Fréttablaðið - 14.05.2020, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 14.05.2020, Blaðsíða 25
Þuríður Ottesen, eigandi Bóel, segir að það sé sannkallaður sumarblær í versluninni þessa dagana. „Við fengum nýja sendingu af Trippen skóm fyrr í vikunni en það er sumarlína þessa vinsæla skóframleiðenda. Það er góð fjárfesting í Trippen skóm því þeir endast lengi. Sumir viðskipta- vinir sem koma í verslunina ganga enn á tuttugu ára gömlum Trippen sem enn eru flottir og í fullu fjöri,“ segir hún. „Þeir sem hafa kynnst Trippen skónum vita að þeir eru nánast ódrepandi fyrir utan hversu þægilegir þeir eru. Fyrst og fremst eru þeir fallegir og öðru- vísi,“ bætir Þuríður við. Umhverfisvæn framleiðsla „Trippen skófyrirtækið var stofnað árið 1990 og hefur haft að leiðar- ljósi að hanna og gera endingar- góðan og smart skófatnað sem sömuleiðis sker sig svolítið frá ann- arri skóhönnun,“ upplýsir Þuríður. „Þeir sem velja Trippen skera sig úr fjöldanum en skórnir undirstrikar persónuleika þess sem skartar skónum. Þá hafa umhverfis- sjónarmið ávallt verið fyrirtækinu hugleikin og er leðrið til að mynda litað með jurtalitum. Trippen hefur verið í samstarfi við helstu hönnuðu heims á borði við Iris van Herpen, Issey Miyake og Nicholas K, Situationist svo einhverjir séu nefndir. Handgerðir skór Allir skór frá Trippen eru hand- gerðir í verksmiðju fyrirtækisins sem er staðsett um 60 km frá Berlín. Við í Bóel höfum selt Trippen frá því í október en fyrsta sendingin seldist strax upp. Við fundum fyrir mikilli ánægju viðskiptavina okkar sem þekktu merkið og gátu núna eignast nýja Trippen skó. Margir líta á Trippen sem ákveðinn lífsstíl og það er gaman þegar viðskiptavinir tala um listaverk í þessu sambandi,“ segir Þuríður. Vor- og sumarlínan frá Trippen einkennist af skóm í stálgráum lit, brons og platínu. Einnig fást þeir í svörtu og rauðu. „Allir ættu að eiga eina Trippen skó enda liggur áherslan um þessar mundir á að kaupa sjaldnar og velja góð gæði,“ segir hún og bendir á að nú sé tækifæri til að eignast Trippen með 20% afslætti. Geggjaðir Trippen skór á afslætti Það er sumarstemming hjá Bóel á Skólavörðustíg og af því tilefni er 20% afsláttur af Trippen sum- arskóm sem eru nýkomnir til landsins. Margir munu fagna tilboðinu sem stendur frá 14.-18. maí. Þuríður Ottesen og Anna María Jónsdóttir fyrir utan Bóel á Skólavörðustíg. Í versluninni er að finna mikið úrval af glæsi- legum skóm frá Trippen, óvenjulegum og töff fyrir konur sem vilja vera öðruvísi. FRÉTTA- BLAÐIÐ/VALLI Skórnir frá Tripper eru til í mörgum litum og gerðum og eru með 20% afslætti til 18. maí. Það verður því hægt að gera góð kaup í Bóel á næstu dögum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Óhefðbundnar leiðir Trippen fyrirtækið hefur verið leiðandi í því að fara eigin leiðir í hönnun og framleiðslu. Skórnir eru óhefðbundnir og höfða til vandlátra viðskiptavina. Það má eiginlega segja að Trippen brjóti allar tískureglur í skóhönnun sinni því þeir eru einstakir á sinn hátt. Skórnir eru tímalausir og sömu- leiðis ekki bundnir við árstíðir. Unnið er með mismunandi efni og liti í hágæða hönnun. Trippen hefur mikið lagt upp úr góðri vinnu- aðstöðu fyrir starfsmenn sína. Samfélagsleg ábyrgð er í fyrirrúmi hjá fyrirtækinu auk umhverfis- sjónarmiða. Þá er framleiðsluferlið vistvænt og nýsköpun mikil. Stærstu verslanir Trippen eru í Þýskalandi, París, Bretlandi, Ísrael, Taívan, Kína, Mongólíu og Banda- ríkjunum. Að auki selja aðrar 450 verslanir um allan heim Trippen skó. Fyrir utan Trippen skó býður Bóel upp á frjálslegan og töff kven- fatnað auk snyrtivara. Verslunin Bóel er á Skólavörðu- stíg 22, sími 834-1809. Heima- síðan er boel.is en hún er í vinnslu og verður fljótlega komin í fulla notkun. Bóel er bæði á Facebook og Instagram þar sem hægt er að fylgjast með nýjum vörum þegar þær koma í verslunina. Þeir sem hafa kynnst Trippen skónum vita að þeir eru nánast ódrepandi fyrir utan hversu þægilegir þeir eru. Fyrst og fremst eru þeir fallegir og öðru- vísi. FÓLK KYNNINGARBLAÐ 7 F I M MT U DAG U R 1 4 . M A Í 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.