Fréttablaðið - 14.05.2020, Qupperneq 32
Til að birta andláts-, útfarar- eða
þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að
senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is
eða hringja í síma 550 5055 .
Elskuleg systir okkar og mágkona,
Gréta Halldórsdóttir
fv. bankaritari,
Orrahólum 7,
lést á Vífilsstöðum
sunnudaginn 10. maí sl.
Jarðarförin auglýst síðar.
Björn Halldórsson Auður Gilsdóttir
Sigrún Halldórsdóttir Hafþór Edmond Byrd
Guðmundur Halldórsson Hólmfríður Rögnvaldsdóttir
Hrafnhildur Halldórsdóttir John DeMarco
og systkinabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
Lilja Helga Gunnarsdóttir
lést þann 9. maí síðastliðinn.
Útför verður auglýst síðar.
Ingimundur Magnússon
Magnús Ingimundarson Brynhildur Ingvarsdóttir
Gunnar Ingimundarson Hrund Sch. Thorsteinsson
Bolli Þór Bollason Hrefna Sigurðardóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Auður Linda Zebitz
Brúnavegi 9,
lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu,
Mánateigi, miðvikudaginn 6. maí.
Starfsfólki Mánateigs eru færðar alúðar-
þakkir fyrir einstaklega góða aðhlynningu.
Í ljósi aðstæðna verður eingöngu nánasta fjölskylda
viðstödd útförina sem fer fram 18. maí.
Ólafur Kristinsson
Ásta Ólafsdóttir
Kristinn Guðni Ólafsson Ingunn Ingimarsdóttir
Guðrún Ólafsdóttir Erlingur Bótólfsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Sýrlendingarnir hafa lent í sömu erfiðleikum og Íslendingar undanfarnar vikur og upp-lifað einangrun, vinnu- og tekjutap, segir Liljana Milan-koska, hjúkrunarfræðingur
og verkefnastjóri Húnaþings vestra í
málefnum flóttamanna. Þar settust 23
Sýrlendingar að um miðjan maí 2019 og
21 á Blönduósi.
Liljana segir mikla samvinnu hafa
verið milli sveitarfélaganna undanfarið.
„Við gerðum sameiginlegan Facebook-
hóp fyrir sýrlensku fjölskyldurnar og
þar hefur túlkur sett inn upplýsingar
á arabísku daglega vegna COVID-19,“
nefnir hún sem dæmi. „Til að kynnast
íbúum hér, utan hópsins og stuðnings-
fjölskyldnanna, hvöttum við flóttafólk-
ið í upphafi til að sækja íþróttaæfingar,
jóga og sund og umgangast almenning
en síðustu mánuði hefur það auðvitað
ekki virkað vegna samkomubannsins,“
bendir Liljana á.
Eðlilegt að sakna
Nú eru sýrlensku fjölskyldurnar að upp-
lifa ramadan í fyrsta sinn á Íslandi, frá
byrjun til enda, en Liljana segir börnin
enn of ung til að fasta. „Hefðin er sú að
borða milli klukkan 22.30 til 03.40 en
tíminn styttist miðað við sólsetur og
sólarupprás á Íslandi og reynsla fólks-
ins af ramadan hér er önnur en í gamla
heimalandinu,“ segir hún.
„Í arabísku löndunum hægist á sam-
félaginu á þessu tímabili, fólk þarf meiri
svefn yfir daginn, orkan er lítil og skiln-
ingur samfélagsins á því er almennur,
til dæmis hjá vinnuveitendum. Það er
því eðlilegt að fólk finni fyrir heimþrá
meðan á þessari stóru hátíð stendur og
sakni venja tengdra henni, eins og að
skiptast á matarréttum við nágrannana
og hafa meiri fjölbreytileika í máltíðum
og næringu en ella.“
Vel þekkt er að líðan fólks sem f lýr
heimaland sitt og flyst í allt aðra menn-
ingu og umhverfi er oft nokkuð góð í
byrjun, að sögn Liljönu. Fólkið leggi sig
allt fram um að aðlagast samfélaginu
og foreldrar kappkosti að styðja börnin
í að venjast nýju umhverfi svo þeim
vegni sem best bæði í skóla og utan.
„En nokkrum mánuðum síðar kemur
oft bakslag og dýfa,“ segir hún. Þá getur
fólk haft þörf fyrir að vinna úr áföllum
og ýmsum vandamálum.
Hún tekur fram að í Húnaþingi hafi
f lóttamönnunum staðið til boða aðstoð
bæði frá íslenskum sálfræðingi sem hafi
oft unnið við móttöku f lóttamanna á
Íslandi og einnig frá arabískumælandi
sálfræðingi frá Palestínu. „Það ætti að
auðvelda fólki að opna sig ef það getur
rætt á sínu móðurmáli við sálfræðing
sem kemur úr sama menningarheimi
og umhverfi og það sjálft.“
Upplifir sig heima
Liljana kveðst stolt af hópnum sem kom
frá Sýrlandi á Hvammstanga og hvernig
honum hafi gengið að takast á við erfið-
leika, til dæmis ofviðri vetrarins og
veiruna illræmdu. „Fólkið er duglegt
og samvinnufúst og leggur sig fram um
að aðlagast. Það er ánægt með að búa
á Hvammstanga og upplifir sig heima
hér, svo almennt gengur mjög vel með
verkefnið.
En mér finnst líka mikilvægt að fólkið
finni sig ekki skuldbundið til að vera á
Hvammstanga eftir að verkefninu lýkur,
ef það langar annað. Ég hef oft sagt við
það að um leið og fjölskyldurnar eru
nógu sterkar til að geta gert það sem þær
vilja, f lytja, fara í nám eða aðra vinnu
annars staðar og prófa eitthvað nýtt á
Íslandi, þá höfum við náð markmiðum
okkar.“ gun@frettabladid.is
Sólargangurinn styttir
matartímann í ramadan
Slétt ár er síðan 44 sýrlenskir flóttamenn settust að í Húnaþingi. Þá eins og nú stóð
yfir föstumánuður múslima, ramadan. Fólkinu hefur vegnað vel þrátt fyrir ógnir eins
og ofviðri og veiru. Liljana Milankoska hjúkrunarfræðingur fylgist með líðan þess.
„Við gerðum sameiginlegan Facebook-hóp fyrir sýrlensku fjölskyldurnar og þar
hefur túlkur sett inn upplýsingar á arabísku daglega vegna COVID-19,“ segir Liljana.
Lítið eitt um Liljönu
Liljana er hjúkrunarfræðingur og
lokaritgerð hennar fjallaði um sál-
ræna velferð sýrlenskra flóttabarna
á Íslandi. Hún stundar nú meistara-
nám í heilbrigðisvísindum við HA og
leggur áherslu á sálræna líðan, áföll
og ofbeldi. Sjálf hefur hún frætt
nema í heilbrigðisvísindum við HA
um móttöku flóttamanna á Íslandi.
Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi
forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff
gengu í hjónaband þennan mánaðar-
dag árið 2003. Þau voru gefin saman
af sýslumanninum í Hafnarfirði,
Guðmundi Sophussyni, eftir mikla
afmælishátíð sem haldin var í Borgar-
leikhúsinu í tilefni af sextugsafmæli
forsetans.
Brúðkaupsathöfnin var látlaus og
fór fram í Bessastaðastofu að fjöl-
skyldu forsetans viðstaddri. Það var
í fyrsta skipti í sögunni sem forseta-
brúðkaup fór fram á Bessastöðum.
Dorrit vakti strax athygli og vann
fljótlega hug og hjörtu íslensku
þjóðarinnar. Hún var áberandi í for-
setakosningunum árið 2012, til marks
um það var vefslóðin á heimasíðu
framboðs Ólafs Ragnars þá olafurog-
dorrit.is. Hún tók líka virkan þátt í
embættisstörfum Ólafs Ragnars alveg
þangað til hann lét af embætti, árið
2016.
Þ E T TA G E R Ð I S T: 14 . M A Í 2 0 0 3
Ólafur Ragnar og Dorrit gengu í það heilaga
Merkisatburðir
1769 Karl 3. Spánarkonungur sendir trúboða til Kaliforníu
og er það upphaf landnáms hvítra manna þar.
1796 Edward Jenner bólusetur átta ára dreng, James
Phipps, við kúabólu, það er fyrsta bólusetningin.
1919 Átta klukkustunda vinnudagur var lögfestur í Dan-
mörku.
1948 David Ben-Gurion, forsætisráðherra lýsti yfir
stofnun Ísraelsríkis.
1955 Varsjárbandalagið er stofnað í Varsjá í Póllandi.
Tilgangur þess er að vera mótvægi við Atlantshafsbanda-
lagið (NATO).
1965 Fyrsta Fokker Friendship-flugvél Flugfélags
Íslands kemur til landsins,
2004 Friðrik krónprins Dana og Mary Elizabeth Donald-
son frá Ástralíu eru gefin saman í hjónaband.
1 4 . M A Í 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R20 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT