Víkurfréttir - 23.01.2020, Page 14
Stjörnudjass í Sandgerði
Jazzfjelag Suðurnesjabæjar stóð fyrir stórskemmtilegum djasstónleikum í Bókasafni
Sandgerðis síðasta föstudagskvöld. Á tónleikunum frumflutti samnorræni djass kvart
ettinn Astra níu frumsamin lög.
Astra kvartettinn er skipaður þeim
Sigurði Flosasyni (saxófón), Andrési
Þór (gítar), Andreas Dreier (kontra-
bassa) og Anders Thoren (trommur).
Nafn kvartettsins, Astra, hefur beina
tilvísun í geiminn og voru öll lögin
tengd við geiminn eða himinhvolfið á
einhvern hátt. Tónleikarnir mörkuðu
upphaf tónleikaraðar Astra og voru ein-
göngu frumsamin lög þeirra Andrésar
Þórs og Sigurðar Flosasonar á dagskrá.
Það má segja að tónleikarnir hafi verið
nokkurskonar generalprufa því þetta
var í fyrsta sinn sem lögin voru leikin
opinberlega og ætlaði kvartettinn að
mæta í hljóðver morguninn eftir til að
hefja upptökur á nýrri plötu.
Ágætlega var mætt á tónleikana og
kunnu gestir augljóslega vel að meta
það sem boðið var upp á. Bókasafnið
hentar ágætlega fyrir uppákomur af
þessu tagi og myndaðist afar þægileg
stemmning þegar ljúfir djasstónarnir
liðu um salinn.
Jazzfjelag Suðurnesjabæjar var
stofnað í maí á síðasta ári og er til-
gangur þess að efla menningu í Suður-
nesjabæ og á Suðurnesjum öllum. Ljóst
er að félagið er að gera góða hluti og
þessu framtaki er vel tekið, framundan
eru tvennir djasstónleikar í febrúar á
vegum félagsins og ætlar sá sem þetta
skrifar ekki að missa af þeim. Þess má
geta að það er stefna Jazzfjelagsins er
að ávallt sé frítt inn á tónleika á þess
vegum.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
johann@vf.is
Menn höfðu nóg að ræða eftir tónleikana.
Húðirnar lamdar og bassinn plokkaður.
Gítarleikarinn Andrés Þór
lifði sig inn í tónlistina.
Sigurður Flosason
blæs í saxófóninn.
Halldór Lárusson, skólastjóri Tónlistarskóla
Sandgerðis, er helsta driffjöður Jazzfjelagsins.
Hér ávarpar hann gesti að loknum tónleikum.
Fríða Dís með
útgáfutónleika
í Bergi
– Fagnar útgáfu fyrstu
sólóplötu sinnar
Fyrsta plata Fríðu Dísar, Myndaalbúm,
er væntanleg þann 1. febrúar. Á plötunni
verður að finna átta frumsamin lög með
textum á íslensku og frönsku. Í hverju
lagi vinnur hún úr ákveðinni minningu
sem raðast saman líkt og ljósmyndir í
albúmi. Rödd Fríðu fær að njóta sín í
dreymandi hljóðheimi sem er drifinn
áfram af hráum en þéttum bassaleik
hennar sem á augljósar rætur í fyrstu
áratugum rokksins.
Með Fríðu koma meðal annars fram
Smári Guðmundsson á gítar, Stefán
Örn Gunnlaugsson á píanó og syntha,
Kristinn Snær Agnarsson á trommur,
Óskar Guðjónsson á saxófón, Matthías
Stefánsson á fiðlu og gítar og Óskar Þór
Arngrímsson sér um áslátt. Platan verður
flutt í heild sinni og skyggnst verður á
bak við lögin og töfrana sem áttu sér
stað í upptökuferlinu.
Tónleikarnir verða í Berginu, Hljómahöll,
laugardaginn 15. febrúar 2020.
Góð stemmning myndaðist
þegar ljúfir djasstónarnir
fylltu salinn.
Súlan - Verkefnastjóri markaðsmála
Reykjanesbær óskar eftir að ráða í stöðu verkefnastjóra markaðsmála.
Við leitum að skapandi og lausnamiðuðum einstaklingi sem hefur góða þekkingu
á markaðsmálum, er drífandi og metnaðarfullur.
Verkefnastjóri markaðsmála ber ábyrgð á undirbúningi og mótun markaðsstefnu bæjarins og þeirri vinnu sem
felst í að koma henni í framkvæmd. Hann ber ábyrgð á þróun stafrænna miðla og markaðssetningar til innri og ytri
viðskiptavina. Einnig ber honum að vera í samskiptum við fjölmiðla, hönnuði og ýmsa hagsmunaaðila.
Helstu verkefni:
• Vinnur að og ber ábyrgð á markaðssetningu
og jákvæðri ímynd Reykjanesbæjar
• Mótun markaðsstefnu Reykjanesbæjar gagnvart
innlendum og erlendum ferðamönnum
• Ýmis greiningarvinna
• Hefur yfirumsjón með öllu kynningarefni
sveitarfélagsins og samræmingu þess
• Þróun á notkun stafrænna miðla
til markaðssetningar
• Mótun, framkvæmd og eftirfylgni
markaðsáætlunar
• Gerð kostnaðaráætlunar markaðsmála
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólapróf sem nýtist í starfi
• Staðgóð þekking og reynsla af markaðsmálum
• Þekking og reynsla af starfsemi
opinberrar stjórnsýslu er kostur
• Framúrskarandi samstarfshæfileikar
• Frumkvæði, metnaður og sjálfstæð vinnubrögð
• Skapandi og lausnamiðuð nálgun
• Þekking og reynsla af hönnunarforritum
• Reynsla af markaðssetningu á
samfélagsmiðlum og leitarvélabestun
• Þekking á Google Ads, Google Analytics
og Facebook Business Manager
• Framúrskarandi íslensku- og
enskukunnátta í ræðu og riti
Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt að viðkomandi
endurspegli þá eiginleika í störfum sínum og framkomu.
Umsóknarfrestur er til 2. febrúar 2020 en sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar
www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf.
Frekari upplýsingar veitir Þórdís Ósk Helgadóttir, forstöðukona Súlunnar,
í gegnum netfang thordis.o.helgadottir@reykjanesbaer.is eða í síma 421-6725.
14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 23. janúar 2020 // 4. tbl. // 41. árg.