Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.01.2020, Page 4

Víkurfréttir - 23.01.2020, Page 4
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa  4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Rit- stjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Frétta- stjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Marta Eiríksdóttir, sími 857 8445, marta@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, vf@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theo- dórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtu- dögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS Gerirðu eitthvað sérstakt fyrir makann á bóndadaginn? Guðmunda Kristín Ásgeirsdóttir: „Ég dekra við eiginmanninn alla daga en hann fær sérstakt dekur á bóndadaginn, þorramat og koníak.“ Rakel Heiðarsdóttir: „Ég mun gera það í ár en ann- ars þarf ég ekki bóndadag til að dekra við hann. Þorramatur er ekki í uppáhaldi.“ Rúna Tómasar: „Ég gleymi oftast bóndadegi en þegar ég man eftir deginum þá hef ég eitthvað gott í matinn, ekki þorramat.“ Vilborg Einarsdóttir: „Já alltaf. Ég elda góðan mat handa honum og svo eigum við kósí kvöld saman. Við borðum slátur og sviðasultu en ekkert endilega á bóndadaginn.“ SPURNING VIKUNNAR Viðræður um sameiningar fiskvinnslufyrirtækjanna Vísis hf. og Þorbjarnar hf. í Grindavík hefur verið slitið. „Meginskýringin er sú að við náðum ekki alla leið með nógu mörg mál til að klára þetta,“ sagði Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar, í viðtali við Morgunblaðið. „Þetta þarf mikið lengri tíma. Við slitum viðræðum en erum enn betur tilbúnir að fara í enn meira samstarf. Við rekum þrjú fyrirtæki saman og það kæmi jafnvel frekari samrekstur til greina,“ sagði Gunnar en fyrirtækin sem hann nefnir eru Haustak, Codland og Pytheas sem er framleiðslu- og markaðsfyrirtæki í Grikklandi. Gunnar segir að farið hafi verið í ágætis vinnu og báðir aðilar kynnst fyrirtækjunum betur. „Við sjáum hvaða snerti- fletir koma helst til greina. Við eigum eftir að útfæra það aðeins betur,“ sagði Gunnar og útilokaði ekki að viðræður hæfust aftur síðar. Viðræðum um sameiningu Grindavíkurrisa slitið Helga Þórsdóttir safnstjóri Listasafns Reykjanesbæjar Helga Þórsdóttir hefur verið ráðin í starf safnstjóra Listasafns Reykjanes- bæjar. Hún mun hefja störf í byrjun febrúar. Helga er með brottfararpróf frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands ásamt því að hafa lokið M.A. í mynd- list frá De l’ecole Nationale d’Arts de Cergy-Pontoise Mention og M.A. í menningarfræði frá Háskóla Íslands. Þá hefur hún einnig stundað nám í innanhúsarkitektúr í Frakklandi og leiðsögu í Leiðsögumannaskólanum í Kópavogi. Hún hefur starfað í Byggðasafni Vestfjarða frá árinu 2016, m.a. sem forstöðukona. Þá hefur hún einnig komið víða við í sýningarstjórn og textaskrifum um myndlist. Fasteignasalan Ásberg ehf. hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina Hafnargata 27 í Keflavík með uppdráttum frá Unit ehf. Tillagan hefur verið aug- lýst og engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma sem lauk 30. desember 2019. Í tillögu felst að fjarlægja núverandi hús að Hafnargötu 27 að hluta eða í heilt og reisa fimm hæða fjölbýlishús, auk bílgeymslu á einni hæð austan við húsið. Í nýju húsi er gert ráð fyrir skrifstofu- eða verslunarhúsnæði á jarðhæð og sam- tals allt að tólf íbúðum á hæðum fyrir ofan. Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar var samþykkt að senda tillöguna til Skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu. Tólf íbúðir í nýju húsi að Hafnargötu 27 Svona verður Hafnargata 27 ef af áformunum verður. Mynd úr gögnum umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar. Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-14 alla virka daga Samkvæmt reglum Reykjanesbæjar um fjárhagsaðstoð skal velferðarráð taka ákvörðun um hækkun grunnfjárhæðar fjárhagsaðstoðar ár hvert. Hækkun á grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar miðast við framreikning á vísitölu neysluverðs í desember ár hvert. Á síðasta fundi velferðarráðs var lagt til, í samræmi við framreikning, að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar fari úr kr. 149.678,- í kr. 152.717,- pr. mánuð árið 2020. Velferðarráð samþykkir hækkunina. Bæjarráð Grindavíkur telur ekki forsvaranlegt að viðhalda gömlum vatnstanki við Melhólabraut í Grindavík. Tankurinn stendur skv. aðalskipulagi á skipulagðri íbúða- byggð. Af þeim sökum telur bæjar- ráð ekki forsvaranlegt að leggja í kostnað vegna viðhalds. Bæjarráð samþykkti samhljóða á fundi sínum á dögunum að gamli vatnstankurinn verði rifinn í vor. Árið 1992 stóð til að rífa gamla vatnstankinn sem stendur ofan við bæinn austanmegin við Grindavíkur- veginn. Jón Steinar Sæmundsson rifjaði málið upp á fésbókarsíðu sinni á nýliðnu ári. Þar segir að þá þótti mönnum of dýrt að rífa gripinn og því var Vilborg Guðjónsdóttir myndmenntakennari við Grunn- skóla Grindavíkur fengin til að mála tankinn til þess að gera úr honum bæjarprýði. Það var svo sumarið 1992 sem að Vilborg gengdi stöðu flokkstjóra í vinnuskólanum að hún fékk hjálp við verkið frá unglingunum sem voru í vinnu hjá henni. Að sögn Vilborgar tók um hálft sumar að mála tankinn, oft kom rigning og þá þurfti að hætta og svo var ansi mikil hæð og misfella í kring þannig að fara þurfti varlega. Á þessum tíma sem liðinn er hefur einu sinni verið farið yfir verkið. Gamli vatnstankurinn við Melhólabraut verður rifinn í vor. Ljósmynd: Jón Steinar Sæmundsson Gamall vatnstankur verður rifinn í vor Grunnfjárhæð fjárhagsað- stoðar Reykjanesbæjar hækkar Minja- og sögufélag Vatnsleysustrandar hefur óskað eftir því að umhverfinefnd Sveitarfélagsins Voga ræði ástand Ara- hólavörðu og samþykki að unnið verði að endurbótum á henni. Málið var tekið fyrir á fundi nefndarinnar í síðustu viku. Í afgreiðslu umhverfisnefndar segir að nefndin taki undir með félaginu að varðan þarfnast lagfæringar. Hafa þurfi í huga lög um friðuð mannvirki við endurbæturnar og leita ráða sérfróðra svo vel megi fara. Bæjarstjóra Voga er falið að koma verkinu í réttan farveg. Arahólsvarða í Vogum í góðum félagsskap árið 1940. Mynd af vef Sveitarfélagsins Voga. Arahólsvarða í Vogum þarfnast lagfæringa 4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 23. janúar 2020 // 4. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.