Fréttablaðið - 14.05.2020, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 14.05.2020, Blaðsíða 18
NÝIR TÍMAR Í SAMGÖNGUM Rafhjólatrygging TM er sérsniðin trygging fyrir rafknúin farartæki. Kláraðu málið á tm.is. ÞÚ FÆRÐ RAFHJÓLATRYGGINGU Á TM.IS HUGSUM Í FRAMTÍÐ FÓTBOLTI Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, er ekki hrifinn af þeirri hugmynd að fara að spila fótbolta í höfuðborginni. Ekki meðan hund­ ruð manna eru enn að deyja vegna COVID­19. Enska úrvalsdeildin stefnir að því að byrja að spila um miðjan næsta mánuð eftir að ríkis­ stjórnin gaf grænt ljós á að hefja æfingar og keppni 1. júní. „Borgarstjórinn vill að allar íþróttir hefjist en landið er nú samt í miðjum COVID­stormi og hundruð deyja á hverjum degi. Hans skoðun er að það sé of snemmt að ræða um endurkomu íþrótta í höfuðborg­ inni,“ sagði talsmaður Khans við Evening Standard. Fimm úrvalsdeildarfélög eru í London en borgarstjórinn styður sjálfur Liverpool og hefur viður­ kennt að hann myndi fagna mikið og jafnvel lengi fari deildin af stað enda er Liverpool með níu fingur á bikarnum sem félagið hefur beðið eftir í 30 ár. „Deildin getur aðeins farið af stað þegar það er öruggt og má ekki setja auka byrðar á herðar fólks í fram­ línunni,“ bætti talsmaðurinn við. Bannað að tækla Samkvæmt 40 blaðsíðna skýrslu, sem Sky Sport komst yfir og enska deildin sendi félögunum munu leik­ menn verða prófaðir fyrir COVID­ 19 tvisvar í viku en mælt við komu á æfingu hvort þeir séu með hita. Þeir mega ekki koma saman í bíl á æfingar og ekki fara saman eftir þær. Þeir eiga að mæta tilbúnir þar sem búningsklefarnir eru lokaðir. Þá þurfa þrjú bílastæði að vera á milli bíla þeirra. Bannað verður að tækla og leikmenn munu æfa fimm saman til að byrja með í hámark London vill ekki sjá fótbolta Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan, er ekki hrifinn af því að byrja að spila í ensku úrvalsdeildinni. Leikmenn hittu forsvarsmenn ensku úrvalsdeildarinnar í gær þar sem farið var yfir næstu skref. Mikael Arteta, stjóri Arsenal, með æfingu fyrir faraldurinn. Hann smitaðist af veirunni. Arsenal er eitt af fimm félögum í London. MYND/GETTY Næstu dagar Í dag hittast enska úrvals- deildin, leikmannasamtökin og samtök knattspyrnustjóra. Seinni partinn hittast menn- ingar- og íþróttamálaráðherra og knattspyrnuyfirvöld. Á mánudag er næsti fundur ensku úrvalsdeildarinnar en þá mega leikmenn liða snúa aftur á æfingasvæði félaganna. Þann 25. maí þarf enska úrvalsdeildin að vera búin að skila til UEFA hvernig deildin á að byrja á ný og 1. júní mega leikmenn byrja að spila samkvæmt tillögum bresku ríkisstjórnarinnar. Stefnt er að því að byrja enska boltann þann 12. júní. 75 mínútur. Leikmenn eru hvattir til að vera með andlitsgrímur eða buff fyrir vitunum. Þá verða vellir og annar æf ingabúnaður sótt­ hreinsaðir eftir hverja æfingu. Ef leikmaður meiðist þarf læknir sem er með hanska, svuntu og grímu að sinna honum. Leikmaður sem hefur dvalist erlendis þarf að fara í 14 daga sóttkví. Forseti leikmannasamtakanna sagði á Sky Sport að leikmenn hefðu engan áhuga á því að vera einhvers konar tilraunadýr en veiran hefur sett yfir 32 þúsund Breta í gröfina. Leikmannasamtökin og deildin hittust á fundi í gær þar sem fram­ haldið var rætt. BBC greindi frá því í gær að það hefði heimildir fyrir því að fjölmargir leikmenn hefðu lítinn áhuga á því að spila. Sérstaklega þeir sem hafa asma og aðra undir­ liggjandi sjúkdóma. benediktboas@fretttabladid.is ÍÞRÓTTIR „Það er ekkert að fjármál­ um KR og ég skil ekki alveg hvernig þessi umræða verður til,“ segir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, formaður KR. Töluvert hefur verið rætt og ritað um skuldir KR eftir að skýrsla Reykjavíkurborgar sýndi að félagið skuldaði 200 milljónir árið 2018. Þá var fullyrt í hlaðvarpinu Dr. Football að knattspyrnudeildin stæði höllum fæti. Gylfi segir að hann sé formaður aðalstjórnar og sé ekki inni á öllum fundum deildanna, en KR er með ell­ efu deildir innan sinna raða. „Ég hef ekki heyrt þessa umræðu. Auðvitað eru mörg félög og margar deildir í varnarbaráttu þessa stundina en aðalstjórn KR stendur mjög vel og þar með félagið allt.“ Hann segir að þegar horft er á skuldahliðina gleymist oft að horfa á eignahliðina. „Við erum félag sem á og rekur eignir á svæðinu. Sum félög í Reykjavík eiga ekki eignir og það er hægt að líkja þessu saman að vera í leiguhúsnæði eða eiga ein­ býlishús.“ Ingvar Sverrisson, formaður ÍBR, sagði í þættinum Sportið í dag á Stöð 2 sport, í kjölfar skýrslu borg­ arinnar, að KR væri vel rekið félag og ætti eigið fé upp á einn og hálfan milljarð í fasteignum eða mann­ virkjum. „Geri aðrir betur,“ segir Gylfi léttur með litlar áhyggjur af umræðunni. „KR er Íslandsmeistari í fót­ og körfubolta og stóð sig vel kvenna megin í sömu greinum. Við erum með frábærar deildir. Þetta er trú­ lega 10­90 reglan. Ef 10 prósent gengur ekki vel þá fara 90 prósent af tímanum að ræða það.“ – bb Fjármál KR eru í lagi KR-ingar eru meistarar í fótbolta og körfubolta karla. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR FÓTBOLTI Alþjóðaíþróttadómstóll­ inn hefur sett mál enska knatt­ spyrnusambandsins gegn FIFA á dagskrá hjá sér þann 24. júní. Enska sambandið er að sækja málið fyrir hönd Chelsea sem var dæmt í félaga­ skiptabann í febrúar árið 2019 fyrir brot á samningum við yngri leik­ menn. Chelsea var bannað að kaupa leikmenn í tveimur félagaskipta­ gluggum en eftir að hafa áfrýjað til íþróttadómstóls Evrópu var refsing­ in milduð. Chelsea byrjaði að nota unga og efnilega leikmenn í bann­ inu sem mörgum sparkspekingum þótti skemmtileg nýbreytni. – bb Mason Mount, leikmaður Chelsea. FÓTBOLTI Emil Hallfreðsson, lands­ liðsmaður hjá Padova í Seríu C, segir í viðtali við hlaðvarpið Steve Dag­ skrá að hann útiloki ekki að spila með FH í sumar þegar samningur hans við félagið rennur út. Emil æfir með FH þessa dagana enda enginn fótbolti spilaður á Ítalíu. Emil er með samning til 30. júní og ætlar að taka stöðuna þá. „Ég ætla að sjá fyrst hvað gerist með deildina mína. Það er verið að tala um að fara beint í umspil og ef það er mögu­ leiki þá verður það skemmtilegast í stöðunni. Þetta kemur bara í ljós. FH er samt alltaf minn klúbbur. Það er alveg á hreinu,“ sagði Emil meðal annars. – bb Hvorki af né á hjá Emil um FH FA stefnir FIFA 1 4 . M A Í 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R18 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.