Víkurfréttir - 16.01.2020, Side 8
Erlendis þykir
sjálfsagðara að
meta menntun
til launa
Dagný Maggýjar ræddi við Kefl-
víkinginn ÖlmuDís Kristinsdóttur,
doktor í safnafræði
Keflvíkingurinn AlmaDís Kristinsdóttir lauk í haust dokt-
orsvörn sinni í safnafræði við Háskóla Íslands og náði
þar með langþráðu markmiði og segist nú vera á hægri
leið niður það stóra fjall. Hún er dóttir Kidda í Drop-
anum, yngst fjögurra systkina og eina stelpan – sem oft
var pirrandi. Henni datt aldrei í hug að hún myndi feta
akademískar brautir þar sem fyrirmyndirnar í þá veruna
voru fáar og segir doktorstitilinn vera afrek í seiglu en
heldur ópraktískan.
Leiðir okkar ÖlmuDísar lágu saman
fyrir þó nokkuð löngu þegar ég starfaði
sem blaðamaður á Víkurfréttum og tók
viðtal við hana þar sem hún starfaði
sem hönnuður hjá tæknifyrirtækinu
Quark Inc. í Bandaríkjunum. Þá hafði
hún nýlokið námi í grafískri hönnun
en leiðir hennar í lífinu hafa legið inn
á fjölmörg lista- og menningarsöfn þar
sem hún hefur starfað um áratugaskeið
sem hönnuður, safnkennari og safn-
stjóri. Við áttum sameiginleg tímamót
á árinu og fögnuðum hálfri öld, það
er því óhætt að segja að árið 2019 hafi
verið ár tímamóta í lífi hennar.
„Ef við ímyndum okkur að markmið
sé eins og fjall þá er ég á hægri niður-
leið núna, ekki í neikvæðri merkingu
heldur einfaldlega að ljúka þessu langa
og stranga ferli af eins mikilli skynsemi
og mér er unnt. Ég er sumsé hægt og
sígandi að komast niður á jörðina eftir
þessa stórkostlegu reynslu. Mér skilst
á samferðafólki mínu sem hefur fetað
þessa leið að það geti tekið dágóðan
tíma að ná áttum eftir allt þetta álag og
streð en það var hverrar mínútu virði.“
AlmaDís var þessa daga sem við-
talið var tekið, á kafi í jólafræðslu
Árbæjarsafns ásamt samstarfsfólki í
Borgarsögusafni Reykjavíkur. Þess á
milli undirbjó hún flutninga og var
því voða mikið að taka til heima hjá
sér að eigin sögn.
„Við tökum á móti um 2500 börnum
nokkrum vikum fyrir jól og útbúum
fjölskyldusmiðju þar sem fólk getur
spreytt sig á að flétta saman jóla-
hjörtu að dönskum sið. Við vorum
einnig að leggja lokahönd á styrkum-
sóknir sem tengjast starfinu á næsta ári
og margt spennandi er í bígerð. Borgar-
sögusafn er frekar stórt safn á íslenskan
mælikvarða, eitt safn á fimm stöðum
með rúmlega fjörutíu starfsmenn. Ég er
með skrifstofu í Árbæjarsafni núna en
flakka dálítið á milli. Hinir staðirnir eru
Landnámssýningin í Aðalstræti, Ljós-
myndasafn Reykjavíkur, Sjóminjasafnið
Granda og Viðey. Við erum sumsé
fimm í fræðsluteymi safnsins og ég hef
leitt starf þessa teymis sem verkefna-
stjóri safnfræðslu frá árinu 2016. Ef ég
set á mig kennarahattinn þá er ég að
fara yfir lokaverkefni á námskeiði sem
ég hef kennt annað slagið í nokkur ár í
safnafræði við félagsfræði-, mannfræði-
og þjóðfræðideild Háskóla Íslands og
heitir Söfn sem námsvettvangur. Nám-
skeiðið heldur mér á tánum faglega og
mér finnst bráðnauðsynlegt að tengja
saman fræði og praktík.“
Doktorsvörn ÖlmuDísar fór fram
þann 20. september síðastliðinn en
verkefnð nefnist: Toward Sustainable
Museum Education Practices: A Criti-
cal and Reflective Inquiry into the Pro-
fessional Conduct of Museum Educa-
tors in Iceland eða Horft til framtíðar
í fræðslumálum safna: Greining á fag-
legri nálgun í íslensku safnfræðslustarfi.
Hvernig var að verja, er þetta ekki
svolítið sérstakt fyrirbæri?
„Þetta var stór dagur og algerlega
magnað að fá tækifæri til að kynna
og verja eigið doktorsverkefni. Mér
var mikið í mun að njóta dagsins og
þurfti því að æfa mig töluvert. Að tala
í pontu er ekki mitt uppáhald því þrátt
fyrir áralanga reynslu við að tala fyrir
framan fólk þá er ég feimin í grunn-
inn en þetta tókst allt glimrandi vel.
Athöfnin fór fram á ensku í hátíðar-
sal Háskóla Íslands. Fyrst kynnti ég
rannsóknina mína og þurfti svo að
svara spurningum frá tveimur utan-
aðkomandi andmælendum sem höfðu
samþykkt ritgerðina en vildu fá út-
skýringar á ýmsum þáttum fyrir framan
áheyrendur. Annar andmælandinn
er dálítið þekkt nafn í fræðslumálum
safna, dr. Lynn Dierking, og það var
frábært að hitta hana í eigin persónu
ásamt manninum hennar, dr. John Falk.
Ég bauð þeim að sjálfsögðu í partýið
um kvöldið,“ segir AlmaDís og hlær.
Leyfði hjartanu að ráða för
Hvað kveikti í þér löngun til að verða
doktor?
„Ég fór ekki beint hefðbundna leið
í mínu námsbrölti en það má segja
að ég hafi leyft hjartanu að ráða för.
Fyrst lærði ég hönnun hjá Massachu-
setts College of Art í Boston, fór síðan
í menntunarfræði og er nú nýdoktor
í safnafræði og ótrúlega stolt af sjálfri
mér. Ég hef lengi unnið við fræðslumál
á söfnum og í því starfi sameina ég
þessi þrjú fræðasvið; hönnun, kennslu
og safnafræði. Doktorsnám snýst að
miklu leyti um að stunda rannsóknir og
mig langaði að leggja mitt af mörkum
í þeim efnum.“
Fyrsta safnastarf ÖlmuDísar var við
Listasafnið í Denver (Denver Art Mu-
seum) í Koloradófylki í Bandaríkjunum.
„Ég var ráðin inn sem yfirhönnuður
(Senior Designer) og vann náið með
Dagný Maggýjar
dagny@vf.is
Ég fékk í mörg ár það
verkefni að pakka inn
jólagjöfum fyrir starfs-
fólk Dropans sem var
alltaf það sama: konfekt
og bók. Það er kannski
þess vegna sem mér
finnst algjörlega ómiss-
andi við jólin að vera í
rólegheitum heima, lesa
góða bók og hafa kon-
fekt innan seilingar ...
Ég fór fyrst í Verzló í tvö ár en kláraði stúdentinn
frá FG 1990 eftir eins árs skiptinemadvöl.
Hér er ég ásamt foreldrum mínum Jónu og Kidda.
Störf í boði
hjá Reykjanesbæ
Stapakóli – þroskaþjálfi eða iðjuþjálfi
Þjónustukjarni Suðurgötu – deildarstjóri í 80% stöðu
Fræðslusvið – sálfræðingur
Akurskóli – umsjónarkennari (tímabundin ráðning)
Velferðarsvið – starf við liðveislu
Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum
vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru
jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf.
Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað.
Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki.
Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.
Viðburðir
í Reykjanesbæ
Þróunarsjóður innflytjendamála - kynningarfundur
Opinn kynningarfundur um Þróunarsjóð innflytjendamála
verður haldinn í Fjölskyldusetrinu Skólavegi 1 miðviku-
daginn 15. janúar kl. 14:30-16:00. Fundurinn er hugsaður
fyrir þá sem telja sig geta nýtt sjóðinn og hafa mögulega
hug á að senda inn umsókn. Á fundinum verður sjóðurinn
kynntur og umsóknarferlið skýrt.
Bókasafn Reykjanesbæjar - viðburðir framundan
Föstudagurinn 17. janúar. Bókabíó kl. 16.30. Kvikmyndin
Frosinn sýnd í miðju safnsins. Einn föstudag í hverjum
mánuði er barna-, unglinga-, eða fjölskyldumynd sýnd sem
tengist bókum á ýmsa vegu.
8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR