Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.01.2020, Page 6

Víkurfréttir - 16.01.2020, Page 6
Helstu verkefni markaðsstjóra eru: • Umsjón og skipulag sölu- og markaðsstarfs • Gerð markaðs- og söluáætlana • Samskipti við viðskiptavini • Umsjón samskiptamiðla og heimasíðu • Framkvæmd þjónustukannana • Innri markaðssetning Hæfniskröfur: • Menntun sem nýtist í starfi • Stjórnunarreynsla • Reynsla af verkefnastjórnun og gerð markaðsáætlana • Reynsla af stafrænni markaðssetningu • Miklir samskipta- og skipulagshæfileikar • Sjálfstæði, frumkvæði og brennandi áhugi á markaðsmálum • Lausnamiðuð hugsun og jákvæðni • Afburða leiðtoga- og stjórnunarhæfni Skólamatur ehf. er fjölskyldufyrirtæki sem býður upp á hollan, ferskan mat – eldaðan frá grunni fyrir leik- og grunn- skóla. Fyrirtækið þjónustar um fimm- tíu mötuneyti á suð- vesturhorni landsins og eru starfsmenn þess rúmlega eitt- hundrað og tuttugu. Skólamatur ehf. auglýsir eftir umsóknum í stöðu markaðsstjóra. Um er að ræða nýja stöðu innan fyrirtækisins. Starfsstöð markaðsstjóra er í Reykjanesbæ og æskilegt er að umsækjendur búi á Suðurnesjum en allar umsóknir verða skoðaðar. Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um. Umsókn fylgi starfsferilsskrá ásamt kynningarbréfi. Umsóknarfrestur er til og með 31. janúar 2020. Fyrirspurnir um starfið og umsóknir berist til Fannýjar Axelsdóttur mannauðsstjóra fanny@skolamatur.is. Markaðsstjóri starfar náið með öðrum stjórnendum Skólamatar og er hluti af stjórnendateymi fyrirtækisins. MARKAÐSSTJÓRI Reykjanesbær laus undan sérstöku eftirliti > Nú frjálst að stýra fjármálum sveitarfélagins án sérstaks samráðs við eftirlitsnefnd með fjármálum Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur tilkynnt Reykjanesbæ að við yfirferð nefndarinnar á fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir tímabilið 2020–2023 sé ekki annað að sjá en að sveitarfélagið uppfylli þegar fjár- hagsleg viðmið 64. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og áformi á tímabili fjárhagsáætlunarinnar að viðmiðin verði uppfyllt áfram. Þetta kemur fram í bréfi sem nefndin hefur sent Reykjanesbæ. Með þessu sé aðlögunaráætlun Reykja- nesbæjar fallin úr gildi og bæjarstjórn ekki lengur skylt að bera undir eftir- litsnefndina óskir um breytingar á að- lögunaráætlun heldur starfi sveitar- félagið nú eftir almennum ákvæðum sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Þetta þýðir að nú er bæjaryfirvöldum frjálst að stýra fjármálum sveitarfélag- ins án sérstaks samráðs við eftirlits- nefnd með fjármálum sveitarfélaga svo fremi sem áætlanir standist og viðmið og ákvæði í fjármálareglum sveitar- stjórnarlag verði áfram uppfyllt. „Fyrir Reykjanesbæ eru þetta sérstak- lega ánægjuleg tíðindi sem stefnt hefur verið að í langan tíma eða allt frá því að aðgerðaráætlunin „Sóknin“ var sett af stað í árslok 2014. Sóknin samanstóð af margvíslegum aðgerðum í rekstri og gerði ráð fyrir að þessu markmiði yrði náð í árslok 2022. Styrk fjármála- stjórn, skynsamlegar aðhaldsaðgerðir og hagstæðar ytri aðstæður, m.a. aukin flugumferð um Keflavíkurflugvöll, hátt atvinnustig og fjölgun íbúa, sem leitt hafa til tekjuaukningar bæjarsjóðs, hafa gert það að verkum að markmiðið næst tveimur árum fyrr en áætlað var,“ segir í tilkynningu frá Reykjanesbæ. Bæjarstjórn mun nú í framhaldinu leggjast yfir framtíðaráætlanir bæjar- félagsins en fjölmörg stór verkefni eru á teikniborðinu í uppbyggingu skóla- og íþróttamannvirkja, ýmissa fjárfestinga og framkvæmda. Það er því bjartara framundan fyrir íbúa Reykjanesbæjar sem hafa mátt þola hærri álögur undan- farin ár vegna erfiðrar stöðu bæjarins. „Um leið og bæjaryfirvöld fagna þessum merka áfanga eru íbúum og starfsmönnum Reykjanesbæjar færðar bestu þakkir fyrir gott samstarf sem nú hefur skilað góðum árangri,“ segir ennfremur í tilkynningunni. VANTAR VANAN HANDFLAKARA TIL STARFA POTRZEBNY FILECIARZ Næg vinna framundan Upplýsingar í síma 7746908. N.G. fish ehf. Sandgerði. Óvissa varðandi horfur á vinnumarkaði Í nóvember 2019 var atvinnuleysi í Reykjanesbæ 9,2% og á Suðurnesjum 8,2%. Töluverð óvissa er varðandi horfur á vinnu- markaði vegna þeirrar stöðu sem er í flugrekstri. Fundað hefur verið með atvinnurekendum á svæðinu í þeim tilgangi að auka samstarf á milli þeirra og Vinnumálastofnunar. Þetta kom fram á fundi velferðarráðs Reykjanesbæjar í síðustu viku. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnu- málastofnunar, Karl Sigurðsson, sér- fræðingur hjá Vinnumálastofnun, og Hildur Jakobína Gísladóttir, forstöðu- maður Vinnumálastofnunar á Suður- nesjum, mættu á fundinn og fóru yfir stöðu og horfur á vinnumarkaði og úrræði sem í boði eru fyrir fólk í at- vinnuleit. Boðið er upp á starfstengd námskeið fyrir fólk í atvinnuleit í samstarfi við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og Fisktækniskóla Íslands í Grindavík og er reynt að miða þau við atvinnu- lífið á svæðinu. Markmiðið er að ná til sem flestra og eru haldin námskeið á íslensku, ensku og pólsku. á timarit.is ÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980 OG TIL DAGSINS Í DAG 6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 16. janúar 2020 // 3. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.