja skilgreiningar RÚV vega að kvikmyndaframleiðendum. Ríkisútvarpið lagðist gegn því að yfirlitið um greiðslur til framleiðenda yrði gert opinbert. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Fyrir Skotland væri það glapræði að hætta með „Vertu heima“ slagorðið núna, miðað við hversu viðkvæm staðan er. Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands RÚV teygir sig mjög langt í skilgrein- ingu á því hvað telst sjálf- stæður kvikmyndafram- leiðandi. Við teljum að með því sé vegið að hagsmunum greinarinnar. Sigríður Mogen- sen, sviðsstjóri hugverkasviðs SI RÚSSLAND Sex sjúklingar með COVID-19 létust eftir að eldur kviknaði í gær á gjörgæsludeild á sjúkrahúsi í St. Pétursborg. Er þetta annar slíkur bruni í Rúss- landi á skömmum tíma, um helg- ina lést einn sjúklingur eftir að eldur kviknaði á gjörgæsludeild í Moskvu. Beinast spjótin að önd- unarvélunum, en báðar deildirnar notuðu sama búnað. Samkvæmt CNN er sakamálarannsókn hafin á eldsvoðunum. Alls eru 232 þúsund tilfelli stað- fest í Rússlandi, f lest í Moskvu eða 121 þúsund. Þá eru 2.212 staðfest dauðsföll í landinu. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur verið í sjálf- skipaðri einangrun á heimili sínu í Novo-Ogaryovo síðan í apríl. Lækkun á olíuverði hefur haft slæm áhrif á efnahag landsins og hefur Pútin verið gagnrýndur fyrir að nota ekki varasjóði landsins til að örva efnahagslífið. Í sjónvarps- ávarpi á mánudaginn sagði hann að örvun efnahagslífsins væri hans helsta forgangsverkefni. – ab Annar bruni á gjörgæsludeild Sakamálarannsókn er hafin á tveimur eldsvoðum í Rússlandi. MYND/EPA 1 4 . M A Í 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.