Víkurfréttir - 16.01.2020, Síða 11
ATVINNA MannauðsfulltrúiSamkaup hf. leitar eftir mannauðsfulltrúa til starfa
á skrifstofu Samkaupa, Krossmóa 4a, Reykjanesbæ.
Samkaup hf. rekur 60 verslanir víðsvegar um landið. Þær spanna allt frá
lágvöruverðsverslunum til þægindaverslana. Helstu verslunarmerki Samkaupa eru: Nettó,
Kjörbúðin, Krambúðin, Háskólabúðin, Iceland, Seljakjör og Samkaup strax. Hjá félaginu
starfa um 1290 starfsmenn í rúmlega 660 stöðugildum.
Helstu verkefni:
• Umsjón með mannauðskerfunum, Kjarni.
• Umsjón með ráðningarkerfi, eftirfylgni
atvinnuauglýsinga, ráðningasamninga og
fleira við ráðningu starfsmanna.
• Þátttaka í öðrum verkefnum sem snúa
að viðburðarstjórnun, stemmningu og
fræðslu.
• Aðstoð við önnur mannauðsmál
í samráði við framkvæmdastjóra
mannauðssviðs.
Hæfniskröfur:
• Haldbær reynsla eða menntun sem
nýtist í starfi.
• Mjög góð tölvufærni og brennandi
áhugi á tækni.
• Sjálfstæð vinnubrögð, úrræðahæfni,
aðlögunarhæfni, frumkvæði og metnaður
í starfi.
• Nákvæmni og öguð vinnubrögð.
• Jákvæðni og lipurð í mannlegum
samskiptum.
• Þekking á kjarasamningum og
vinnurétti er kostur.
• Þekking á Kjarna mannauðskerfi er
kostur en ekki nauðsyn.
Umsóknarfrestur er til 25. janúar 2020
Nánari upplýsingar veitir Gunnur Líf Gunnarsdóttir,
framkvæmdastjóri mannauðssviðs; gunnur@samkaup.is
Umsóknir skulu berast í gengum heimasíðu Samkaupa – www.samkaup.is – Atvinna
Og í aflafréttum er þetta helst ...
Jæja, það má segja að það sé ekkert í fréttum því það þarf að fara mjög
mörg ár aftur í tímann til þess að finna jafn hroðalega byrjun á vetrar-
vertíð eins og núna árið 2020.
Þegar þetta er skrifað er janúarmán-
uður um það bil að verða hálfnaður
og bátar hafa lítið sem ekkert komist
á sjóinn, margir bátar hafa ekkert
komist á sjóinn síðan fyrir áramótin.
Ef við kíkjum á hafnirnar þá er
aðeins búið að landa 64 tonnum í
Grindavík frá áramótum og það að-
eins af fimm bátum. Minnsti báturinn
sem reyndi að fara á sjóinn var Gísli
Súrsson GK sem náði að kroppa upp
1,9 tonn. Í Sandgerði er ennþá verri
staða, þar hefur aðeins 22 tonnum
verið landað af fimm bátum. Allt eru
þetta stórir bátar eins og Grímsnes
GK, Erling KE, Benni Sæm GK og
Sigurfari GK. Minnsti báturinn að
landa þar var Óli á Stað GK sem náði
að kroppa upp 2,9 tonnum.
Í Keflavík og Njarðvík er búið að
landa samtals 30 tonnum og er það
aðeins af þremur bátum; Grímsnesi
GK, Erlingi KE og Sturlu GK.
Skoðum eitt ár aftur í tímann til þess
að fá samanburð:
Þá var á sama tíma búið að landa
nítján tonnum í Keflavík.
Í Sanderði á sama tíma var búið að
landa um 370 tonnum í 77 róðrum og
margir minni bátanna gátu þá róið.
Þetta er rosalega mikil munur. Árið
2019 370 tonn og árið 2020 aðeins
22 tonn.
Í Grindavík á sama tíma árið 2019
var búið að landa 436 tonnum og er
það líka gríðarlega mikill munur. Árið
2019 436 tonn og árið 2020 aðeins
64 tonn.
Ef við förum aðeins lengra aftur í
tímann og förum til ársins 2000 þá
er þetta ennþá meiri munur:
Grindavík árið 2020 64 tonn, árið
2019 436 tonn og árið 2000 var land-
aður afli á sama tíma 910 tonn. Auk
þess var 2600 tonnum af loðnu landað
í Grindavík.
Ef við skoðum Sandgerði árið 2000
er þetta ennþá meiri munur:
Árið 2020 landað 22 tonnum, árið
2019 landað 370 tonnum en árið 2000
voru hvorki meira né minna enn
1.214 tonnum landað á nákvæmlega
sama tíma, auk þess var 550 tonnum
af loðnu landað. Þetta er ótrúlega
mikill munur.
Þetta er líka mikill munur þegar
horft er á Keflavík og Njarðvík:
Árið 2020 landað 30 tonnum, árið
2019 landað nítján tonn en árið 2000
var landaður afli um 515 tonn.
Eins og sést á þessum tölum þá
er byrjunin á árinu 2020 ein sú allra
versta á þessari öld og ef ekki sú allra
versta í sögu allrar útgerðar á Suður-
nesjum eins langt aftur og menn rekur
minni til.
Þegar þessi orð eru skrifuð er alls
óvíst hvenær bátarnir komast eigin-
lega á sjó aftur en ef ég rýni aðeins í
veðrið framundan myndi ég giska á
að næsta fimmtudag, þann 16. janúar,
ætti flotinn að komast á sjó og það
yrði þá í fyrsta skipti á árinu 2020
fyrir marga.
AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Gísli Reynisson
gisli@aflafrettir.is
Færa seiðaeldið í Vog avík
Stofn fisk ur hyggst stækka kyn bóta stöð sína við Voga vík í Vog
um. Í til lögu að matsáætl un kynn ir fyr ir tækið áform um að auka
fram leiðslu lax eld is úr tæp um 300 tonn um í 450 tonn á ári.
Inni í þeirri tölu er áfram hald andi eldi á kyn bóta fiski til hrogna
fram leiðslu og eldi á laxa seiðum sem ætl un in er að hefja í
stöðinni. Við und ir bún ing fram kvæmd ar inn ar vakti Skipu lags
stofn un at hygli á að vatns vinnsla vegna nú ver andi starf semi
er rúm lega þre falt meiri en gert var ráð fyr ir í um hverf is mati á
sín um tíma. Þá hef ur Um hverf is stofn un gert at huga semd ir við
að fram leiðsla í stöðinni sé meiri en þau 200 tonn sem starfs leyfi
heim il ar. Frá vik inu verði þó ekki fylgt eft ir á meðan Stofn fisk ur
vinn ur að mati á um hverf isáhrif um.
INNHEIMTUFULLTRÚI
Sveitarfélagið Vogar óskar eftir að ráða sveigjanlegan
og þjónustulipran einstakling í stöðu innheimtufulltrúa.
Um fullt starf er að ræða.
Helstu verkefni felast í daglegri umsjón með
innheimtu sveitarfélagsins, greiðslu og út-
sendingu reikninga og skjalavistun. Þá leysir
innheimtufulltrúi af, aðstoðar starfsmenn
þjónustuvers við almenna afgreiðslu í þjón-
ustuveri bæjarskrifstofu og vinnur önnur
þau verkefni á sviði fjármála- og stjórnsýslu-
sviðs sem honum eru falin af sviðstjóra fjár-
mála- og stjórnsýslusviðs.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Menntun sem nýtist í starfi,
háskólapróf er kostur. Góð tölvukunnátta.
Þekking og reynsla af skjalavistunarmálum.
Góð íslenskukunnátta,
önnur tungumál s.s. enska kostur.
Einhver bókhaldskunnátta æskileg.
Samviskusemi og skipulagshæfileikar.
Reynsla og þekking af sambærilegum
verkefnum æskileg. Frumkvæði og sjálfstæð
vinnubrögð. Lipurð í mannlegum sam-
skiptum.
Nánari upplýsingar veitir Einar Kristjánsson bæjarritari í síma 618-0000.
Umsóknarfrestur er til og með 28. janúar nk.
og óskast umsóknir sendar á netfangið einar@vogar.is.
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál
og þeim svarað að lokinni ráðningu.
11 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 16. janúar 2020 // 3. tbl. // 41. árg.