Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.01.2020, Page 18

Víkurfréttir - 02.01.2020, Page 18
Sandra Ólafsdóttir, viðskiptafræðinemi við Háskóla Reykjavíkur og starfsmaður á Heilsuleikskólanum Kór: Margt fallegt að gerast í samfélaginu Hvernig ætlarðu að fagna áramótunum? „Ég verð í faðmi foreldra minna. Fyrsta árið sem systir mín verður ekki með okkur svo það verður smá skrítið. En ætli maður kíki ekki á lífið þegar líður á nóttina.“ Ertu með áramótaheiti fyrir 2020? „Ég legg voða lítið upp úr því að setja mér áramótaheiti þó það blundi stundum á því hvað mig langi að gera á nýju ári ómeðvitað. Ætli það sé ekki að lesa fleiri bækur mér til skemmtunar, njóta þess að vera í kringum fjölskyldu og vini, sjálfsvinna og að leyfa mér að gera eitthvað annað en að læra án þess að fá samviskubit. Þetta síðasta er mjög erfitt og líklega margir sem kannast við það.“ Hvað var það besta sem gerðist hjá þér persónulega 2019? „Ég hélt áfram þó vindar blésu á móti. Kláraði skólann vel, hélt áfram í minni baráttu og lærði mjög mikið á sjálfa mig. Held ótrauð áfram á nýju ári.“ Hvað var það besta sem gerðist í samfélaginu 2019 að þínu mati? „Án efa vitundarvakning kynferðisofbeldis og mikilvægi þess að virða mörk annarra. Það er margt fallegt að gerast í samfélaginu okkar, þetta er rétt að byrja!“ Ásta María Jónasdóttir, aðstoðarmaður fasteignasala hjá Allt fasteignir fasteignasölu: Stefnir á hálfmaraþon Hvernig ætlarðu að fagna áramótunum? „Við litla fjölskyldan verðum hjá pabba um áramótin, pabbi er einn helsti stuðningsmaður björgunarsveitarinnar svo ég býst við að þeim verði fagnað með góðum mat og nóg af flugeldum.“ Ertu með áramótaheiti fyrir 2020? „Kannski ekki beint áramótaheiti en markmið samt sem áður, ég stefni að því að taka hálfmaraþon í Reykjavíkurmaraþoninu ásamt því að vinna í sjálfri mér.“ Hvað var það besta sem gerðist hjá þér persónulega 2019? „Ætli það besta hafi ekki verið þegar ég tók þá ákvörðun fyrir sjálfa mig að fara í magaermisaðgerð í Lettlandi í júlí.“ Hvað var það besta sem gerðist í samfélaginu 2019 að þínu mati? „Það er alltaf hrikalega jákvætt hvað unga fólkið okkar verður meðvitaðara um það sem er að gerast í kringum okkur. Mér fannst þetta ár einkennast mikið af því að unga fólkið varð almennt fróðara um sín mörk og mikilvægi þeirra.“ Laufey Ebba Eðvarðsdóttir starfar við endurskoðun hjá Deloitte í Reykjanesbæ: Ætlar að finna kærasta á nýju ári Hvernig ætlarðu að fagna ára- mótunum? „Ég verð hjá mömmu með fjöl- skyldunni. Mamma var erlendis á aðfangadag svo við ætlum að fara öll saman inn í nýja árið.“ Ertu með áramótaheiti fyrir 2020? „Er með skýrt markmið fyrir næstu jól, ég ætla að finna mér kærasta á árinu. Þetta er mest djók en smá ekki djók. Það er djók í fjölskyldunni að ef ekkert verði farið að ganga í leitinni um mitt ár sé ég reiðubúin að lækka standardinn töluvert.“ Hvað var það besta sem gerðist hjá þér persónulega 2019? „Árið 2019 var frábært ár hjá mér. Ég byrjun árs byrjaði ég í nýju framtíðar- starfi, ég ættleiddi hund, útskrifaðist með meistaragráðu og byrjaði að kenna dæmatíma í HR. Svo líður mér líka rosavel í sálinni, sem er mikilvægast af öllu. Amma sagði alltaf að það væri mikilvægt að lifa í sátt við guð og menn, það eru orð sem ég reyni að lifa eftir.“ Hvað var það besta sem gerðist í samfélaginu 2019 að þínu mati? „Mér finnst flest ganga frekar vel í samfélaginu. Ég er reyndar frekar mikil Pollýanna en það virkar fyrir mig. Mér finnst til dæmis Reykjanesbær vera að lifna við. Mér finnst samfélagið hérna vera yndislegt, unga fólkið okkar víðsýnt og duglegt og bæjarbragurinn sem er að myndast meiriháttar. Í heildina litið finnst mér samfélagið alltaf verða betra og betra.“ VANTAR VANAN HANDFLAKARA TIL STARFA Næg vinna framundan Upplýsingar í síma 7746908. N.G. fish ehf. Sandgerði.   Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00 Hvítasunnu- kirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84 Reiki, heilun getur lagað hina ýmsu kvilla þunglyndi, verki, léttir lund Hef unnið með veik dýr líka með góðum árangri. Helga P. Hrafnan, reikimeistari Tímapantanir á palina1937@hotmail.com Unga fólkið um áramótin Á milli jóla og nýárs spurði Sólborg Guðbrandsdóttir nokkur ungmenni út í nýliðið ár og áramótin Ingibjörg Ýr Smáradóttir, starfsmaður Icelandair: Einblínir á það góða Hvernig ætlarðu að fagna áramótunum? „Ég ætla að eyða þeim heima með fjölskyldunni minni, elda góðan mat og njóta.“ Ertu með áramótaheiti fyrir 2020? „Ekki beint nei, bara að halda áfram að rækta og einblína á það góða í lífinu.“ Hvað var það besta sem gerðist hjá þér persónulega 2019? „Ég kláraði loksins stúdentsprófið mitt, svo er alltaf best að fylgjast með syni mínum vaxa og dafna á hverjum degi.“ Hvað var það besta sem gerðist í samfélaginu 2019 að þínu mati? „Mikil vakning í umhverfismálum.“ Sigríður Guðbrandsdóttir, starfsmaður þjónustuvers Reykjanesbæjar: Ánægð með uppbygg- ingu sveitarfélagsins Hvernig ætlarðu að fagna áramótunum? „Ég ætla að fagna áramótunum heima með fólkinu mínu, horfa á áramótaskaupið, jafn- vel sprengja nokkra flugelda og hitta vini.“ Ertu með áramótaheiti fyrir 2020? „Áramótaheitin mín fyrir árið 2020 eru m.a. að eyða meiri tíma með fjölskyldu og vinum og ferðast.“ Hvað var það besta sem gerðist hjá þér persónulega 2019? „Ég söng bakraddir í Söngvakeppninni og á tónleikunum Með blik í auga. Ég eignaðist aðra bróðurdóttir. Ég hljóp í Reykjavíkur- maraþoninu fyrir fyrsta skiptið fyrir frænku mína, keypti mína fyrstu íbúð með kærast- anum mínum og átti góðar stundir með fjölskyldu og vinum.“ Hvað var það besta sem gerðist í sam- félaginu 2019? Uppbyggingin sem varð í sveitafélaginu og bætt fjárhagsstaða bæjarins. Einnig vitundarvakningin um loftslagsmálin. Ingibjörg Sól Guðmundsdóttir, danskennari og stuðningsfulltrúi í Myllubakkaskóla: Óléttan breytti hugarfarinu Hvernig ætlarðu að fagna áramótunum? „Þetta verða voða róleg áramót hjá mér. En ég ætla að vera með fjölskyldunni, borða góðan mat og njóta.“ Ertu með áramótaheiti fyrir 2020? „Ég er með nokkra hluti í huga, eitt af því er að hugsa betur um sjálfa mig.“ Hvað var það besta sem gerðist hjá þér persónulega 2019? „Ég varð ólétt, það hefur breytt hugar- farinu ótrúlega mikið á góðan hátt.“ Hvað var það besta sem gerðist í sam- félaginu 2019 að þínu mati? „Lengingin á fæðingarorlofinu er kannski það sem er mér efst í huga einmitt núna.“ 18 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 2. janúar 2020 // 1. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.