Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.01.2020, Page 1

Víkurfréttir - 23.01.2020, Page 1
HEILSUDAGAR Í NETTÓ 23. JANÚAR - 2. FEBRÚAR KYNNTU ÞÉR ÖLL FRÁBÆRU TILBOÐIN Í HEILSUBÆKLINGI NETTÓ Heilsu- & lífsstílsdagar 25% AFSLÁTTUR AF HEILSU- OG LÍFSSTÍLSVÖRUM ALLT AÐ VEGAN KETÓ LÍFRÆNT KR ÍLIN HOLLUSTA UPPBYGGING UM HVERFI TILBOÐIN GILDA 23. JANÚAR - 2. F EBRÚAR 2020 Ofurtilboð á hverjum degi! að lágmarki 303Mb/sek og 15 stjónvarpsstöðvar innifaldar Við bjóðum betra verð í heimabyggð frá 7.490 kr/mán Tvær bifreiðar skullu saman í mjög hörðum árekstri á Sandgerðisvegi síðasta laugardag. Ökumaður ann- arrar bifreiðarinnar reyndist undir áhrifum fíkniefna, var án ökuréttinda og á stolnum bíl. Kona liggur alvar- lega slösuð eftir óhappið. Ökumaður Subaru bifreiðar ók á miklum hraða þegar lögreglubifreið elti hann á leið til Sandgerðis og reyndi að stöðva með þeim afleiðingum að hann ók framan á Hyundai bifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Í henni voru tvær konur og slasaðist farþeginn þar mjög alvarlega. Nota þurfti klippur til að ná þeim út og voru þær fluttar á Land- spítalann. Farþeginn liggur þar nú. Tók nokkurn tíma að ná konunum úr bílnum og var Sandgerðisvegi lokað í tvær, þrjár klukkustundir. Ökumaður- inn sem var valdur að slysinu slapp án teljandi meiðsla. Lögreglan sendi frá sér tilkynningu á mánudag þar sem fram kemur að maðurinn, sem er á þrítugsaldri, sæti nú síbrotagæslu. Lögreglumennirnir sem veittu eftirförina höfðu dregið verulega úr hraða lögreglubifreiðarinnar áður en slysið varð. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar sam- þykkti á fundi sínum í vikunni að leysa til sín þeir eignir sem hafa verið í eigu Fasteignar hf. og nýttar hafa verið undir starfsemi sem ekki flokk- ast undir lögbunda starfssemi sveitar- félaga. Um er að ræða Hljómahöllina, Íþróttaakademíuna, 88-Húsið, golf- skálann í Leiru, hús gömlu dráttar- brautarinnar í Grófinni og Þórustíg 3. Umsamið kaupverð eru tæpir þrír milljarðar og lækkar leiguskuldbinding sveitarfélagsins sem því nemur. Þetta kemur fram í bókun Guðbrandar Einarssonar, oddvita Beinnar leiðar sem hann flutti fyrir hönd meirihluta bæjarstjórnar á fundi bæjarstjórnar í vikunni. Að sögn Guðbrandar má gera ráð fyrir að skuldaviðmið Reykjanesbæjar lækki við þessi kaup um 10% hjá sam- stæðu og um 15% hjá sveitarsjóði. Þá má einnig gera ráð fyrir að þessi að- gerð auki möguleika sveitarfélagsins til endurfjármögnunar á öðrum skuldum sem einnig gæti hjálpað til við að bæta rekstur sveitarfélagsins. „Hér er því stórum áfanga náð sem ber að fagna,“ segir í bókun Guðbrandar. Frá slysavettvangi á Sandgerðisvegi. VF-myndir/pket. Kona alvarlega slösuð eftir ofsaakstur síbrotamanns Hljómahöllin, Íþróttaakademían og fleiri fasteignir eru aftur komnar í eigu Reykjanesbæjar frá Fasteign. Reykjanesbær leysir til sín fasteignir fyrir 3 milljarða - og lækkar skuldaviðmið enn frekar Lögreglan kom krúttlegum kópi hringanóra til bjargar við Skipasmíðastöð Njarðvíkur í síðustu viku. Kópurinn var vannærður og einnig með sýkingu í augum. Hann er nú í fóstri hjá Húsdýragarðinum sem ætlar að hressa kópinn við þannig að hann komist á ný út í náttúruna. Lögreglumaðurinn Atli Gunnarsson heldur á kópnum. KRÚTTLEGUR KÓPUR SUÐURNESJAMAGASÍN Í ÞESSARI VIKU ÞORRABLÓT KEFLAVÍKUR LJÓÐASKÁPUR GUNNHILDAR „VERTU MEMM“ fimmtudag kl. 20:30 á Hringbraut og vf.is MANNLÍF MENNING Filoreta Osmani í viðtali Rappað fjör yfir súrmat Rapparinn Emmsjé Gauti tryllti þorrablótsgesti á Þorrablóti Keflavíkur í Blue-höllinni síðasta laugardagskvöld. Tæplega 800 Keflvíkingar þjófstörtuðu þorrblóti og stórstjörnur úr tónlistarheim- inum krydduðu skemmtilegt kvöld. Góður þorramatur frá Réttinum setti punktinn yfir i-ið. Fleiri myndir má sjá inni í blaðinu og einnig um 200 ljósmyndir frá kvöldinu á vf.is. Einnig verður sýnt frá þorrablótinu í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta. VF-mynd/Hermann Sigurðsson. fimmtudaguR 23. janúaR 2020 // 4. tbl. // 41. áRg. Stærsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum ■ aðalsímanúmer 421 0000 ■ auglýsingasíminn 421 0001 ■ fréttasíminn 898 2222

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.