Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.01.2020, Page 10

Víkurfréttir - 02.01.2020, Page 10
„Lífið er of dýrmætt ferðalag til að standa í skugga þennan dag,“ gæti verið lífsmottó Más Gunnarssonar en þetta viðlag kemur fyrir í sigurlagi hans og systur hans, Ísoldar, en þau sigruðu í jólalagakeppni Rásar tvö nú fyrir jólin. Það hlýtur að vera sérstakt að sjá ekki umhverfi sitt og þurfa að kortleggja það með huganum. Svo ef eitthvað óvænt kemur í umhverfið, sem þú átt ekki von á, getur það verið afdrifaríkt fyrir þig og jafnvel valdið slysi. Hljóðlausir rafbílar eru til dæmis ný ógn fyrir blinda sem treysta á heyrn sína þegar farið er yfir götu. Það er hollt að setja sig í spor þeirra sem sjá ekki eins og við hin. Már Gunnarsson, tónlistarmaður og sundkappi, er blindur í dag en hann fæddist með sjúkdóm í augnbotnum sem gerði það að verkum að sjónin minnkaði með árunum. Maður finnur fljótt að Már er ein- staklega jákvæður og lætur ekkert stoppa sig, að tala um fötlun í tilfelli hans er því algjör óþarfi. Gömul sál með fallegt hjarta „Ég er dálítið í mörgu en læt aldrei draga úr mér. Stundum held ég að fólk hugsi að ég sé að taka of stóra bita þegar ég tilkynni markmið mín en mér finnst það ekki sjálfum. Allir í kringum mig styðja það sem ég er að gera. Mér finnst gaman að spila tónlist og mér finnst gaman að synda á góðum tíma og mér finnst gaman að ferðast til útlanda. Mér finnst gaman að hlusta á hljóðbækur á ensku, þýsku og íslensku. Allt sem er skemmtilegt finnst mér gaman að gera. Að vera lifandi og ferskur í öllu sem ég geri er mottó mitt,“ segir Már stutt og laggott og þar höfum við þá lífsreglu á tæru frá þessum unga manni sem er aðeins tvítugur en gæti verið mun eldri miðað við hvernig hann talar. Metnaðarfullur og hugrakkur „Allt sem ég geri, vil ég gera vel og hef alltaf lagt mig fram en það verður að vera gaman, ég vil uppskera. Ef eitthvað er leiðinlegt þá sleppi ég því, það er bara svoleiðis. Ég æfi tvisvar á dag, alla daga vikunnar nema á sunnudögum en þá tek ég mér frí. Á morgnana tek ég alls- konar styrktaræfingar og svo syndi ég iðulega tvisvar á dag. Ég stefni að því að komast á Ólymp íu leika fatlaðra í Tókýó árið 2020 en þar stefni ég á gullið. Það er mjög erfitt að komast inn, alls konar síur en ég er samt líklegur kandídat að komast á pall í Tokyo.“ Már er ekki aðeins metnaðarfullur á íþróttasviðinu heldur hefur hann einnig metnað fyrir tónlistarsköpun sinni. „Ég hef alltaf haft gaman af því að syngja en þegar ég var sjö ára þá lærði ég fyrst á píanó hjá rússneskum píanó- meistara í Luxemburg, þar sem við bjuggum. Mamma og pabbi komu með þessa hugmynd um að læra á píanó. Svo þróaðist það í að ég fór að semja mína eigin tónlist. Í dag er ég bæði tón- leikahaldari og lagaútgefandi. Söngur fuglsins er geisladiskur sem ég gaf út og hefur selst vel, einhver þessara laga eru á Spotify en annars sel ég geisla- diskinn á gamla mátann og hægt er að nálgast þá hjá mér. Ég hef gaman af því að búa til stóra viðburði og 13. mars næstkomandi ætla ég að halda tónleika í Hljómahöll. Þá koma fram, ásamt mér og fleirum, níu bestu hljóðfæraleikarar Póllands. Við verðum svona þrettán til fjórtán manns á sviðinu. Þarna verður tónlist mín flutt með öllu þessu flotta tónlistarfólki, ég hlakka mikið til,“ segir Már sem vílar ekki fyrir sér að fram- kvæma hluti sem aðrir veigra sér við. Már er ekki bara hæfileikaríkur heldur er hann einnig ótrúlega hugrakkur. Alinn upp í jákvæðu umhverfi „Til þess að afreka og ná árangri þá er ég viss um að jákvæðni sé rauði þráðurinn. Ég er svo heppinn að hafa alltaf verið alinn upp í jákvæðu um- hverfi og hugsa: „Ég get, ég skal, ég ætla.“ Til þess að ná að halda svona stóra og mikla tónleika og stefna á Ól- ympíuleikana í Tokyo 2020 þá verð ég að vera jákvæður og hafa trú á sjálfum mér. Hugurinn þarf að vera jákvæður. Ég sá miklu betur þegar ég var yngri og það hefur hjálpað mér í dag að ég hafði sjón í upphafi. Sjóninni hrakaði þegar Marta Eiríksdóttir marta@vf.is Allt sem ég geri, vil ég gera vel og hef alltaf lagt mig fram en það verður að vera gaman, ég vil uppskera ... Már Gunnarsson varð ellefti í kjöri til íþróttamanns ársins 2019 hjá Samtökum íþróttafréttamanna. 10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR MÁR ER MAÐUR ÁRSINS Sundkappinn og tón- listarmaðurinn Már Gunnarsson er Suður- nesjamaður ársins 2019 Sundkappinn og tónlistarmaðurinn Már Gunn­arsson er Suðurnesjamaður ársins 2019 hjá Víkur­fréttum. „Ég átti nú ekki alveg von á þessu en gaman að vera kominn í þennan merka hóp ykkar,“ sagði ungi maðurinn af hógværð við ritstjóra Víkurfrétta sem greindi honum frá útnefningunni rétt fyrir jól. Þegar þetta birtist 2. janúar er Már kominn til út-landa en hann mun næstu vikurnar stunda æfingar og keppa erlendis eins og fram kemur síðar í þessari umfjöllun. Már er aðeins tvítugur að aldri.Már á sérlega glæsilegt íþróttaár að baki sem náði hámarki á heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi sem fram fór í London seint á síðasta ári. Þar varð Már einn Norðurlandabúa til þess að komast á verðlaunapall þegar hann setti nýtt og glæsilegt Íslandsmet í 100m baksundi og vann til bronsverð-launa í greininni. Á árinu 2019 setti Már alls 28 Íslandsmet og synti þrívegis undir gildandi heims-meti á ÍM25 í Ásvallalaug. Már stefnir ótrauður að þátttöku á Paralympics í Tokyo 2020 en takist það ætlunarverk hans verður það í fyrsta sinn sem hann keppir á leikunum. Már sinnti tónlistargyðjunni einnig af kappi og hélt stórtónleika í upphafi árs, hann ætlar að endurtaka leikinn nú í mars. Þá endaði Már árið skemmtilega þegar hann og Ísold systir hans unnu jólalagakeppni Rásar tvö. Lagið var efst á vin-sældalista Rásar tvö síðustu vikuna í desember og næstvinsælast vikuna þar á undan. Í Suðurnesjamagasíni, fyrsta þætti ársins 2020 hjá Víkurfréttum, hittum við Má og ræðum við hann um sundið, tónlistina, blindrastafinn og fleira. Marta Eiríksdóttir, blaðamaður á Víkurfréttum, hitti Má hins vegar og tók viðtalið sem birtist hér. Það dugði ekkert minna en að senda tvo aðila frá Víkurfréttum til að ræða við þennan magnaða strák.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.