Víkurfréttir - 02.01.2020, Side 6
Ferskir vindar haldnir í sjötta sinn í Garði :
Laðar til sín listafólk frá öllum heimshornum
Þegar ekið er í gegnum Garðinn núna
má sjá listafólk á vappi um bæinn en
þegar komið er inn í samkomuhúsið
sést greinilega að húsið hefur breyst
í alþjóðlega listasmiðju.
Listakonan Mireya Samper, systir
Baltasars Kormáks leikstjóra, er skipu-
leggjandi og hugmyndakonan á bak
við listahátíðina Ferskir vindar, sem
haldin er annað hvert ár í Garði, Suður-
nesjabæ.
Að þessu sinni eru listamenn frá
átján löndum sem taka þátt en hróður
hátíðarinnar hefur borist víða og kom-
ast færri að en vilja, aðallega vegna hús-
næðisleysis, segir Mireya en blaðakona
Víkurfrétta kíkti í samkomuhúsið í
Garði til að fá fréttir af komandi list-
sýningu sem hefst 4. janúar á nýju ári.
Einstök listahátíð á
heimsmælikvarða
„Ég hafði ferðast víða um heim og
tekið þátt í samskonar listahátíðum
erlendis áður en ég ákvað að búa til
þessa hátíð í samstarfi við bæjaryfir-
völd í Garði á sínum tíma. Þetta er í
sjötta sinn sem Ferskir vindar fara fram
en hátíðin er haldin annað hvert ár.
Hátíðin sem ég hef staðið fyrir tengir
saman allar listgreinar en það er ekki
algengt erlendis. Við höfum fengið
tónlistarfólk, myndlistarfólk, dans-
ara, söngvara og gjörninga og fleiri
listgreinar. Það fer mjög gott orð af
hátíðinni erlendis og eftirspurnin er
gífurleg, það er þegar orðið fullt á næstu
hátíð og ég er meira að segja byrjuð
að skrá niður þátttakendur fyrir þar-
næstu hátíð. Við erum að fá listafólk
í mjög háum gæðaflokki. Listamenn
koma hingað og dvelja við listsköpun
sína í einn mánuð. Þetta gefur lista-
fólkinu nægan tíma til listsköpunar
og einnig mikinn innblástur, að hitta
aðra listamenn. Eitthvað nýtt verður til
úr þessum samruna. Við getum alveg
sagt að það sé brjáluð aðsókn en það
er vegna þess að Ferskir vindar er ólík
öllum öðrum listahátíðum erlendis. Nú
eru 45 listamenn að taka þátt og við
hefðum getað boðið fleirum en hús-
næðisskortur hamlaði því. Við viljum
helst hafa listafólkið búsett innan Garðs
því allir eru fótgangandi og því best að
þátttakendur, hópurinn, búi nálægt
hver öðrum. Íslendingarnir sem taka
þátt fara samt yfirleitt heim til sín eftir
vinnudag listsköpunar. Samkomuhúsið
er miðjupunkturinn en þar borðum
við og fögnuðum jólum og áramótum
saman,“ segir Mireya Samper.
Hvers vegna þessi gífurlegi áhugi lista-
manna?
„Það er landið okkar Ísland sem laðar
til sín, bæjarfélagið og staðsetningin
heillar þau, vindarnir, veðrið, víðáttan,
náttúruöflin, sjórinn, þetta litla vin-
gjarnlega samfélag en listafólkið býr
margt í stórborgum erlendis. Gott
orðspor hefur farið víða um heim
og hátíðin hefur skipað sér sess
sem mjög áhugaverð alþjóðleg
listahátíð. Nú hefur bæjarfélagið
sameinast Sandgerði og heitir
Suðurnesjabær, við stækkum
einnig að því leyti að sýningar-
staðir eru einnig í Sandgerði, í
Listatorgi, Vörðunni og Sand-
gerðiskirkju. Listamenn munu
skilja eftir sig verk í báðum
hverfum bæjarfélagsins að þessu
sinni,“ segir Mireya.
Góð vinátta
og jafnvel hjónabönd
„Jú, jú, það hafa orðið til mörg
pör eftir Ferska vinda. Fólk
kynnist vel á þessum mánuði og
góð vinátta myndast eða jafnvel
ástarsamband. Það hafa orðið til
tvö brúðkaup og eitt barn hefur
fæðst hjá öðru parinu,“ segir
Mireya Samper að lokum þegar
blaðakona spyr út í tengslin
sem hafa myndast í hópunum.
Mireya býður alla hjartanlega
velkomna á sýningarhelgarnar
sem eru tvær, sú fyrri er 4. og 5.
janúar og sú seinni er 11. og 12.
janúar og rútuferð. Hátíðinni
lýkur með stórri brennu á lista-
verki eins þátttakanda úti við
Garðskagavita þann 12. janúar
um klukkan 18:30.
Dagskrá í heild sinni sést á
heimasíðu hátíðarinnar fresh-
winds.com
Hann kveikir í öllum
listaverkum sínum
Hann kallar sig Jordi NN og er
34 ára gamall myndhöggvari frá
Spáni sem ferðast víða um heim
til að búa til listaverk úr tré sem
hann byggir upp og brennur svo til
kaldra kola fyrir framan áhorfendur.
Þetta ætlar hann einnig að gera á
Garðskagavita þegar listahátíðinni
Ferskir vindar lýkur sunnudaginn
12. janúar. Við tókum hann tali og
spurðum hann út í þetta.
„Ég er kallaður eldsmyndhöggvari
(Fire Sculptor) því ég bý til listaverk
sem ég brenni og tek yfirleitt þátt á
hátíðum þar sem verið er að fagna
sólstöðum eða einhverju náttúru-
fyrirbrigði. Nú erum við að fagna
aftur komu ljóss-
ins, dagsbirtunnar
og kveðja hátíðina.
Þið Íslendingar
fagnið nýju ári
með eldi og það
fannst mér gaman
að heyra. Eldsat-
höfn er forn siður og má tengja við
eitthvað gamalt sem er að hverfa
og eitthvað nýtt sem er að fæðast.
Þegar nýtt tímabil er að hefjast í
náttúrunni er einnig upplagður
tímapunktur til að kveikja eld. Ég
fórna þeim verkum sem ég skapa
og ég geri það með því að kveikja í
þeim fyrir framan áhorfendur. Lista-
verkið mitt breytist þá í gjöf til allra
þeirra sem horfa á athöfnina. Allir
sem eru viðstaddir upplifa hlýju í
hjarta en það er ætlun mín þegar ég
skapa þessa upplifun, frá hjarta til
hjarta. Ég vil gefa það besta af mér
til þess besta sem býr í þér. Ég hef
verið sjö ár að þróa þessa aðferð sem
ég nota til að láta eldinn brenna á
sem náttúrulegastan hátt og nota
til dæmis enga olíu eða önnur efni
til að kveikja eldinn heldur byrja ég
innst í listaverkinu að kveikja eld
sem breiðir úr sér um allt listaverkið
sem er úr timbri,“ segir Jordi NN.
Eldurinn brennur í lok hátíðar
„Þetta er stór upplifun fyrir
áhorfendur og örvar öll skynfæri
þeirra, meira að segja heyrnina
þegar fólk heyrir brestina í
viðnum sem er að brenna. Ég er
að skapa fallega minningu fyrir
alla viðstadda. Ég geri þetta allt
af ást. Ég ferðast um heiminn til
að skapa þessa upplifun. Eldur er
hrein náttúruleg fegurð og dá-
leiðir þá sem horfa á dansandi
logana,“ segir Jordi NN sem
bætir við í lokin: „Það er búið að
vera frábært að taka þátt í þess-
ari hátíð, frábært fólk og lista-
menn í mjög háum gæðaflokki.“
Við óskum viðskiptavinum okkar gleðilegs nýs árs.
Með þökk fyrir viðskiptin á liðnu ári.
Mikið úrval af ljúffengu
sjávarfangi í áramótamatinn.
Mireya Samper er höfundur
listahátíðarinnar Ferskir vindar.
Jordi NN ætlar að brenna
listaverk sitt síðasta daginn
fyrir framan áhorfendur.
Útilistaverk
Jordi NN
eru í stærri
kantinum.
Marta Eiríksdóttir
marta@vf.is
Jólatréð sem prýðir
samkomuhúsið, endurvinnsla.
6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 2. janúar 2020 // 1. tbl. // 41. árg.