Víkurfréttir - 02.01.2020, Síða 16
Hafdís Hulda Garðarsdóttir var dúx á haustönn Fjölbrautaskóla Suðurnesja en
skólaslit og brautskráning FS fór fram föstudaginn 20. desember. Að þessu sinni
útskrifuðust 59 nemendur; 46 stúdentar, fjórtán úr verknámi, sex úr starfsnámi og
einn af framhaldsskólabraut starfsbraut. Þess má geta að sumir luku prófi af fleiri
en einni braut. Karlar voru 31 og konur 28. Alls komu 37 úr Reykjanesbæ, tólf úr
Grindavík, níu úr Suðurnesjabæ og einn frá Eskifirði.
Dagskráin var með hefðbundnu sniði. Kristján Ás-
mundsson, skólameistari, afhenti prófskírteini og flutti
ávarp og Guðlaug Pálsdóttir, aðstoðarskólameistari
,flutti yfirlit yfir störf annarinnar. Víglundur Guð-
mundsson, nýstúdent, flutti ávarp fyrir hönd braut-
skráðra og Bogi Ragnarsson, kennari, flutti útskriftar-
nemendum kveðjuræðu starfsfólks. Að venju fluttu
nemendur skólans tónlist við athöfnina en Styrmir
Pálsson lék á fiðlu og Arnar Geir Halldórsson á selló,
síðan lék Haukur Arnórsson, nýstúdent, á píanó.
Við athöfnina voru veittar viðurkenningar fyrir
góðan námsárangur. Anton Halldórsson fékk viður-
kenningu fyrir góðan árangur í viðskiptagreinum,
Ína Ösp Úlfarsdóttir fyrir félagsfræði, Kristín M.
Ingibjargardóttir fyrir textílfræði, Helena Berg-
sveinsdóttir fyrir húsasmíði og Sigrún Birta Eckard
fyrir árangur sinn í listasögu. Helgi Líndal Elíasson
fyrir viðurkenningu fyrir góðan árangur fata- og
textílgreinum og verðlaun frá Landsbankanum fyrir
lokaverkefni í fata- og textílgreinum. Rakel Ýr Ottós-
dóttir fékk viðurkenningar fyrir góðan árangur í
ensku og spænsku og verðlaun frá Verkfræðistofu
Suðurnesja fyrir góðan árangur í stærðfræði. Katla
Marín Þormarsdóttir fékk viðurkenningu frá skól-
anum fyrir spænsku, verðlaun frá danska sendiráðinu
fyrir árangur sinn í dönsku og frá Landsbankanum
fyrir góðan árangur í erlendum tungumálum. Elvar
Jósefsson fékk viðurkenningar fyrir góðan árangur
í rafmagnsfræði og vélstjórnargreinum og hann
fékk einnig verðlaun frá Isavia fyrir góðan árangur
í verknámi og gjöf frá Landsbankanum fyrir góðan
árangur í verknámi. Hafdís Hulda Garðarsdóttir fékk
viðurkenningar frá skólanum fyrir góðan árangur í
efnafræði, stærðfræði og líffræði, hún fékk verðlaun
frá Íslenska stærðfræðifélaginu fyrir árangur sinn í
stærðfræði, viðurkenningu frá þýska sendiráðinu
fyrir góðan árangur í þýsku, gjöf frá Þekkingarsetri
Suðurnesja fyrir árangur sinn í náttúrufræðigreinum
og viðurkenningu frá Landsbankanum fyrir góðan
árangur í stærðfræði og raungreinum
Kristján Ásmundsson, skólameistari, afhenti Haf-
dísi einnig 100.000 kr. námsstyrk úr skólasjóði en
hann er veittur þeim nemanda sem er með hæstu
meðaleinkunn við útskrift. Hafdís hlaut einnig 30.000
kr. styrk frá Landsbankanum fyrir hæstu einkunn á
stúdentsprófi.
Ragnheiður Gunnarsdóttir afhenti við athöfnina
styrki úr styrktarsjóði Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Sjóðurinn var stofnaður af Kaupfélagi Suðurnesja
og Gunnari Sveinssyni, fyrrverandi kaupfélagsstjóra
og fyrsta formanni skólanefndar Fjölbrautaskóla
Suðurnesja. Tilgangur sjóðsins er að efla og auka
veg skólans með því að styrkja nemendur skólans
til náms, að styðja við starfsemi sem eflir og styrkir
félagsþroska nemenda og að veita útskriftarnem-
endum viðurkenningar fyrir frábæran árangur í
námi og starfi. Þær Alma Rut Einarsdóttir, Herdís
Birta Sölvadóttir og Martyna Daria Kryszewska
fengu allar 25.000 kr. styrk fyrir góða frammistöðu
í tjáningu og ræðumennsku.
Undir lok athafnarinnar veitti skólameistari Kacper
Zuromski silfurmerki Fjölbrautaskóla Suðurnesja en
hann sigraði í forritun á Íslandsmóti iðn- og verk-
greina fyrr á árinu.
Að lokum sleit Kristján Ásmundsson skólameistari
haustönn 2019.
Hafdís Hulda dúx á haustönn 2019
Stefnumótun og framtíðarskipu-
lag náms á framhaldsskólastigi á
Suðurnesjum var til umfjöllunar
á síðasta fundi bæjarráðs Grinda-
víkur en fyrir Alþingi liggur þings-
ályktunartillaga um málið.
Eins og fram kemur í þingsálykt-
unartillögunni þá hefur fjölgun
landsmanna undanfarin ár verið
hlutfallslega mest á Suðurnesjum og
langt umfram meðalfólksfjölgun í
landinu. Á árinu 2018 fjölgaði íbúum
á Suðurnesjum um 5,2% en árið 2017
var fólksfjölgunin um 7,4%. Sam-
setning íbúa á Suðurnesjum er einnig
ólík því sem gerist í öðrum lands-
hlutum þar sem fjórðungur íbúa er
af erlendu bergi brotinn. Mennt-
unarmöguleikar þurfa að endur-
spegla þörfina og það fjölbreytta
samfélag sem þrífst á Suðurnesjum.
Annað atriði sem taka þarf tillit til
við skipulag náms á framhaldsskóla-
stigi á svæðinu er hátt hlutfall vakta-
vinnufólks. Fjölbreyttar námsleiðir
og sveigjanlegar kennsluaðferðir
verða að vera í boði fyrir þann hóp,
bæði fyrir framhaldsmenntun og
símenntun.
Í ljósi þessa fagnar bæjarráð
Grindavíkur og lýsir yfir ánægju
sinni með framkomna þingsálykt-
unartillögu og telur mikilvægt að
tillagan verði samþykkt af Alþingi
og að skipaður verði starfshópur um
framtíðarskipulag náms á framhalds-
skólastigi á Suðurnesjum.
Eins tekur bæjarráð Grindavíkur
heilshugar undir umsögn frá Sam-
bandi sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Menntunar-
möguleikar
þurfa að
endurspegla
þörfina
– og það fjölbreytta
samfélag sem þrífst
á Suðurnesjum
Þriggja ára gaf
Fjölskylduhjálp
þrjá jólapakka
Það voru margir sem lögðu hönd á
plóginn hjá Fjölskylduhjálp fyrir þessi
jól. Sá yngsti var þó hann Samúel
Friðjón Sigurðsson en hann er aðeins
þriggja ára. Samúel fór með þrjá jóla-
pakka til Fjölskylduhjálpar og vildi
endilega leggja þeirra góða starfi lið.
Samúel með pakkana.
FRÉTTAVAKT
ALLAN SÓLARHRINGINN
898 2222 Styrmir Pálsson lék á fiðlu og Arnar Geir Halldórsson á selló, síðan lék nýstúdentinn Haukur Arnórsson á píanó. Víglundur Guðmundsson, nýstúdent, flutti ávarp fyrir hönd brautskráðra.
Hafdís Hulda
Garðarsdóttir
var dúx á
haustönn
Fjölbrautaskóla
Suðurnesja.
16 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 2. janúar 2020 // 1. tbl. // 41. árg.