Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.01.2020, Side 1

Víkurfréttir - 16.01.2020, Side 1
Átt þú rétt á slysabótum? Við hjálpum þér að leita réttar þíns TORT INNHEIMTA SLYSABÓTA HAFÐU SAMBAND 511 5008 UMFERÐASLYS VINNUSLYS FRÍTÍMASLYS Fyrsta barn ársins á Suðurnesjum fæddist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á þrettándanum, 6. janúar. „Þetta verður skemmtilegur afmælisdagur hjá drengnum í framtíðinni,“ sögðu ungu foreldrarnir, þau Marín Hrund Jónsdóttir og Jón Aðalgeir Ólafsson, en þau áttu fyrir eina dóttur, Glódísi Lind, þriggja ára. Hún fæddist sama dag og þegar Ísland vann England á EM í knattspyrnu. Það var því tvöfaldur fögnuður þann daginn. Fæðingin núna gekk vel hjá Marín sem fór á fæðingardeildina í Keflavík um kl. 18 og stráksi var kominn í heiminn um fjórum klukkustundum síðar. Hún vildi koma þakklæti á framfæri til fæðingardeildarinnar. „Það var yndislegt að fæða í Keflavík og svo eru konurnar frábærar eins og allir vita,“ sagði Marín Hrund. „Skemmtilegur afmælis- dagur hjá drengnum“ – Fyrsta barn ársins fæddist á þrettándanum Ljósmóðir á fæðingardeild Heil- brigðisstofnunar Suðurnesja segir að heilsufarsleg vandamál þjóðfélagsins séu stærri í dag en áður með vaxandi tíðni offitu, sykursýki og hjarta- og æðasjúkdóma. Fæðingum hefur fækkað mikið á fæðingardeild HSS á undanförnum árum, m.a. vegna lokunar skurðstofu. Um jólin 1982 voru þrettán fæðingar á deildinni á HSS. Nú voru þær þrjá síðustu tvær vikur desembermánðar. „Við erum að sjá hærra hlutfall kvenna með meðgöngusykursýki og háþrýsting sem krefst nánara eftirlits á meðgöngu. Heilsufarsleg vandamál kvenna á meðgöngu eru því mun stærri í dag en áður,“ segir Heiða B. Jóhanns- dóttir, ljósmóðir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, í viðtali við Víkurfréttir. Nánari umfjöllun er á blaðsíðu 4 þar sem við rifjum við upp metfjölda fæð- inga og fleira á HSS. Heilsa verðandi mæðra verri 180 fengu næturstað í íþróttahúsi Um 180 ferðamenn gistu í fjöldahjálparstöð í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Keflavík aðfaranótt mánudags vegna ófærðar og röskunar á samgöngum á sunnudagskvöld. Rauði krossinn á Suðurnesjum sá um fjöldahjálparstöðina og sagði Hannes Friðriksson, formaður, að ferðalangarnir sem leituðu skjóls í fjöldahálparstöðinni hafi farið þokkalega ánægðir frá Reykjanesbæ. Fjallað er nánar um óveðrið og samgöngur á Suðurnesjum í blaðinu í dag. Myndina tók Páll Ketilsson í fjöldahálparstöðinni þegar næturgestirnir voru að pakka saman farangri sínum og halda heim á leið. Keilir hefur óskað var eftir því að Samband sveitar- félaga á Suður- nesjum kaupi 40% hlut í skóla- húsnæði Keilis. Vegna þessa hefur stjórn S.S.S. lagt til að bæjarráð allra aðildarsveitarfélaga Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fundi ásamt framkvæmdastjóra Keilis til að fara yfir erindið. Eignist 40% í skóla- húsnæði Keilis Í desember 2019 fengu 118 einstakl- ingar greiddan framfærslustyrk frá Reykjanesbæ, alls voru greiddar 17.134.428 krónur. Í sama mánuði 2018 fengu 86 einstaklingar greiddan framfærslustyrk. Alls fengu 197 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitar- félagsins í desember, samtals 2.691.602 krónur. Í sama mánuði 2018 fengu 149 einstaklingar greiddan sérstakan hús- næðisstuðning sveitarfélagsins. Fleiri fá styrk til færslu Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar Opnum snemma lokum seint Fljótlegt og þægilegt! Þykkvabæjar Plokkfiskur 600 gr MS Smjörvi 400 gr Stellu Rúgbrauð 999 kr/pk áður 1.399 kr 29% fimmtudagskvöld kl. 20:30 á Hringbraut og vf.is „Vertu me“í Reykjanesbæ MEÐAL EFNIS Í ÞESSARI VIKU Djúpsteikt svið með Bernaise! LÍKAMSRÆKT VIÐ SKRIFBORÐIÐ fimmtudagur 16. janúar 2020 // 3. tbl. // 41. árg. Stærsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum ■ aðalsímanúmer 421 0000 ■ auglýsingasíminn 421 0001 ■ fréttasíminn 898 2222

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.