Fréttablaðið - 14.05.2020, Page 28

Fréttablaðið - 14.05.2020, Page 28
Billie Eilish grunaði varla í janúar að flest fólk í heiminum væri komið með andlitsverju svo stuttu síðar. Löngu áður en meirihluti fólks fór að ganga með and-litsverjur vegna COVID-19 mætti söngkonan Billie Eilish með Gucci-maska fyrir nefi og munni á Grammy-verðlaunaafhendinguna í janúar. Fáir hefðu trúað því þá að andlitsverjan yrði nauðsynlegur hluti þess sem fólk klæðist stuttu síðar. Landslagið hefur gjörbreyst á nokkrum mánuðum og nú hafa frægustu tískuhönnuðir ekki undan að sauma andlitsgrímurnar, jafnt fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem almenning. Þótt varla verði sagt að andlits- verjan sé tískuvara þá kappkosta margir að setja alls kyns tískuútlit á þær. Þannig sagðist þekkt banda- rísk áhrifakona á netinu hafa fengið Prada-andlitsverju með skónum sem hún pantaði frá fyrir- tækinu. Sömuleiðis eru Armani og Fendi að framleiða grímur auk Saint Lauren og Balenciaga. Saumastofa Ralph Lauren fram- leiddi 250 þúsund andlitsverjur en langflestar fóru til heilbrigðis- starfsmanna og voru þær gjöf frá hinum fræga tískuhönnuði. Einnig hefur stórverslanakeðjan GAP boðað að þar sé verið að sauma grímur og sömuleiðis Zara, Mango og H&M. Þá hefur lúxus- merkið Canada Goose boðað stóra sendingu af andlitsmöskum til heilbrigðisstarfsfólks í Kanada. Fleiri eru að sauma grímur eins og Warner Bros sem er að útbúa Hello Kitty og fleiri andlitsverjur fyrir börn með þekktum fígúrum úr teiknimyndum. Ekki má gleyma að Louis Vuitt- on er að þróa handsótthreinsi vegna Covid-19 veirunnar. Tískumerkin hanna andlitsverjur Það er notalegt að dekra við hend- urnar heima fyrir. MYND/GETTY Á tímum sem þessum er til-valið að dekra við neglurnar heima. Hér eru þrjú góð ráð sem vert er að hafa í huga. 1) Gefðu nöglunum frí frá akrýl og geli. Það er mikilvægt að leyfa nöglunum að jafna sig á milli meðferða, ekki síst vegna efnanna sem notuð eru til að fjarlægja efni. Þá er freistandi að plokka þegar lakkið losnar sem getur hreinlega skemmt jafnvel heilbrigðustu neglur. 2) Notaðu olíur og krem. Það munar heilmiklu að gæta þess að neglurnar eða svæðið í kring sé ekki þurrt. Þetta er ekki síður áríðandi nú þegar handþvottur og notkun á sótthreinsivörum er orðinn stór og órjúfanlegur hluti af daglegu lífi. 3) Notaðu og vertu með naglaþjöl meðferðis. Ef neglurnar eru ekki í góðu ástandi þá er mikilvægt að halda þeim hæfilega stuttum. Einnig er gott að geta brugðist við strax ef það brotnar af nögl og pússa nöglina niður eins fljótt og hægt er. Heilbrigðar neglur Það er bæði elegant og smart að skarta ökklabandi úr glóandi gulli. Eitt af því heitasta sem hægt er að skreyta sig með í sumar eru ökklabönd af öllu tagi en ekki síst sem elegant skartgripur úr gulli, silfri, með eðal steinum eða perlum. Fagurt og glitrandi ökklaband setur punktinn yfir i-ið á fallegum fæti, við kjóla, pils, stuttbuxur jafnt og síðbuxur, já, hvar sem skín í sólgullið hörund. Ökklabönd voru síðast í tísku á níunda og tíunda áratug síðustu aldar en nú er sem sagt aftur hæst- móðins að skreyta fótleggina svo eftir sé tekið. Sumum henta látlaus og fínleg ökklabönd en aðrir eru djarfari og glysgjarnari og nú segja tískuvitar að það megi sannarlega skarta ökklaböndum sem líta út eins og dýrgripir og njóta sumar- trendsins til fulls. Tekið á löpp 10 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 4 . M A Í 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.